Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 36
GUÐRtJN FRA LUNDI NIDURLAG „Ég get nú ekki kallað það því nafni. En hann getur ekkert gert í þessu máli. Kristján er svo stífur að það þýðir ekkert að ætla að siða hann til, enda eru þau bæði frjáls hann og Óla. Hún var bara trúlofuð og....“ „Já, honum hefur nú farizt heldur lélega við hann, þennan kærasta hennar. Tók af honum allar skepnum- ar og kærustuna. Ég get nú varla trúað að þú finnir ekki einhverjar misfellur á svona framferði,“ sagði Karen og gekk til baðstofu. Rósa kom á eftir henni. „En fyrst þú hefur heyrt þetta hlýturðu að hafa heyrt hvernig álitið er að Jói hafi skilið við Kristján. Sýnt honum banatilræði,“ sagði Rósa. „Það er nú víst eitt af því, sem ekki er gott að sanna.“ „Kristján gerði vel að kæra hann ekki,“ sagði Rósa áköf. „Hann hefði sjálfsagt gert það ef hann hefði ekki fundið hvað hans málstaður var slæmur. Ég er nú svona harðlynd, Rósa mín, að mér finnst að Jói hefði átt að slá fastara,“ sagði Karen. „Mamma! Hvernig geturðu talað svona,“ sagði Rósa óstyrkri röddu. „Mér finnst að svona menn, sem gera margar mann- eskjur óhamingjusamar, eigi enga vægð skilið. Og í þínum sporum hefði ég aldrei leyft drengnum að heim- sækja hann.“ „En honum þótti vænt um hann og var honum góð- ur,“ sagði Rósa. „Ekki spyr ég að gæðunum við börnin sín. Hann hefur víst sýnt það á þessum króga, sem hann átti með Ásdísi frá Giljum, hversu elskulegur faðir hann er. Líklega fer Jón að heimta að fá að færa honum bolta og eitthvað fleira.“ „Ég vona, að enginn fari að segja honum frá því barni,“ kjökraði Rósa. Kristján Hartmannsson hafði lengi átt tvær óskir og þrár í huga sér. Sú fyrri var að rætast. Drengurinn hans var farinn að heimsækja hann, umgangast hann sem föður. Þó var eitt við það, sem honum var ekki að skapi. Hann hefði viljað láta hann koma í óleyfi foreldra sinna og ömmu. Láta þau loga af gremju yfir óþekkt hans og stífni. En nú kom stjúpi hans með hon- um, sat og beið, ánægjulegur á svip, meðan drengurinn lék sér við systur sína, hvolpinn og heimaganginn. Það voru hennar leikfélagar. Bróðirinn var ekld farinn að ganga enn þá. Hann fyrirvarð sig fyrir þessar hugs- anir, þegar hann heyrði Valborgu segja þegar stjúp- feðgarnir riðu úr hlaði: „Mikið hefur drengurinn verið lánsamur að eignast þennan indæla mann fyrir stjúp- föður.“ Kristján fann að það var satt. Presturinn var einstakt góðmenni. Samt þótti honum innilega vænt um að Jón litli kallaði hann ekki pabba. Hin óskin var að öllu leyti sprottin upp af gremju og hatri yfir því að þurfa að flytja sárnauðugur frá Hofi eftir að hafa borið hjónarúmið á bál. Hann von- aði að eiga eftir að sjá og heyra að Hof væri illa setin jörð. Túnið í órækt og búpeningurinn illa framgenginn. Slíkt myndi gleðja hann mikið. Hann þóttist heyra það á flestum, að séra Gísli væri heldur lítill búmaður. En það var þá kannske maddama Karen, sem ekki var búin að gleyma hvernig átti að búa. Þúfumar, sem eftir voru í túninu, hurfu fljótlega og það var farið að taka sléttur utantúns. Ásgeir var hennar önnur hönd, sagði Leifi í Gatði. Presturinn væri bara eins og hver annar þægur vikadrengur, gerði það sem honum væri bent á. Karen var eins og meykonungur þar á Strönd- inni en Ásdís frammi í afréttinni. Það var síst minna, sem eftir hana lá, einyrkjakonuna. Reyndar voru syst- ur hennar víkingar til vinnu og hjálpuðu henni mikið. Ásdís gat alltaf tönnlazt á þessari nafngift, sem Leifi hafði gefið henni. Systur hennar stríddu henni á því, að hún væri nú svo sem ekki konungleg til fara, þegar hún brá sér vestur yfir fjallið til að fá sér fisk í soðið. Hartmann gamli komst upp í bátinn sinn enn þá og gat dregið fisk. En Kristján sást aldrei þá daga. Annað hvort var hann á rekanum eða hann svaf inni í rúmi, því aldrei kom hún nema á sunnudögum. Það gerði þeim ekkert til. Þau gátu ýtt bátskelinni á flot tvö ein. Þegar að landi kom og búið var að losa bátinn kom Valborg vanalega ofan á bakkann með kaffikönnuna 104 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.