Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 10
hægt að gjöra manni meiri svívirðu en Tumi gjörði
honum þarna.
En þó Þórarinn treysti sér ekki til að rísa gegn Tuma,
er varla vafi á að hann hefur ekki harmað fall hans, og
líklegt er að Ormur hafi verið sama sinnis, því hann
hefur eflaust tekið upp þykkjuna fyrir bróður sinn.
Aron hefur því talið hann myndi fremur njóta en
gjalda aðfararinnar að Tuma, hjá Ormi, og þó Þórarinn
tælci þátt í Grímseyjarför, sem fyrirliði Skagfirðinga,
hefur Aron vitað, að milli þeirra voru engar sakir.
En þó að þeir bræður hafi eflaust borið þungan hug
til Tuma, hefur Ormur ekki talið ástæðu til að láta það
spilla vináttu sinni við Sturlu eftir að Tumi var fall-
inn frá. En vera má, að þar hafi meir ráðið vit en hlý-
hugur.
En Arons saga greinir einnig aðra ástæðu, og við að
athuga hana verður framkoma þeirra bræðra skiljanleg.
Orðin „því at þar váru komnar hættligar njósnir af
þeim Sturlungum,“ verða ekki skilin öðruvísi en svo,
að Sturla hafa sent mann gagngjört til Orms, með þeim
tilmælum, að hann léti drepa Aron, ef hann kæmi að
Svínafelli. Setningin getur ekki átt við það, að Ormur
hafi fengið öll tíðindi úr Grímseyjarför með Þórarni
bróður sínum, og þá eflaust líka nákvæma lýsingu á
framgöngu manna þar, sem vafalaust hefur verið mik-
ið talað um í Svínafelli áður en Aron kom þar.
Sendimaður hefur vafalaust sagt Ormi, að lokið
mundi vináttu Sturlu við hann, ef illa væri við þessu
vikizt.
Þessu hefur Ormur svarað efnislega á þessa leið: „Seg
það Sturlu, að ég mun svo til sjá, að ég missi ekki hans
vináttu, ef ég má ráða.“ Orð hans, „en þó hefi ek þessu
fastliga heitit,“ verða tæplega skilin á annan hátt.
En hvers vegna lét Ormur þá ekki drepa Aron strax
þegar hann kom að Svínafelli?
Til þess hljóta að hafa legið aðrar ástæður en þær,
að menn höfðu lagt frá sér verktól sín og bjuggust að
sofa, því eins og áður er sagt, hlýtur að hafa verið
komið fram í júní og nótt orðin björt, og því vel víg-
ljóst.
Eins og áður er vikið að, getur ekki hjá því farið, að
mikið hafi verið rætt um Grímseyjarbardaga í Svína-
felli áður en Aron kom þangað, því að það, sem þar
gjörðist hafa hvarvetna þótt mikil tíðindi, en þegar
þar við bætist, að sendimaður kemur með þeim erind-
um, að biðja um, að sá, sem þar hafði gengið einna bezt
fram, væri drepinn, ef hann ætti leið um í Svínafelli,
og að Þórarinn, sem verið hafði í Grímsey, kom og
dvaldi á bænum, er óhugsandi, að þeir bræður hafi ekki
verið búnir að tala um erindi sendimannsins sín á milli
og því verið undir það búnir að taka á móti Aroni,
þegar hann kom.
Þórarinn hefur talið áhættulítið fyrir sig að láta líta
svo út sem hann bjargaði Aroni, þar sem Aron var þá
ekki orðinn sekur að lögum, og Þórarinn hafði veitt
Sturlu lið til bróðurhefnda áður. En hins vegar mundi
Sturla ekki gefa Ormi að sök, þó hann léti Aron fara
óhindraðan, þegar hann hefði að öðrum kosti orðið að
berjast við bróður sinn.
Það er því líklegast, að viðtökur þær, sem Aron fékk
í Svínafelli, hafi verið allvel undirbúnar af þeim bræðr-
um, og hafi hvor um sig leikið sitt hlutverk vel. En
þeir hafa ekki haft aðra í vitorði með sér, því auðvitað
mátti sá kvittur ekki komast til Sturlu, að þetta hefði
allt verið gjört til að sýnast. En þó virðist höfund ís-
lendinga sögu gruna að svo hafi verið. Orðin „var þat
orð á, at hann myndi drepa láta þá Aron“ um Orm, og
um Þórarinn „at hann lézt verja mundu Aron,“ benda
ótvírætt til að hann hafi ekki verið viss um, að hér
hafi verið alvara á ferð.
Eitt er víst; með þessu hafa þeir bræður hitt á það
ráð, sem bezt gat dugað, til þess að Ormur héldi vin-
áttu Sturlu, án þess að Aroni yrði mein að.
BRÉFASKIPTI
Jón Gestur Hermannsson, Engjavegi 32, ísafirði, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 12—14 ára.
Hinrik Vigfús Sigurlaugsson, Ragnheiðarstöðum, Gaul-
verjabæjarhreppi, Flóa, Árn., óskar eftir að komast í bréfa-
samband við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Erna Hafdís Hilmarsdóttir, Saltnesi, Hrísey, Eyjafirði, ósk-
ar eftir að komast í bréfaskipti við pilta á aldrinum 17—20
ára.
Björn Jónsson, Hlíð, Mjóafirði, S.-Múl., óskar að komast
í bréfaskipti við pilt, eða stúlku á aldrinum 11—13 ára.
Helga Sigurborg Jónsdóttir, Hlíð, Mjóafirði, S.-Múl., ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 9—10 ára.
Sigrún Guðlaug Ragnarsdóttir, Kolugili, Víðidal, V.-Hún.,
pr. Hvammstanga, óskar eftir brófaskiptum við stúlkur á aldr-
inum 10—11 ára.
Inga Birna Tryggvadóttir, Hrappsstöðum Víðidal, V.-Hún.,
pr. Hvammstanga, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldr-
inum 10—11 ára.
Ólina A. Helgadóttir, Hranastöðum, Hrafnagilshreppi,
Eyjafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldr-
inum 16—18 ára.
Sceunn S. Gestsdóttir, Naustum I, Akureyri, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15 ára. —
Æskilegt að mynd fylgi.
Svanborg Kristjánsdóttir, Selsstöðum, Seyðisfirði, N.-Múl.,
óskar eftir bréfasambandi við pilta eða stúlkur á aldrinum
13—14 ára. — Mynd fylgi.
Steinunn Sigurðardóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur 15—16 ára.
Jónína Þórarinsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur 15—16 ára.
Elsa Gísladóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur 16—19 ára.
Svana Jóhannsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur 16—18 ára.
Kamilla A. Thorarensen, Gjögri, Strandasýslu, óskar að
komast í bréfasamband við pilt eða stúlku 18—25 ára.
Guðrún E. Thorarensen, Gjögri, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15 ára.
82 Heima er bezt