Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 14
þegar yfir hestinn. Koch leizt ekki á að ríða votur langan veg, þegar yfir ána kæmi. Hann brá því á það ráð að fara úr stígvélum, sokkum og buxurn, en haon var aldrei nema í einum buxum, hvort heldur í byggð- um eða uppi á jökli, og þannig reið hann yfir ána. Var honum svo hlýtt það sem eftir var dagsins, en föru- nautar hans skulfu af kulda. En það voru fleiri leiðangursmenn en Koch einn, sem lentu í hættum og hrakningum, meðal annars seg- ir Sigurður þessa sögu: Eitt sinn þurfti Buchwaldt premierlautinant að ’fara á ferju yfir Skaftá. Þegar ferjumaður kom með ferjuna var hún full af vatni. Var þá tekið í hana og hún dreg- in upp til að hella úr henni, en þá kom öll umgerðin upp, og liðaðist ferjan sundur. Var hún síðan bundin saman með snærum, og þarinig fleyttust þeir á henni vfir ána. Þess er getið í umræddri grein, að yfirleitt hafi leið- angursmönnum verið tekið vel af bændum. Flestir hafi verið boðnir og búnir til að veita mælingamönnunum það liðsinni, er þeir máttu, og jafnvel ekki viljað þiggja greiðslu fyrir, en fyrirliðar mælinganna greiddu alla aðstoð mjög sanngjarnlega. Einstöku menn hafi þó viljað gera þá sér að féþúfu. Þannig hafi einn bóndi selt þeim undanrenningarpottinn á 22 aura, en slílct voru undantekningar. í upphafi greinar sinnar lýsir Koch því með hverj- um erfiðismunum þeir félagar komust í land og á vinnustöðvar sínar. En ekki ætlaði þeinr heldur að ganga of greiðlega að komast brott úr Skaftafellssýslu, þótt úr rættist. Segir svo frá því í Fjallkonugreininni: Ráðgert var að skipið Perwie tæki leiðangursmennina í Vík í Mýrdal. Átti það að vera þar 12. september. En því seinkaði sakir storma, og kom fyrst hinn 16. Þá var ófært út í skipið vegna brims. Lá það síðan úti fyrir Vík í 2—3 daga en hvarf þá á brott. Virtist nú ekki annað liggja fyrir leiðangursmönnum en halda til Reykjavíkur og sæta skipsferð þaðan. En þeir höfðu, er hér var komið, látið frá sér alla sína hesta, og var erfitt að fá hesta lánaða til Reykjavíkurferðar, því að mikil hey voru víðast úti, og höfðu bændur því fyllstu not fyrir hesta sína. Þó vikust allir, sem til var leitað, vel undir nauðsyn leiðangursmanna, nema tveir hesta- ríkustu bændurnir. Þeir afsögðu alla aðstoð. Loks tókst að útvega 80 hesta til ferðarinnar. En þegar þeir voru fengnir, og lokið var undirbúningi ferðarinnar, kom Perwie aftur er minnst varði. Var nú vel fært út í skipið, og fóru leiðangursmenn með því hinn 23. sept- ember. Ekkert kann ég að segja fremur frá þeim Dönum öðrum, sem hér koma við sögu. Þó má geta þess, að T. Mikkelsen vann hér að mælingum á hverju sumri frá 1902—1910, nema 1905 og 1909, en þá lágu mæling- arnar niðri. E. Leisted var hér sumurin 1903—1904 og 1906 en F. A. fínchnvaldt 1904 og síðan 1913 en það sumar hafði hann forystu alls mælingaleiðangursins á hendi. Þá skal lítilsháttar getið þeirra íslendinga, sem getur í sögu Kochs. Hefur Páll Þorsteinsson, alþingismaður, látið mér þær upplýsingar í té, og kann ég honum beztu þakkir fyrir. Segir hann svo í bréfi: Jón Sigurðsson var fæddur í Svínafelli 4. des. 1866 og uppalinn þar. Þegar hann var fulltíða tók hann þar við búi föður síns og bjó þar til dauðadags. Hann lézt 28. desember 1921. Kvæntur var hann Rannveigu Run- ólfsdóttur. Þorsteinn Guðmundsson í Skaftafelli ólst upp á Máríubakká í Fljótshverfi. Hann kvæntist Guðrúnu Einarsdóttur í Skaftafelli og tók þá við búi tengdaföð- ur síns, Einars Jónssonar, og bjó í Skaftafelli mörg ár. Vorið 1920 flutti hann búferlum frá Skaftafelli að Mýrum í Álftaveri, og var þá orðinn ekkjumaður. Bjó hann síðan nokkur ár á Mýrum og síðan á Leiðvelíi í Meðallandi. Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Jón og Þorsteinn voru mörg ár nágrannar hér í Or- æfum. Á þeirra dögunt varð einungis að treysta á hestana til ferðalaga, þar sem önnur farartæki voru ekki til. Báðir voru þeir ferðamenn mildir og orðlagðir vatnamenn, þ. e. að velja á hestum færa leið yfir jökul- vötn. Kom þar til í senn góð útsjón og áræði. Reið þá niikið á að eiga þolgóða og trausta hesta. Jón átti hest, sem hét Grani. Sá hestur var jarpur að lit með stjörnu í enni og Ijósar granir. Það mun hafa verið fremur góður hestur, en samt ekki talinn með beztu hestum Jóns. Um þá Runólf og Kristin gat Páll ekkert frætt mig, en segir að gizka megi á, að Runólfur hafi annað hvort verið bróðir Þorsteins í Skaftafelli eða Runólfur Bjarnason, sem bjó í Skaftafelli eftir að Þorsteinn fluttist þaðan. Þá vil ég einnig bæta nokkru við frásögnina af strandi þýzka togarans Friedrich Alberts, en um það eru greinagóðar frásagnir í íslenzkum blöðum frá þeim tíma. Einkum þó skýrsla Guðlaugs Guðmundssonar, sýslumanns, en hún birtist x ísafold, 8. tbl., 1903. Síðar segir meira frá strandmönnunum í því blaði og víðar. Af því að nokkuð ber á milli í frásögnum þessum og því, sem sagt er frá í grein Kochs hér á undan skal skýrt nokkru nánar frá þessum atburðum. Um strandstaðinn segir sýslumaður, að strandið yrði eftir ágizkun um 10 enskar mílur vestur af Ingólfs- höfða, en 15 mílur austur frá Hvalsíki, „Það er á hin- um hættulegasta og versta stað sem til er hér á strönd- inni allri“. Telur hann alófært gangandi mönnum yfir ósana Hvalsíki að vestan en Skeiðarárósa að austan, þar sem vötn eru öll alauð. „Heimamenn, sem rekarétt eiga á fjörum þessum fara nær aldrei um hávetrartíma á fjörurnar sakir vegalengdar og hættu nema öll vötn séu á ísum.“ Til næstu bæja í Öræfum telur hann 4—5 stunda ferð frá strandstaðnum, þótt hratt sé riðið. Það er því ekki víst, að mildu hefði munað í hvora áttina skipbrotsmennirnir héldu. Þá getur sýslumaður þess, að skipbrotsmenn hafi verið mjög illa búnir að klæð- unx og matarlitlir, óttuðust þeir mjög að verða hung- 86 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.