Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 20
eftirvæntingu. Áhrifarík atvik og hversdagsleg, kremj- andi sorg og ólýsanleg gleði, tillitsleysi og harka og við- kvæm blíða, kaldrifjaðar og raunsæar hugsanir og til- viljanakennd atvik leika sér hér með örlög fólksins allan sólarhringinn, með þeim hraða og þeim krafti, sem gefur heimi sjúkrahússins sitt sérstæða og töfrandi andrúms- loft. Þetta er ekki bók fyrir taugaóstyrkt fólk, því lífið í sjúkrahúsinu er þrungið mikilli spennu. En samt er auð- vitað hægt, eins og gert er í þessari bók, að lýsa því af viðkvæmum, nærfærnum og djúpum skilningi. Lesand- inn fylgist spenntur með persónum sögunnar, ástum hins unga læknis Mike Seddons og hjúkrunarnemans Vivian Loburton, og örlögum þeirra. Með mikilli samúð fylgist hann með baráttu yfirlæknisins dr. O’Donnels fyrir að vinna sjúkrahúsi sínu aftur það álit, sem það hafði áður haft. En í þessari baráttu verða mikil átök milli O’Donnells og hins aldraða meinafræðings Joe Pearsons, sem áður hafði notið mikils álits og traus-ts, en á nú erfitt með að viðurkenna að sér hafði láðzt að fylgjast með nýjungum í læknisfræðinni. Pearson stjórnar starfsliði sínu og hinni afturhaldssömu stjórn- arnefnd sjúkrahússins með harðri hendi, og verður að lokum að lúta í lægra haldi. En baráttan milli þessara tveggja lækna, barátta, sem hefur örlagaríkar afleiðingar í för með sér fyrir margt það fólk, sem er tengt sjúkrahúsinu, er aðeins einn þátt- urinn í þessari spennandi og raunsæju læknaskáldsögu. Inn í söguna er ofið frásögu um baráttu dr. O’Donnells „á heimavígstöðvum“ — sambandi hans við tvær konur. í skáldsögunni „Hinzta sjúkdómsgreiningin“ lesum við um þá hlið baráttunnar um líf og dauða innan veggja sjúkrahússins, sem sjúklingurinn verður aldrei var við. Bókin hefur nú þegar verið kvikmynduð og verið gefin út í 15 löndum. Hún er 347 blaðsíður í Skírnis- broti, þýdd af Hersteini Pálssyni ritstjóra. Hér fer á eftir stuttur kafli úr bókinni: Menn þokuðu sér að löngu borðinu, og fóru sumir eldri læknanna hiklaust í fremri sætaröð, en hinir settust í stólana fyrir aftan. Lucy var sjálf í fremri röð. O’Donnell var við enda borðsins, og til vinstri handar við hann var Pearson með plögg sín. Lucy sá, að Pearson fékk sér nýjan brauðbita, meðan hinir voru að setjast. Hann var ekkert að fara í felur með það. Fjær sá hún Charlie Dornberger, einn af fæðingarlæknum Héraðssjúkrahússins. Hann var að fylla pípu sína og gerði það með stakri gætni. í hvert skipti sem Lucy sá Domberger, virt- ist hann ýmist vera að troða í, hreinsa eða kveikja í pípu sinni; hann virtist sjaldan reykja hana. Næstur Domberger var Gil Bartlett og andspænis honum Ralph Bell úr ljóslækningadeild- inni og Don McEwan. Hann hlaut að hafa sérstakan áhuga fyrir einhverju tilfelli þennan dag. háls-, nef- og eyrnasérfræðingur- inn sótti sjaldnast dánarorsakafundi. O’Donnell ávarpaði menn, og allt datt í dúnalogn, er hann litaðist um. Hann leit á minnisblöð sín. „Fyrsta tilfelli. Samuel Lobitz, hvítur karlmaður, 53 ára gamall. Bardett læknir.“ Gil Bartlett, glæsilega búinn eins og alltaf, opnaði vasabók sína. Ósjálfrátt horfði Lucy á snyrtilega klippt skeggið og beið þess, að það færi á hreyfingu. Næstum samstundis tók það að kippast upp og niður. Bartlett tók til máls rólega: „Sjúklingur- inn var sendur á minn fund 12. maí.“ „Dálítið hærra, Gil.“ Þessi beiðni kom frá einhverjum við fjarlægari enda borðsins. Bartlett brýndi röddina. „Eg skal reyna. En kannske væri réttara, að þú talaðir við McEwan á eftir.“ Menn hlógu, og háls-, nef- og eyrnalæknirinn tók undir. Lucy öfundaði þá, sem gátu verið rólegir á slíkum fundum. Hún var það aldrei, sízt þegar rætt var um einhvern sjúklinga hennar. Það var þungbært að lýsa sjúkdómsgreiningu sinni og meðhöndlun á sjúklingum, hlýða síðan á skoðanir annarra og heyra að endingu niðurstöður meinafræðingsins eftir krufningu. Og Joe Pearson þyrmdi aldrei nokkrum manni. Fyrir komu heiðarleg mistök, sem öllum læknum gátu orðið á, stundum jafnvel mistök, sem kostuðu sjúkling lífið. Fáir lækn- ar gátu forðazt mistök af því tagi einhvem tíma á ferli sínum. Aðalatriðið var að læra af þeim og forðast að endurtaka þau. Þess vegna voru dánarorsakafundir haldnir, svo að allir við- staddir gætu lært samtímis. Stundum voru mistökin óafsakanleg, og menn gátu alltaf fundið á sér, þegar eitthvað af því tagi mundi koma upp á slíkum mánaðarfundi. Þá var þögnin óþægileg, og menn vildu ekki horfast í augu. Sjaldan var um hiklausa gagnrýni að ræða; í fyrsta lagi var hún óþörf, og í öðru lagi vissu menn aldrei, hve- nær þeir gætu orðið fyrir henni sjálfir. Lucy minntist atviks varðandi mætan skurðlækni við annað sjúkrahús, þar sem hún hafði starfað. Læknirinn framkvæmdi aðgcrð vegna grunaðs krabbameins í þörmum. Þegar hann leit hinn sjúka stað, hafði hann komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að framkvæma aðgerð, og í stað þess að reyna að nema hina sjúku vefi á brott, hafði hann tengt þarmana saman beggja vegna við hinn sjúka kafla. Þremur dögum síðar hafði sjúk- lingurinn dáið og líkið verið krufið. Krufning hafði sýnt, að um krabba hafði ekki verið að ræða. Það, sem raunverulega hafði komið fyrir, var að botnlangatota sjúklingsins hafði sprungið og myndað ígerð. Læknirinn hafði ekki áttað sig á þessu og því dæmt manninn til dauða. Lucy minntist hroðalegrar þagnarinn- ar, sem ríkt hafði, meðan sjúkdómafræðingurinn gaf skýrslu sína. Þegar þannig stóð á, var vitanlega ekki sagt frá neinu opinber- lega. Þá sneru læknar bökum saman. En málinu var þó ekki lokið með því, þegar um gott sjúkrahús var að ræða. í Héraðs- sjúkrahúsinu talaði O’Donnell alltaf einslega við þann, sem af sér hafði brotið, og væri um alvarlegt mál að ræða, voru nánar gætur hafðar á viðkomandi lækni alllengi á eftir. Lucy hafði frétt, að yfirlæknir handlækningadeildarinnar gæti verið býsna harður í horn að taka fyrir luktum dyrum. Gil Bartlett hélt áfram: „Cymbalist læknir sendi sjúklinginn á minn fund.“ Lucy vissi, að Cymbalist stundaði almennar lækn- ingar, þótt hann væri ekki meðal starfsmanna sjúkrahússins. Hann hafði einnig sent sjúklinga á hennar fund. „Það var hringt heim til mín,“ mælti Bartlett,“ og Cymbalist kvaðst gruna, að um magasár væri að ræða. Sjúkdómseinkenni þau, sem hann taldi upp, komu heim við sjúkdómsgreiningu hans. Sjúklingurinn var á leið til sjúkrahússins í bifreið, þegar læknirinn hringdi. Ég hringdi til aðstoðarlæknisins í handlækn- ingadeild, sem á verði var, og sagði honum, að sjúklingurinn væri á leiðinni." Bartlett leit yfir minnisblöð sín. „Ég skoðaði sjúklinginn um það bil klukkustundu síðar. Hann hafði miklar þrautir ofarlega í kviðarholi og var í sjokki. Blóðþrýstingurinn var 70 yfir 40. Hann var öskugrár og kaldsveittur. Ég gaf fyrirmæli um blóð-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.