Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 24
Ég hét að ég skyldi ekki hefta honum framann:
við hétum að eiga okkar forlög saman,
hvort þau yrðu sæt eða súr.
Þá var það einn dag, að hann hermdi það heit:
ég hefti’ ekki frama sinn.
„Það eru' ekki svik við þig,“ sagði hann, „ég veit,
að sæld mín er lögð undir úrskurð þinn.
En tryggðin við lífsstarfið heimtar mig héðan,
og hvort annars tryggðir við reynum á meðan.
Og svo skal það sjást, hvort ég vinn.“
„Að vita þig hugsa um mig, hvar sem ég fer!“
— og höndin hans klappaði milt.
„Að brúðurin þreyir þolgóð hér!“
— hann þrýsti mér, kyssti mig, stjórnlaust, villt.
„Og svo kemur hamingjan — svo kemur gjaldið.“
Þá sagði hann lægra: „Nei, þú hefur valdið,
og haltu mér heima, ef þú vilt.“
Ég grét ekki, bað ekki, — bara fann
hve brjóstið Var þröngt um stund.
— Og síðan hvem dag ég sat og spann,
ég sá ekki meir okkar næsta fund....
Nú stendur hann hæst upp á hæð sinnar frægðar,
en hjarta mitt kunni ekki að biðjast vægðar
og berst nú með ólífisund.
Það sló fyrir þig, og slær það enn
og slær fram í síðasta blund.
En vörin, sem þrýstirðu, þagnar senn:
ég þakka hvern einasta dag og stund. —
Ég var sælli’ en allir veraldar gylfar,
ég veit ég hef kannað það bezta sem til var
á þessari glapsýnu grund. —
Snúmrnar hrökkva: snældan er full,
og snurðulaust allt, sem ég spann.
Þeir kalla það ull, en glóandi gull
úr greip minni rann — það var allt fyrir hann,
sem hóf mitt líf upp í hærra veldi,
minn hvíta prins, sem ég trúnað seldi
og heitast af öllum ann. —
Ég orka ekki meir, enda þarf ekki það,
á þráðnum er hvergi gróm.
Ef blóðugur er hann á einum stað,
er orsökin sú að hann spannst inn í góm.
Því þar var hnútur, sem þurfti að renna,
og þá var, sem ég fann hold mitt brenna,
og skildi minn skapadóm.
Þú vitjar mín aftur, mín örlaga nótt!
með allan þinn minninga-fans.
Hví læðistu svona — seint og hljótt?
Sérðu’ ekki’ að þetta er minn brúðardans?
Velkomin nótt! Ég fer nakin í háttinn,
því nú hef ég spunnið sterkasta þáttinn
í hamingju-þræðinum hans.
SPÁNARMEY JAR
Hér kemur önnur útgáfa af kvæðinu um Spánar-
meyjar. Höfundur vill ekki láta nafns síns getið.
Ég ætla að syngja þér eina vísu
um ástir fólksins í Spaníá.
En rauðvín þar og rétti góða
er rétt sem lækjavatn hér að fá.
Viðlag:
En einkum meyjarnar þar úti á Spáni
þær eru léttar að dansa á tá
undir pálmum og kastaníum
en enginn skyldi þær treysta á.
I Barcelona ég mætti meyju
með mærar herðar og kolsvart hár,
í hafnarknæpu hún vínföng veitti
og varla fyllt hafði ’ún sautján ár.
Hún brosti til mín svo blítt og fagurt
og bergði á wiskýglasi með,
svo óðar stóð ég í einu báli
af ást til hennar — þar færðu séð.
Að bragði konsúlinn í Barcelona
ég bað að gifta mig og hana þar.
En hann sagði: „Það eigi skaltu,
því af ýmsu tagi finnast meyjarnar“.
Frá konsa flýtti eg mér í fúlu skapi
og fór í danssalinn sama dag.
Þar hitti ég meyna og mann með henni
en mér varð þetta eins og reiðarslag.
Ég settist niður og saup einn wiský,
ég saup mér annan og fleiri en þá.
Svo reis ég upp og rétti að drengnum
einn roknalöðrung, svo strax hann lá.
Svo bjóst ég til að berja hann meira,
þá blikar hnífur, í arm mér stóð
oddur rýtingsins bjartur, bitur
og blóðið spýttist yfir mann og fljóð.
í sjúkrahúsi ég sat í mánuð
síðan lengi mátti ei hreyfa mig.
Ég missti skiprúmið, missti kaupið
en með gifti stelpan sig.
Ég ætla að ráða þér ungi vinur
ef áttu leið út í Spaníá.
Þá hlauptu ekki eftir hýrum meyjum
það hafa of margir glæpzt þar á.
Þetta verður að nægja að sinni.
Stefán Jónsson.
92 Heima er bezt