Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 11
Stökur Kristjáns frá Brúsastöéum Kristján Sigurðsson frá Brúsastöðum í Vatns- dal, sendi „Heima er bezt“ mikla syrpu af hringhendum, sem hann segir „að hafi verið að fæðast smátt og smátt tvö síðastliðin ár, og hafa því verið mér eins konar dægradvöl, þegar elli gamla hefur sótt mann heim, og þá dæmdur að mestu úr lífsins leik“. En ekki bera stökurnar svip af því, að höfundinn vanti aðeins tvö ár í áttrætt. Enda þótt „Heima er bezt“ geti ekki varið nema litlu rúmi til að flytja bundið mál, þá tel ég samt ritinu feng að stökum Kristjáns ekki sízt á þessari rímleysuöld. Hringhendan er einn fegursti, þjóðlegasti og erfiðasti rímnaháttur íslenzkur, og góð íþrótt máls og hugsunar að glíma við hana. Þess vegna birtist nú sýnishorn af stökum Krist- jáns. Óvíst er hvað fleira verður birt úr syrpu hans. Það skal tekið fram, að þessar stökur eru ekki úrval í þeirri merkingu, að ekki séu aðrar þeim jafnsnjallar. Höfundur lætur eftirfarandi formálsorð fylgja vísna- syiyunni: Eg minnist þess frá því að ég var lítill drengur, að ég horfði næsta hrifinn á fallega hlaðinn húsvegg, þar sem steinum var raðað af hagleik í neðri vegglögin og torfstreng á milli, en ofar notaðar svo nefndar klömbr- ur, er mynduðu stílföst lög í veggnum, og ekki laust við, að þetta væri ljóðræn mynd, sem gladdi augað og sem enn fremur minnti á hringhenduna, er mér þykir ávallt eitt fegursta form á ljóði. Vísan eða stakan öðru nafni hefur jafnan verið ljóða vinsælust og mikill gleðigjafi. Fyrr á árum, þá er fá- breytnin var miklu meiri, var algengt að kveða rímur á kvöldvökum. Þá var rokkurinn þeyttur og kemban teygð af meiri röskleik en ella og prjónar gengu tíðar. Og ef rödd ástaguðsins lagði til sinn ljúfa tón í hljóm- kviðu síðkvöldanna, þá gat þó alltaf sannazt, að lífið á einnig sínar björtu stundir. Valt á ýmsu. Ég hef slampast, ævignoð ýtt í skvampi hafsins. Griitarlampa leit á stoð, h't nú glampa rafsins. Inni við gcmilar hlóðir. Aldið fljóð við eldinn beið inn í glóðir starði. Munaljóðin ljúf og heið leita hljóð að garði. Á neyðarstundu. Ánauð stóð og eyddust grið, oki hlóð hún þungu. Einkum þjóðin vermdist við vormannsljóð á tungu. Smalaminning. Vitund smalans fagnafull, féð á bala grænum. Vítt um dalinn glampar gull, Guð að tala í blænum. Stórskáld. Skyggnt á hlýju og kuldakjör, kalna fríar sökum. Ofar skýjum eitt í för eftir nýjum rökum. Móðurmálið. Margt þó brjáli tímans tafl, tæri bálið skæra. Verður sálar eilíft afl okkar málið kæra. Sólskin. Vonum svalar vorsins skál vekur af dvala síðar. Geislar tala tryggðamál, töfrast dalahlíðar. Heimurinn í dag. Stormatíð og styrjaröld, stangast lýða kenndir. Eilíft stríð unt auð og völd, allir kvíða brenndir. Reynsla aldanna. Enn er gríma, þó sér þjóð þokast skímu úr húmi. Alltaf glíma ill og góð öfl í tíma og rúmi. Fjöllin okkar. Svara beiðist sérhver þrá, svo að greiði vandann. Fjöllin seiða fagurblá, frjálsan leiða andann. Drengur wr Þorskafirði. Huldur gaf þér heilagt fjör, hörpu, staf og boga. Reiðst án tafar efldur, ör andans vafurloga. Hún bjó sér veg. Braut sér tróð hún fet og fet frónska þjóðarsálin. Alltaf stóð hún af sér hret eins og gróðumálin. Brokkgengur. Tíðum þrætinn, tæpt um frið, tal með skæting, ragni. Margoft sætinn munað við, missti af strætisvagni. Gullfoss. Hjartasláttinn ísland á, öldur máttar kunnar. Glæstur háttur hljómar frá hörpu náttúrunnar. Leitin. Þótt á greini um rós og reit, rökin treinist manna. Alltaf reynist lífið leit, leit hins eina sanna. Heima er bezt 83

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.