Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 38
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH I LLAN Frakkland. Reykjavík 1961. Almenna bókafélagið. Þetta er falleg bók, prýdd fjölda mynda úr franskri sögu, menn- ingu og þjóðlífi. Greinarnar, sem myndunum fylgja, eru flestar stuttar, en þar eru dregnir fram meginþættir franskrar sögu og menningar fyrr og nú. Einkum er varpað þar skýru ljósi á mörg atriði og fyrirbæri síðustu ára, sem auka skilning á, hver sé staða Frakklands í heiminum. Afargir greinargóðir þættir eru um þjóð- lif Frakka, t. d. skólamál, bókmenntir og listir. Hver, sem bók þessa les, verður verulega fróðari um hina fornu menningarþjóð, þótt vitanlega sé ýmsum spurningum ósvarað. Bók þessi er hin fyrsta í flokki, sem Almenna bókafélagið hyggst gefa út undir nafninu Lönd og þjóðir, og er höfð um það samvinna við erlenda aðiia. Margir munu bíða framhaldsins með eftirvæntingu, því að satt að segja vitum við minna um margt þetta en sæmilegt er. Hér er myndarlega af stað farið og menningarlega. Þýðandi bókarinnar er Gísli Ólafsson. Kristmann Guðmundsson: Völuskrín. Reykjavík 1961. Almenna bókafélagið. Löngum hefur verið deilt um Kristmann Guðmundsson, og eink- um hafa deilurnar risið hátt nú fyrir skemmstu. Almenna bóka- félagið hefur unnið þarft verk með því að gefa út sýnishorn af smá- sögum hans og ljóðum, svo að hver og einn fái þar sjálfur dæmt. Og ekki er að efa, að eftir lestur á Völuskríni verður sá dómur Kristmanni í vil. Smásögur hans eru margar hinar ágætustu, þær leita c£ til vill ekki langt til fanga, en klappa undurþýtt á vangann eins og stökurnar íslenzku. Flestar fjalla þær um ástir karls og konu í einhverri mynd, en dulúð og dulskynjanir liggja að baki margra þeirra, og þar finnst mér höfundur oft ná sér allra bezt. Þær sögur cru í senn draumfagrar og kynngimagnaðar, fylltar ljúfum seið eða uggs'ekjandi hrolli þjóðtrúarinnar. Æskuljóð Kristmanns sýna, að vel hefði hann orðið hlutgengur á sviði ljóðagerðar, ef hann hefði iðkað þá list, en ekki kann ég að meta rímlausu ljóðin, þótt vel megi vera að þau séu góð. Ami Óla: Strönd og vogar. Reykjavík 1961. Menningarsjóður. Arni Óla ritstjóri gerist nú cinna mikilvirkastur þeirra manna, sem grafa upp gamalt brotasilfur úr sögu þjóðar vorrar og steypa upp úr því nútímafrásagnir, og það sem mcira er um vcrt, einn hinn vandvirkasti. Hann hefur þegar borgið í land miklum fróð- leik úr sögu Reykjavíkur, cn í þessari bók bregður hann sér suður á X'atnsleisuströní og Voga og dregur upp myndir úr sögu þcss- ara byggðarlaga allt frá fornöld til vorra daga. Er þar margsís- legur fróðleikur saman kominn um byggðarlög, sem fáir munu fyrr hafa veitt athygli að ættu sína sögu og minjar. Vel er með efnið farið í hvívetna, en ekki þykir mér þessi bók eins skcmmti- leg í heild sem margar fyrri bækur höfundar, og mun þar valda, að efniviðurinn er víða ininni cn svo, að úr honum verði gerðir haglcgir gripir, þótt snjall maður fari þar um höndum. En vfst er um það, að þessi bók verður lesin ekki síður cn fyrri bækur höfundar, og mikið efni um atvinnu- og menningarsögu sjávar- byggðanna við Faxaflóa cr hér saman tlregið. Guðmundur L. Friðfinnsson: Saga bóndans í Hrauni. Reykjavík 1961. fsafoldarprentsmiðja h.f. Hér er á ferðinni baráttusaga norðlenzks bónda, Jónasar i Hrauni í öxnadal, frá örbirgð til auðlegðar á vora vísu. Höf- undur hefur fært hana í skáldlegan búning og varpað nokkru rómantisku gliti yfir raunsæja atburði hins daglega strits, fært það í hærra veldi, ef svo mætti að orði kveða. Er þar þó víðast svo í hóf stillt, að hinn raunsanni söguþráður glatar engu við, en bókin verður læsilegri fyrir bragðið. Sagan er sönn lýsing á lífi og háttum bænda á fyrstu tugum þessarar aldar, og merkust verður hún fyrir það, að hún lýsir bónda, sem ekki rann af hólm- inum, þótt oft blési á móti og róðurinn sæktist seint, heldur sótti fram til bættra lífskjara og aukinna framkvæmda. Hún er þannig spegill aldarinnar sjálfrar. Og þótt þau hjónin í Hrauni væru að vísu þrekmeiri og duglegri en almennast gerist, er þó saga þeirra óhrekjandi vitnisburður þess, að allmikið af því barlómshjali, sem flutt hefur verið fyrir munn bænda, eru staðlausir stafir og vissulega í óþökk þeirra sjálfra. Saga bóndans í Hrauni er i senn skemmtileg aflestrar og vel unnið heimildarrit um íslenzka bændur á þessari öld. Sigurður Kr. Draumland: Lauf úr ljóðskógum. Akurcyri 1961. Heil bók með þýðingum erlendra ljóða er vissulega nokkur viðburður, ekki sízt þegar þess er gætt, að þýðandinn hefur valið sér að viðfangsefni að túlka verk margra snjöllustu ljóðskálda Norðurlanda og nokkurra annarra úr fremstu röð. Ekki hef ég átt þess kost að bera nema fáar þýðingar saman við frumkvæðin, en þær virðast samvizkusamlega af hendi leystar, og verður ekki um sakast, þótt frumkvæðin tapi einhverju, því að á fæstra færi er að þýða svo snjallt, að ekkert glatist. Meginatriðið er, að þýð- andinn hefur sent frá sér ljóðabók, sem lesandinn fær notið, og hann hefur kynnt íslenzkum lesendum úrval erlendra Ijóða, sem þeir annars myndu lítið eða ekki kynnast, í snotrum íslenzkum búningi. Þó grunar mig, að þýðandinn gæti gert betur með meiri yfirlegu. Til þess benda þýðingarnar tvær af Seljaljóðum Frö- dings, þar sem miklu munar, hversu síðari þýðingin tekur hinni fyrri fram. Jakob Thorarensen: Grýttar götur. Reykjavík 1961. Helgafell. F.kki verður um það deilt, að Jakob Thorarensen er rneðal þeirra, sem snjallast rita smásögur á íslenzku. Hið nýja sagna- safn hans, Grýttar götur, sýnir engar nýjar hliðar á sagnagerð hans, sem ekki cr að vænta, en ber hinu vitni, að enn hefur Elli kcrling engum tökum á honum náð. Sögurnar eru þróttmiklar, fcrskar og spennandi eins og ungur maður héldi á penna, víða keinur hin kuldalega glettni höfundar fram, og á margt er deilt, scm iniður fcr I þjóðlífinu og cinkalífi manna, scin fyrr refsar hann hégómaskapnum og sýndarmennskunni, en tignar mann- dóm og hreysti að verðlcikum. Yfir söguum cr bjart heiði og svalt, eins og fyrri verkum Jakobs. St. Std. 106 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.