Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 28
Ásta horfði á Karlsen, meðan hann talaði. Hún bar þá saman í huganum Friðgeir og Karlsen. Friðgeir, sem hún 'hafði haldið að væri allra manna beztur. Hún hafði reyndar vitað, að hann var ekki gallalaus, en það var heldur enginn. Og svo hafði hann reynzt henni, eins og raun bar vitni um. Hann hlaut að hafa sagt móður sinni frá baminu, öðru vísi gat hún ekki um það vitað. Auðvitað hafði hann ekki haft kjark sjálfur til að segja henni að fara, og þá varð að segja mömmu gömlu alla söguna og láta hana hafa fyrir því að koma henni burt. Ásta hrökk upp úr þessum hugleiðingum við að Karl- sen stóð upp. „Nú varstu komin heim á Lágeyri, ég sá það á þér,“ sagði hann. „En reyndu að gleyma því öllu.“ Hann tók hrein rúmföt út úr skáp og lagði þau á sófann og sagði henni, að þar ætti hún að sofa um nóttina. „En hvar sefur þú?“ spurði hún. „Ég fer niður í skip og sef þar í nótt. Svo sæki ég mömmu í fyrra málið svo snemma, að hún nái þér ekki sofandi í bólinu mínu, þá gæti hún hugsað margt. — Fylgdu mér ofan,“ sagði hann þegar hann fór. „Hér í þessu húsi er ég bara Kalli, mundu það, en þar fyrir utan hinn virðulegi Karlsen stýrimaður.“ Hann hló glettnislega. „Þú átt eftir að kynnast báð- um, Ásta.“ Hann fór í frakkann og setti á sig húfuna. „Góða nótt, sofðu nú vel og mundu, hvað þig dreymir.“ hann tók þétt um báðar hendur hennar og horfði brosandi á hana, laut síðan niður að henni og kyssti hana. „Þú ferð nú að halda, að ég sé mesti kvennabósi, Ásta, en það er ég nú ekki. Og þó þú sért ekki fyrsta stúlkan, sem ég kyssi, þá eru þær ekki margar á undan þér. Þegar þú ert nálæg, hefirðu svona skrítin áhrif á mig.“ Hann hló um leið og hann sleppti höndum hennar. „Taktu mig ekki of alvarlega samt.“ „Nei, áreiðanlega geri ég það ekki,“ svaraði hún og gekk af stað upp stigann. „Góða nótt!“ kallaði hann um leið og hann fór út, en Ásta svaraði ekki. Þessari aðvörun hans um að taka hann ekki of alvarlega, ætlaði hún ekki að gleyma. Héðan í frá mundi hún tortryggja hvern einasta karl- mann, sem á vegi hennar yrði. Ekkert fótatak heyrðist, er hún gekk upp teppalagð- an stigann. Hún varð allt í einu dauðskelfd. í nótt var hún alein í ókunnu húsi. Þetta var líkast draumi. Um leið og hún kom inn í herbergið aftur og sá allar bækurnar, leið henni betur. Nóttin yrði fljót að líða, þótt hún gæti ekki sofnað strax. Hún horfði um stund á myndina af Karlsen. Glettið bros_ hans kom henni í gott skap. „Góða nótt,“ hvíslaði hún lágt og bar myndina hægt að vörum sér, en leit þó í kringum sig fyrst, eins og til að fullvissa sig um, að enginn sæi til hennar. „Mamma,“ sagði Karlsen, þegar þau óku heim frá sjúkrahúsinu. „Það er gestur heima, ég lofaði henni að sofa í sóf- anum mínum í nótt.“ „Henni?“ endurtók móðir hans og horfði undrandi á hann. „Er það kvenmaður?“ „Já, auðvitað er það kvenmaður, fyrst ég sagði hún,“ svaraði hann brosandi. „Ég þarf að segja þér ofurlítið frá henni, áður en þú sérð hana.“ „Hvað stendur til?“ spurði móðir hans. „Ertu máske að færa mér tengdadóttur? Það er þá tími til kominn, finnst mér.“ Karlsen hrukkaði ennið. „Nei, mamma, þú veizt, að ég legg ekki út í þau ósköp fyrst um sinn. Þessa stúlku er ég ekki búinn að þekkja nema tæpa viku. Hún er frá Lágeyri.“ Hann leit á móður sína alvarlegur á svip. „Ég er viss um, að þú hjálpar henni, mamma mín, ég er eiginlega búinn að lofa henni því.“ „Jæja, mér þykir þú segja nokkuð, sonur sæll, en blessaður lofaðu mér að heyra það, sem þú veizt um stúlkuna,“ svaraði móðir hans rólega og hallaði sér aft- ur á bak í sætinu. „Aktu eitthvað út úr bænum, ef sagan er löng.“ Karlsen jók hraðann og stefndi út í Skerjafjörð. Hann þagði lengi og velti fyrir sér, hvernig hann ætti að byrja. „Hvað er þetta, drengur, ertu búinn að tapa málinu, eða er þetta einhver uppspuni úr þér?“ „Nei, ekki er það nú,“ svaraði hann. „Ég á bara bágt með að byrja.“ Síðan fékk hún að heyra allt, sem hann vissi um stúlkuna. „Og hvað heitir svo blessuð frúin?“ spurði móðir hans, þegar hann þagnaði. „Það veit ég ekki, en kaupmaðurinn heitir Sigurður Hansen,“ svaraði hann. Henni brá, en hló svo lágt. „Jæja, svo það er sonur Sigurðar Hansen, sem á þetta barn.“ „Já, hann heitir víst Friðgeir, fuglinn sá,“ svaraði Karlsen í fyrirlitningartón. „Vertu ekki svona hneykslaður, drengur minn,“ sagði móðir hans og kímdi. „Ég er viss um, að þú hefur kysst hana, þegar þið komuð heim af dansleiknum, sem þið fóruð á, og jafnvel reynt að fá hana í rekkj- una til þín.“ „Mamma, hvernig getur þér dottið annað eins í hug?“ Karlsen reyndi að vera hneykslaður í rómnum, en var ekki mjög sannfærandi. „Flvað er þetta, heldurðu að ég þekki ekki vkkur karlmennina. Viltu veðja við mig?“ Karlsen skellihló. „Nei, mamma, þú ert nú meiri kerlingin. Hefðir þú, leyft mér að kyssa þig í hennar sporum?“ „Ég veit nú ekki,“ svaraði hún. „Þú ert nú ekki sem verstur, og auk þess vona ég, að þú hafir ekki farið að 96 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.