Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 17
Jenna og Hreiðar Stefánsson og synirnir tveir, Astráður Benedikt og Stefán Jóhann. ingu, sem erfiðara er að svara. Líklega þætti sú spurn- ing nokkuð nærgöngul og persónuleg, ef hún væri lögð fyrir ung hjónaefni. En spurning þessi gæti hljóðað þannig: Hvernig kynntuzt þið, og hvenær varð ykkur það ljóst að þið vilduð verða hjón? Ég tel það víst, að hjá sumum ungum hjónum eða hjónaefnum yrði fátt um svör, og myndi þetta talið til einkamála, sem fáir ræddu um. En ef svör væru gefin, þá yrðu þau ólík og fjölbreytt, og varla alveg eins hjá neinum hjónum eða hjónaefnum. Þetta er þó rnjög eftirsótt umræðuefni, og söguskáldin segja mikið frá kynningu ungs fólks og hlífa engum, og þykja stundum all ber- orð. Vafalaust væri það ágætt efni fyrir ungan rithöf- und að safna sögum urn fyrstu kynningu stúlkna og pilta, sem síðar verða hjón. Gæti það orðið efni í doktorsritgerð! Eins mætti skipa nefnd í málið með þingmanni sem formanni nefndarinnar! En á meðan þetta er ekki framkvæmt, verða menn að láta sér nægja hugmyndaflug skáldanna. Jón Thoroddsen skáld lýsir kynningu ungmenna skemmtilega í sögunni Piltur og stúlka. Sigríður í Tungu og Indriði á Hóli sitja yfir kvíaám inn í gróð- ursælum fjalladal. Eftir dalnum rann straumþung á í gljúfrum. Þau Indriði og Sigríður komust ekki yfir ána, en þau gátu gengið sitt út á hvora klettasnös og talazt við yfir ána. Þetta gerðu þau daglega allt sum- arið og urðu ágætir vinir. Veturinn eftir sáust þau aldrei og næsta sumar sátu þau ekki hjá ánum. Þau hittust því ekki fyrr en í réttunum um haustið. Þegar þau þekktu hvort annað, urðu þau himniglöð, hlupu hvort í fangið á öðru og kysstust. Seinna urðu þau hjón eftir margþætta erfiðleika.------ Þannig lætur Jón Thoroddsen unglinga kynnast fyr- ir nær því hunrað árum. — Að skáldið lætur þau Indriða og Sigríði kyssast, er þau heilsast í fyrsta sinni, kemur eingöngu til af því, að á þeirn tímurn, sem sag- an er látin gerast, kysstust allir, ungir og gamlir, er þeir heilsuðust, þótt nú séu kveðjukossar að mestu niður lagðir. En hvers vegna datt mér í hug að ræða þessi kynn- ingarmál í sambandi við þessi ágætu hjón, sem ég vildi kynna lesendum? Ekki get ég gefið ákveðið svar við því, hvers vegna mér datt þetta í hug. Það er stundum erfitt að rekja hugsanatengslin. En í sambandi við þetta, vil ég geta þess, að ég þykist hafa fregnað eftir nokkurn veginn öruggum heimildum, hvernig hófst fyrsta kynning hjónanna Jennu og Hreiðars. Ekki vil ég leggja eið út á það, að sagan sé sönn, en aftur á móti má færa rök fyrir því, að svona hefði sagan getað gerzt. Þau hittust fyrst í Kennaraskólanum að haustnótt- um. Þegar skólinn hafði staðið í viku eða hálfan mán- uð, skyldi dansleikur haldinn í skólanum á laugardags- kvöldi. Fólkið hafði sézt daglega, en lítið kynnzt eða rætt saman, nema það sem þekktist frá fyrra skólaári. I hópi nýsveina var ungur piltur, fríður og föngu- legur, sem stúlkunum leizt fremur vel á. Þegar dans- að hafði verið nokkra stund, af miklu fjöri, var gefið hlé og einhver stjórnandinn var svo Ijónhugaður, að kalla hátt og snjallt: „Nú er dömufrí.“ Ungu stúlk- urnar voru þá ekkert hlédrægar, og þutu allar út á gólfið að ná sér í herra. Jenna, hinn tilvonandi rithöf- undur, stefndi beint í áttina að hinum unga, eftirsótta skólapilti, en önnur stúlka var aðeins fljótari að grípa hann. Þá tók Jenna þann næsta, sem laus var, og hann sagðist heita Hreiðar, — og kann ég ekki þessa sögu lengri. Við kennsluna. Heima er bezt 89

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.