Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 22
svo langt leiddur, hefði Bartlett þá átt að ráðast í aðgerð samt?
O’Donnell leit svo á, að hann hefði ekki átt að gera það.
O’Donnell vissi, að ef magi sprakk, átti undir venjulegum
kringumstæðum að hefja aðgerð innan 24 Uukkustunda. Eftir
það varð dánartalan hærri í sambandi við aðgerð en án. Það
stafaði af því, að fyrstu 24 klukkustundirnar voru erfiðastar;
eftir það tóku varnir sjálfs líkamans til við að loka gatinu, ef
sjúklingurinn lifði svo lengi. Samkvæmt sjúkdómseinkennum
þeim, sem Bartlett hafði lýst, virtist líklegt, að sjúklingurinn
liefði verið nærri 24 Uukkustunda takmörkunum, eða ef til vill
kominn yfir þau. Ef svo hefði staðið á, hefði O’Donnell reynt
að bæta líðan mannsins án aðgerðar og samið í þeim tilgangi
ákveðnari sjúkdómsgreiningu síðar. A hinn bóginn gerði O’Don-
nell sér ljóst, að auðvelt var að vera hygginn eftir á í læknis-
fræði, en allt öðru máli gegndi, þegar gera þurfti sjúkdómsgrein-
ingu án tafar, ef líf sjúklings var í hættu.
Yfirlæknir handlækningadeildarinnar hefði dregið þetta allt
fram með venjulegum hætti, rólega og hlutlaust, þarna á dánar-
orsakaráðstefnunni. Hann hefði sennilega hagað orðum sínum
svo, að Gil Bartlett hefði bent á sum atriðin sjálfur; Bartlett var
heiðarlegur og óhræddur við sjálfskönnun. Aðalatriði málsins
hefðu verið öllum ljós. Engin þörf hefði verið fyrir upphróp-
anir og ásakanir. Bartlett hefði að sjálfsögðu ekki haft neina
ánægju af þessu, en hann hefði heldur ekki verið auðmýktur.
Þó hefði það verið enn mikilvægara, að tilgangi O’Donnells
hefði verið náð, og allir læknar handlæknadeildarinnar fengið
hagræna tilsögn í mismunandi sjúkdómsgreiningum.
Nú gat ekkert orðið úr þessu. Ef O’Donnell hefði á þessu
stigi drepið á þau atriði, sem honum höfðu verið efst í huga,
hefði mönnum sýnzt, að hann veitti Pearson að málum og for-
dæmdi Bartlett enn frekar. Það mátti ekki eiga sér stað vegna
siðferðisþreks Bartletts. Hann myndi að sjálfsögðu tala einslega
við Bartlett, en möguleikinn á gagnlegum, opinskáum umræð-
um var úr sögunni. Skrattinn hirði Joe Pearson!
Allt var orðið kyrrt aftur. Það hafði borið árangur, er O’Don-
nell beitti fundarhamrinum, en það kom sjaldan fyrir. Bartlett
hafði setzt, og var hann enn dreyrrauður. Pearson velti ein-
hverjum blöðum fyrir sér, bersýnilega niðursokkinn í þau.
„Fundarmenn! “ O’Donnell þagnaði. Hann vissi, hvað segja
varð — það varð að vera stutt og hæfa í mark. „Eg vona, að ég
þurfi ekki að taka það fram, að ég býst ekki við, að nokkur
okkar óski eftir endurtekningu á þessu atviki. Dánarorsakaráð-
stefna er til þess ætluð, að menn hafi af henni nokkurn lærdóm,
noti hana ekki til persónulegra árása eða deilna. Pearson læknir,
Bartlett læknir, ég vænti þess, að þið skiljið mig.“ O’Donnell
leit á þá, en hélt síðan áfram, án þess að bíða eftir svari þeirra:
„Við tökum næsta tilfelli, gjörið svo vel.“
GILDIR ADEINS FYRIR ÁSKRIFENDUR „HEIMA ER BEZT“
Eg undirrit.....sem er áskrifandi að tímaritinu „Heima er bezt“,
óska hér með eftir að mér verði send bókin
HINZTA SJtJKDÓMSGREININGIN
eftir Arthur Hailey
nteð 60 króna afslætti frá útsöluverði.
□ Hjálagt sendi ég Heima er bezt andvirði bókarinnar, kr. 130.00,
og fæ þá bókina senda burðargjaldsfrítt.
□ Sendið mér bókina í póstkröfu, og mun ég greiða andvirðið við
móttöku póstkröfugjalds.
Nafn
Heimili
ARTHUR HAILEY
hóf rithöfundarferil sinn árið 1956 og var á því sama
ári kosinn bezti sjónvarps-rithöfundur Kanada og í
tímaritinu Time var hann talinn einn af sex beztu sjón-
varps-leikritahöfundum núlifandi.
Fyrsta skáldsaga hans, Flogið í opinn dauðann (Flight
into Danger), sem var samin í félagi við John Castle,
hefur fengið óspart lof gagnrýnenda sem óvenjulega
spennandi og vel samin skemmtisaga. En skáldsagan
Hinzta sjúkdómsgreiningin markar höfundinum bás við
hlið beztu skemmtisagnahöfunda, sem nú eru uppi.
Áskrifendur „Heima er bezt“, sem hafa hug á að
eignast þessa skemmtilegu skáldsögu, geta sparað sér
60 krónur, því bókin kostar í lausasölu kr. 190.00, en
áskrifendur „Heima er bezt“ geta fengið bókina fyrir
aðeins kr. 130.00, ef greiðsla fylgir pöntun.
Fyllið út pöntunarseðilinn og sendið hann til „Pleima
er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. Pantanir verða af-
greiddar um hæl í þeirri röð sem þær berast á meðan
upplag endist, en aðeins til áskrifenda „Heima er bezt“.
□ Merkið við þann reit, sem við á. Skrifið greinilega.