Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 18
Eins og fyrr segir stofnuðu þau hjónin smábarna- skóla á Akureyri árið 1942. Hefur skólinn starfað óslitið síðan og sækja hann hin síðari ár 120—130 börn árlega innan 7 ára aldurs. Fékk skólinn strax ágætt orð, enda sýndu |>au hjónin einstakan áhuga í starfinu og voru ljúf og nærgætin við hina ungu nemendur. Á þeim árum, sem hjónin byrjuðu smásbarnaskól- ann, var mjög erfitt að ná í hentugt lestrarefni, fyrir lítil börn, sem væri þeim ekki ofviða, er þau höfðu lokið við byrjunar-kennslubókina Gagn og gaman. Er mér það kunnugt, að frumdrögin að sumum fyrstu bókunum, hafi að nokkru myndazt í kennslustundum fyrstu árin í smábarnaskólanum. Er það ákaflega vandasamt að semja heppilegt lesefni fyrir börn á þessu byrjunarstigi lestrarnámsins. Veltur mikið á því, að slíkt lesefni sé ekki einungis marg endurtekin orð án samhengis eða sögulegs efnis, heldur saga er snertir daglegt líf barnsins með undirstraum af alvöru lífsins, gleði- og hættu-stundum þess, blandað ævintýrum, sem efla hugmyndaflugið. Það tel ég að þeim hjónun- um hafi tekizt í barnabókum sínum og þess vegna hafa þær reynzt heppilegt og skemmtilegt efni til lestrar fyrir börnin, og létt þeim námið. Þegar rætt er við þau hjónin um bækur þeirra og ritstörf eru þau látlaus og Ijúf í viðmóti og opinská, en einn er þó sá leyndardómur, sem þau aldrei ræða og aldrei metast um. Þessi leyndardómur snertir skáld- gáfuna, uppsprettuna eða hið frjóa hugarfar, þar sem bækurnar eiga sér upptök. Hvar er uppsprettan eða skáldæðin? Er hún jöfn hjá báðum eða á annað þeirra meira í bókunum en hitt? Þessum spurningum læt ég ósvarað. Eg hef aldrei borið þær upp í alvöru, enda Við kennsluna. Hreiðar Stefánsson rtieð smábarnaskóla sinn á leið til inn- tökuprófs í barnaskólann. tel ég ekki líklegt að ég fengi svar við þeim. Þetta er einkamál þeirra hjónanna, rithöfundanna, sem engum kemur við, úr því að þau kusu sér að bera sameigin- legt rithöfundarnafn. Eg tel að þessi hjón, Jensína Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson hafi valið sér hið góða hlutskiptið. Þau hafa helgað lífsstarf sitt hinni upprennandi æsku, og þau hafa getið sér góðan orðstír og hlotið almennar vin- sældir fyrir störf sín, bæði ritstörfin og kennslustörf- in. Ég tel það mikla lífshamingju að velja sér og hljóta lífsstarf, sem er í samræmi við eðlishneigðir osr áhusra- . O D O mál. Það hafa þessi hjón gert, og þess vegna njóta þau hamingju og sannrar lífsgleði í störfum sínum. Barnabækur þeirra eru orðnar margar og sumar þeirra munu hafa komið út í annarri útgáfu, en bæk- urnar eru þessar, taldar eftir aldri: Skógarævintýri 1944, Adda 1946, Adda og litli bróð- ir 1947, Adda lærir að synda 1948, Sumar í sveit 1948, Bræðurnir frá Brekku 1949, Adda kemur heim 1949, Adda í kaupavinnu 1950, Adda í menntaskóla 1951, Adda trúlofast 1952, Bjallan hringir 1955, Snorri 1956, Snjallir snáðar 1959, Litli læknissonurinn 1960, Vaskir vinir 1961, Adda, 2. útg., 1961. Einnig sáu þau um út- gáfuna á Sólhvörfum árið 1956. Vafalaust munu íslenzk börn og ungmenni eignast á næstu áratugum margar nýjar bækur eftir Jennu og Hreiðar, sem skemmta þeim, létta þeim lestramámið og auka hugmyndaflug þeirra. Stefán Jónsson. 90 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.