Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 4
EIÐUR GUÐMUNDSSON, ÞUFNAYOLLUM:
JÓN SKJÖLDUNGUR
r i.
Iseptembermánuði árið 1840, fæddist óskilgetinn
drengur að Litla-Hamri í Eyjafirði. Sá var heitinn
Jón. Foreldrar hans hétu Guðmundur Jóhannes-
son, fæddur 1811, og Snjólaug ísaksdóttir, fædd
1813. Jóhannes faðir Guðmundar bjó í Fífilgerði í
Kaupangssveit. Hann var Þórðarson bónda á Króks-
stöðum, Jónssonar á Æsustöðum, Jónssonar á Stóra-
Núpi í Miðfirði, en Jón á Stóra-Núpi mun hafa verið
föðurbróðir Jóns Helgasonar þess, er manndrápin
framdi í Kötluholti á Snæfellsnesi í nóvember 1757.
Kona Jóhannesar í Fífilgerði og móðir Guðmundar var
Málfríður Ulugadóttir frá Þverá á Staðarbyggð, Jóns-
sonar. Bróðir Málfríðar var Jónas himnagægir, karl-
menni mikið og hetja. Kona Þórðar á Króksstöðum var
Ingibjörg Jónsdóttir frá Draflastöðum í Sölvadal. Um
Jón þann var vísa þessi kveðin:
„Girndum þjónar geðs í tröðum.
— Gota um frónið hvetur sinn. —
Digri Jón á Draflastöðum
drykkjuflóna-höfðinginn."
Foreldrar Snjólaugar voru ísak bóndi á Kjarna á
Galmaströnd, Hallsson bónda á Gæsum, Þorgeirssonar,
og seinni kona hans, Guðrún Þorsteinsdóttir frá Syðra-
Krossanesi, Jónssonar. Kona Þorsteins og móðir Guð-
rúnar, var Sigurlaug Jónsdóttir frá Krossanesi, Gam-
alíelssonar, Gamlasonar í Krossanesi, galdramanns og
afarmennis, Péturssonar.
Guðmundur Jóhannesson var vinnusamur og verk-
maður mikill. Hann var hár maður vexti, holdskarpur,
útlimamikill og slánalegur. Dökkjarpur á hár, en skegg-
ið rautt, síðskeggjaður og breiðskeggjaður. Hann þótti
fremur ófríður í andliti, var með lágt enni og digurt
nef upphafið að framan. Hann var stórmynntur og
varaþykkur. Kjálkar voru miklir og sterklegir, og hak-
an framstæð og breið. Karlmenni var hann að burðum
og talinn hafa greind í góðu meðallagi. Snjólaug var í
lægra lagi á vöxt, en þybbin, rauðgul á hárslit, fölleit
og fríð sýnum. Hún var ágætlega vitiborin og fróð-
leiksgjörn. Allra kvenna var hún stilltust í geði. Skapi
sást hún ekki skipta að öðru en því, að kæmi það fyrir
að henni mislíkaði, hló hún við, en kalt, og mælti ekki
orð.
Jón litli fylgdi móður sinni frá fæðingu. Hún giftist
Guðmundi barnsföður sínum árið 1845, og réðust þau
þá vinnuhjú til Jóns bónda í Kristnesi, Jónssonar á
Grund í Þorvaldsdal. Jón í Kristnesi bjó síðar á Víði-
mýri og varð ættfaðir mikill.
II.
Árið 1847 fluttust þau Guðmundur og Snjólaug að
Syðri-Skjaldarvík og hófu þar búskap við lítil efni, sem
oft var og enn er með frumbýlinga. Þeim búnaðist vel
eftir atvikum, voru samhent og dugleg. Guðmundur dó
árið 1854. Snjólaug bjó þar síðan með böm sín til vors
1860. Dauða Guðmundar bar að með þeim hætti, að
þann 26. maí 1854 átti hann ferð fram að Grísará í Eyja-
firði. Á heimleið um kveldið stanzaði hann á Akureyri
og drakk sig fullan. Var hann enda drykkjumaður all-
mikill. Frá Ákureyri fór hann ekki fyrr en um seinasta
háttatíma. Hann kom við í Syðra-Krossanesi og vakti
þar upp, því að fólkið þar var þá allt gengið til náða.
Bóndinn í Syðra-Krossanesi, Hálfdán að nafni, var góð-
vinur Guðmundar, enda granni. Þegar Guðmundur
kom þar var hann mjög drukkinn, en áleizt þó bæði
ihestfær og gangfær. Ekki vildi Hálfdán að hann færi
lengra að sinni, en það ekki við komandi af Guðmund-
ar hálfu. Gekk Hálfdán þá áleiðis með honum, og
fylgdust þeir að skammt út fyrir Ytra-Krossanes. Þar
skildu þeir og hélt hvor áleiðis heim til sín. En er Hálf-
dán kom heim datt honum í hug, að tryggara væri að
fylgjast betur með ferðum Guðmundar. Sneri hann því
aftur, og örskammt utar en þeir höfðu skilið fann hann
Guðmund liggja steinsofandi með litla þúfu undir
höfðinu. Sýndist hann hafa lagt sig út af með réttu
ráði. Hundur, sem jafnan fylgdi honum, var þar hjá
og hesturinn á beit örskammt burtu. Hálfdán reyndi
þegar að vekja Guðmund og koma honum á fætur, en
þess var enginn kostur. Og með því að blíða var í
veðri taldi Hálfdán óhætt vera, að lofa honum að sofa
úr sér vímuna, þar sem hann var kominn, en sótti þó
heim til sín ábreiðu og breiddi yfir hann. Ekki áleit
Hálfdán ástæðu vera til þess, að ómaka sig út í Skjald-
arvík og láta Snjólaugu vita hvernig ástatt var, því
Guðmundur myndi vakna fyrr en mjög langt um liði,
og þá halda heim, og að ekki væsti um hann í blíð-
viðrinu, þó að úti lægi um stund.
Um sólarris að næsta morgni, hrökk Snjólaug upp
76 Heima er bezt