Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 6
fjórtánda ári, og tók þó þá, eða fljótlega síðan, við
búsforráðum með móður sinni. Þegar hún neyddist til
að hætta búskapnum og hverfa frá Skjaldarvík, fór Jón
í vinnumennsku að Syðra-Krossanesi, þó var það að-
eins að yfirvarpi gert. Var hann þá á lausum kili.
Stundaði sjómennsku og var í hákarlalegum. Drakk
hann þá mikið. Fór mikið orð af drykkjuskap hans og
dugnaði. Tók hann þá þegar að efnast, og kom í Ijós,
svo að ekki varð um villzt, að hygginn væri hann og
glöggur á söfnun fjármuna.
Þegar þetta gerðist bjuggu í Hraukbæjarkoti fátæk
hjón með fjögur börn í ómegð. Hjónin hétu Grímur
Ólafsson og Jóhanna Jósúadóttir. Vorið 1862 réðist
Grímur á eitt af hákarlaskipum Þorsteins Daníelssonar
á Skipalóni, það er Fönix hét. Fönix fórst með allri
áhöfn þá um vorið. Voru það allt menn úr Kræklinga-
hlíð, Þelamörk og Öxnadal. Jóhanna var þá fyrirvinnu-
laus eftir og lá við sveit fyrir fátæktar sakir. Kom þá
til kasta hreppstjórnarmanna Glæsibæjarhrepps að sjá
fjölskyldunni borgið. Ógerlegt þótti að sundra heimil-
inu þá þegar, er allir höfðu ráðið sér verkfólk til árs-
ins. Um sama leyti og skipstapinn fréttist kom Jón
heim úr legu. Sneru hreppstjórarnir sér þá til hans, og
fóru þess á leit, að hann tæki að sér forsjá og fyrir-
vinnu heimilisins til næsta vors. Var hann alltregur í
fyrstu, en þó varð það úr, að hann lofaði að annast bú-
ið yfir árið, gegn því að sveitin ábyrgðist honum
fyllsta kaup og að hann væri sjálfs sín húsbóndi að
öllu. Fór hann þá að Hraukbæjarkoti og tók við bús-
forráðum öllum, og lánaðist vel. Vorið eftir vildi hann
hverfa þaðan. En hreppstjórarnir voru enn í sama vanda
sem fyrr, og varð ógreitt um að fá mann í stað Jóns.
Annar hreppstjóranna var þá Flóvent á Tréstöðum
sonur Jóns hreppstjóra í Stóra-Dunhaga, Flóventssonar.
Flóvent var einstakt góðmenni og vildi umfram allt að
heimilið þyrfti ekki að leysast upp og fjölskyldan að
tvístrast. Lagði hann mjög að Jóni með að vera kyrr.
Fylgdi Jóhanna því fast og vildi ekki missa Jón burtu.
Varð það að samningi að lokum, að Jón fengi búhokr-
ið-til eignar gegn því að hann æli upp þrjú barnanna,
en það fjórða, stúlka, sem Sigurbjörg hét, fór til Odds
Ólafssonar bónda á Ásláksstöðum í Arnarneshreppi,
og ólst hún þar upp.
Jón bjó síðan næstu fjögur ár í Hraukbæjarkoti. Var
Jóhanna þar hjá honum ráðskona og frilla. Áttu þau
eitt barn saman, en það dó í bernsku. Var samlíf þeirra
gott og snurðulaust. Vegnaði báðum vel.
Efnahagur Jóns batnaði óðum. Fór því svo, að hon-
urn þótti of þröngt um sig í Hraukbæjarkoti og lítið
olnbogarúm til fjáröflunar, enda var kotið fremur lít-
ið og gæðarýrt. Vorið 1867 losnaði Stóra-Eyrarland
við Akureyri úr ábúð. Sótti Jón þegar um ábúðina, og
var honum byggð jörðin. Fluttust þau Jóhanna þang-
að þá um vorið.
Þegar á leið veru þeirra Jóns og Jóhönnu á Eyrar-
landi fór að kólna um ástir þeirra, einkum frá hans
hálfu. Var hún honum talsverðu eldri, enda fór hann
að hneigjast til yngri kvenna. Og um áramótin 1869 og
1870 kvæntist hann Maríu Flóventsdóttur, bónda á
Hömrum. María var fædd vorið 1839, og var því þrem-
ur misserum eldri en Jón. Flttn var lítilla manna og
ekki viti borin nema í meðallagi, skapstór, dugleg, at-
orkusöm og ágætlega verkhög. Vrarð hún fyrirmyndar
húsfreyja um margt. Hún var fremur smávaxin, en fríð
sýnum og snyrtileg.
Frá því að María var unglingur hafði hún verið í
vistum hjá heldri frúm á Akureyri og lengst hjá
Magdalenu, seinni konu Odds lyfsala Thorarensen. Þá
var danska heimilismál fyrirfólksins á Akureyri, og
lærði María að tala hana allvel. Einnig lærði hún þar
þrifnað og matargerð, sem var framandi íslenzkum al-
múga. Og ekki sízt drakk hún þar í sig fyrirlitningu
á alþýðunni og öllu því, sem íslenzkt var, þó að ekki
dygði það henni til þess að standast Jón. Fyrirfólks-
dýrkun hennar var orðin svo rótgróin, að alla mat hún
eftir mannfélagsstöðu, og voru danskir og danskættað-
ir verzlunarmenn og faktorar þar í fremstu röð. Gætti
þessa mjög hjá henni langt fram eftir ævi. Gerði hún
sér mikinn mannamun og þá eftir efnum og mann-
virðingum. Öllum meiri háttar mönnum, er svo voru
taldir, tók hún með frábærri gestrisni, en óbreytt al-
múgafólk, er að garði bar, þóttist stundum kenna þar
lítillar hlýju. Þó gat hún verið góð í garð vesalinga,
því að undir niðri var hún mannúðleg og brjóstgóð.
Bar þeim hjónum, Jóni og henni; þegar nokkuð á milli
um þessi mál. Hann var gersamlega laus við alla fyrir-
fólksdýrkun. Og þó að hann umgengist heldri menn-
ina á Akureyri allmikið á þessum árum, var það gert
í hagsmunaskyni, en ekld vegna þess að hann mæti þá
mikils, nema síður væri. Ivom þá líka ósjaldan fyrir, er
hann var drukkinn, að hann sýndi þeim takmarkalaus-
an ruddaskap í orðum og jafnvel athöfnum líka. En
alltaf fyrirgafst honum það, svo að með ólíkindum var.
Mun þar mest hafa til komið, að hann var aldrei í fjár-
þröng, né upp á náðir annarra kominn með fjármuni
né þess háttar. Við óbreytta alþýðumenn var hann og
stundum klúr og grófyrtur, en alltaf hlýr og vingjarn-
legur. Mun hann og hafa til þess fundið, að þar voru
rætur hans allar niður grónar. Og eins mun hann ekki
hafa gleymt, hve hart var gengið eftir verzlunarskuld-
inni hjá móður hans, og sem leiddi til þess, að fjöl-
skyldan varð að tvístrast.
Þegar Jón og iVIaría giftu sig héldu þau stórveizlu
með fádæma kræsingaáti og fylliríi. Var á því öllu
hinn mesti höfðingjaháttur. Þangað var engum öðrum
boðið en fyrirfólkinu á Akureyri. Var það að kröfu
Maríu og sætti Jón sig við það.
Ekki var María fyrr komin í hjónabandið en að hún
tók að ýfast við Jóhönnu, enda tók Jóhanna henni
eigi vinsamlega heldur. Varð það til þess að Jóhanna
fór burtu um vorið og hafði eitt barnið með sér. Ekki
er nú vitað hvort Jón gaf með því, en þó er líklegt að
svo hafi verði, því að samningur sá, er hann gerði við
hreppstjórana, kvað svo á, að Jón sæi um uppeldi
78 Heima er bezt