Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 16
ÞATTUR ÆSKUNNAR
NAMSTJ
RITSTJORI
HVAÐ UNGUR NEMUR
Jenna og Hreiáar Stefánsson
Pað mun mjög fágætt hér á landi, að í einu höf-
undarnafni felist nöfn tveggja. Þetta mun þó
ekki jafn-fágætt með öðrum þjóðum. Höf-
undarnafnið Jenna og Hreiðar er vel þekkt
meðal barna og unglinga á Islandi, og mikill fjöldi
æskufólks hefur lesið bækur eftir Jennu og Hreiðar á
sínurn barndóms- og bernsku-árum og haft af lestri
þeirra bóka óblandna ánægju.
Eg minnist þess, að þegar ég var ungur, þá lét ég
mér í iéttu rúmi liggja, hver hafði skrifað eða þýtt
þær bækur, sem ég las eða, hver hefði ort eða þýtt
Ijóðið, sem ég lærði, og mér þótti fallegt. En þegar ég
fór að stálpast og var orðinn 12—15 ára þá fóru nöfn
höfunda að festast mér í minni og ég fór að hugsa út
í það, hvort þessir höfundar væru lífs eða liðnir, og
langaði þá til að fá að vita eitthvað um þá. Aldrei gat
ég hugsað mér að ófríð kona eða Ijótm maður hefði
ort fallegt kvæði, eða gert skemmtilega sögu. Þannig
fannst mér að Ijóðið eða sagan hlyti að vera eins kon-
ar brot eða hluti .af höfundinum sjálfum. Ekki vil ég
mí halda því fram, að þetta hafi verið rétt ályktað hjá
mér, en þetta voru mínar barnalegu hugmyndir.
Ef ég varð síðar svo heppinn, að hitta einhvern rit-
höfund, sem ég hafði lesið eftir sögur eða kvæði, þá
varð mér sú stund ógleymanleg, og mér þótti mikið
vænna um kvæðin eða sögurnar, þegar ég hafði litið
höfundinn augum.
Þessi fáu orð, sem ég rita hér niður um Jennu og
Hreiðar eiga ekki að vera neinn ritdómur eða rök-
ræður um bækurnar, sem bera þetta höfundarnafn, —
því að þær bækur hafa þegar fengið sinn dóm hjá hin-
um ungu lesendum, og eru margar þeirra uppseldar, —
heldur ofurlítil drög að persónusögu þessara rithöf-
unda, sem kosið hafa að rita barnabækur undir einu
höfundarnafni. Vildi ég að mér tækist að gæða þessa
þætti broti af þeim persónutöfrum, sem fylgja vinsælu
skáldi í augum aðdáandans.
Þessir rithöfundar, sem kosið hafa að semja bækur
sínar sameiginlega, eru vitanlega hjón, sem mörgum er
og kunnugt. Um nær því tvo áratugi hafa þau rekið
smábarnaskóla, sem áður hét smábarnaskóli Jennu og
Hreiðars, á meðan þau kenndu bæði við skólann, en
nú kennir Hreiðar þar einn, en Jenna er kennari við
Barnaskóla Akureyrar. En hjónin heita fullu nafni
Jensína Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson.
Jensína er fædd 24. ágúst 1918 að Læk í Dýrafirði,
en Hreiðar er fæddur á Akureyri 3. júní 1918. Þau
eiga tvo sonu: Ástráð Benedikt, f. 14. des. 1942, og
Stefán Jóhann, f. 28. júlí 1947. Eiga þessi hjón yndis-
legt heimili á Akureyri og eru mjög samhent í fleiru
en ritstörfum.
Nú þætti mér ekki ólíklegt að einhver, sem þetta les
hugsi sem svo: Hvernig kynnist fólk úr fjarlægum hér-
uðum og hvernig ná þau saman unga stúlkan og pilt-
urinn ungi og verða hjón, þegar stúlkan er fædd á
Vestfjörðum og pilturinn norður á Akureyri? Þessu
er auðvelt að svara þannig, að skólarnir og hið fjöl-
breytta atvinnulíf dregur fólkið saman víðs vegar af
landinu, og þannig kynnist það.
En í sambandi við þetta mætti bera upp aðra spurn-