Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 33
byggja, eins og undanfarið, og ekki komið heim fyrr en eftir háttatíma. Nú var hann aftur á móti farinn framhjá á heimleið og var alllangt síðan. Svo Gvend- ur huggaði sig við það, að heimilisfólk hans hefði þá þegar satt forvitnina. Það var og. Allt í einu sagði Steini: „Hvaða ósköp hefurðu mikinn áhuga fyrir því, hverjir eru fylgdarmenn sýslumanns, ertu kannske að hugsa um að komast í það embætti?“ „Hvað, að fylgja sýslumanni?“ spurði Gvendur og leit á Steina. „Já,“ sagði Steini. í fyrstu kom Gvendur ekki upp orði. Hann leit á Steina aftur og gat ekki annað séð en alvörusvip á honum. Hann var með fullan munninn af grænni stör, tuggði hana í ákafa og góndi beint fram fyrir sig. Gvendur sagði: „Þú getur verið viss um það, Steini litli, að þann dag, þegar þú sérð mig fylgja sýslumanni, þá á ég ekki langt eftir ólifað; það ætla ég að biðja þig að muna.“ Þeir þögðu um hríð, en fóru svo að tala um fram- tíðina.... Átti fyrir þeim að liggja eða ekki að verða saman hjá Brynjólfi Nikulássyni næsta ár? „Það getur nú ekld dregizt lengi úr þessu,“ sagði Steini, „að það komi á daginn. Það er nú orðinn hver hinn síðasti. Seinast þegar ég sá Brynjólf sagðist hann búast við að fá svar frá umboðsmanni á hverri stundu.“ „Það er nokkuð síðan, hefur mér nú heyrzt,“ sagði Gvendur. „Ætli hann ríki Jón og Guðmundur í Hvammi komi ekki sínum vilja fram, því eru þeir vanastir.“ Eftir litla þögn bætti hann við: „Var það ekki hann ríki Jón, sem þaut vestur áðan, kannske? Ekki gat ég betur séð. Áð minnsta kosti voru það hestarnir hans og reiðlagið.“ „Það eru ekki ncma nokkrir dagar síðan Brynjólfur bað mig vera við því búinn að koma suður að Bökk- unum að hjálpa til að reisa,“ sagði Steini. „Jæja,“ sagði Gvendur, hissa. Brynjólfur Nikulásson á Efri-Völlum ætlaði að fara að reisa nýbýli, var að vísu byrjaður á því. Það ætlaði ekki að ganga þrautalaust. Hann átti í brösum við þá Jón á Skarði og Guðmund í Hvammi út af landinu, þar sem nýbýlið átti að standa. Þeir Guðmundur og Jón voru taldir ríkastir bændur í Miklahreppi og einna áhrifamestir. Þeir höfðu hreppsyfirvaldið á sínu ‘bandi í þessu máli, að talið var. Vakti allt þetta mál mikla athygli og umtal á sínum tíma og þótti lengi tvísýnt, hvernig fara myndi. Og með því að úrslit þess urðu örlagarík fyrir flesta þá, er hér koma við sögu, þykir vel við eiga að greina nokkuð frá gangi þess. Þess skal og getið, að það var ekki einsdæmi á síðustu öld, að ungir mennd sporum Brynjólfs þyrftu að fara sömu léið til þess að fá málum sínum fram- gengt. Það sem gerði þetta mál sögulegt var einmitt það, að Brynjólfur skyldi endilega þurfa að lenda í deilum við þá Jón á Skarði og Guðmund í Hvammi. Bæirnir Hvammur og Skarð stóðu skammt hvor frá öðrum undir fjallshlíð, nyrzt og austast í sveitinni, og voru því í daglegu tali venjulega kallaðir Uppbæirnir. Þótt ekki væri hægt að telja bæi þessa afskekkta, þá voru þeir engu að síður alllangan kipp frá öðrum bæj- um. Þar var valllendi mikið og gott sauðland. Vildi þar spretta seint á vorin og fram eftir sumri. Og oft fór svo, að ekki kom fjör í grassprettuna þar upp frá fyrr en nótt var farin að dimma. Fáum áratugum fyrr en hér var komið sögu var mikill jarðeldur uppi á þessum slóðum. Rann þá hraun- leðja fram á sléttlendið sunnan við Skarð og Hvamm. Fyrir sunnan hraunið voru miklir mýrarflákar. Þar var grösugt og spratt snemma á vorin. Þar var þá engin byggð. Svo Uppbæjarbændum hafði hugkvæmzt eftir Eld að fá leyfi til að nytja það beztá úr þessu landi, og það leyfi töldu þeir sig hafa fengið, þótt óljóst væri að vísu, hver hefði veitt þeim það. Landið, sem þeir höfðu aðallega nytjað, var í svokölluðu Bakkalandi, en bærinn Bakkar hafði staðið fyrir Eld, þar sem nú var hraunið, eða Bruninn, eins og nýja luraunið var oft nefnt í þá daga. Hraunið hafði sem sé runnið yfir heilt byggðarlag þarna á sléttunni fyrir sunnan Uppbæina og lagt í eyði svonefnda Hólmasveit. Sú sveit hafði og verið í Mildahreppi, en sá hreppur bar nafn með rentu með því að hann náði yfir þrjár sveitir, Skarðssveit, Meðalfellss\-eit og Gnúpasveit, auk hinnar gömlu Hólmasveitar. Bakkarnir höfðu verið ein stærsta jörð- in í Hólmasveit og átt land allar götur suður að sjó og stóra og rekasæla fjöru. Hana höfðu þeir og haldið, Uppbæjarbændur, fram að þessu. Þegar á þetta er litið skal engan undra, þótt þeir á Uppbæjunum hrykkju ónotalega við, þegar þeir fréttu, að Brynjólfur þessi ætlaði að fara að byggja sér bæ í þeirra gósenlandi. í fyrstu vildi Skarðsbóndinn ekki trúa fréttamanni. En er hann hafði fært nokkrar sönn- ur á sitt mál, tók Jón hest sinn og reið út að Hvammi. Ræddu þeir málið sín á milli, Jón og Guðmundur, og komu sér saman um að fá nánari upplýsingar hjá hreppstjóra. En hreppstjóri hafði þá litlar upplýsingar getað gefið, þóttist ætla að kynna sér málið og at- huga, hvort hann ætti, eða hvort honum bæri að skipta sér af því. Þótti þeim Uppbæjar-bændum hvorki reka né ganga með þessa athugun hreppstjóra. Þangað til þeim fannst, að við svo búið væri ekki lengur hægt að una. Þeir yrðu að fá ákveðið svar í þessu máli hjá yfir- valdinu. Ákváðu þeir að ríða heim að Melum og tala við hreppstjórann. Hittist svo á, að það var eirlmitt sama daginn og nú var minnzt á í sambandi við þá Gvend og Steina. Sátu þeir bændurnir á ráðstefnu á hreppstjórasetrinu og var mikið niðri fyrir, sem von var, því allinikið var í húfi. Enda töluðu þeir sæmilega sínu máli. Og með því að sjón er sögu ríkari fer bezt á því að gefa þeim báðurn orðið. Er þá annar þeirra Heima er bezt 101

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.