Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 32
óákveðið tímabil, þykir hlýða að staðsetja frásögn þessa í tíma og rúmi. Og af ýmsum ástæðum er hún iátin hefjast um og fyrir 1820. Sumt af börnum þeim, sem þá fæddust eða voru þá að komast á legg eiga nú lifandi barnabörn, gamalt fólk, sem man afa og ömmu og lýsingu þeirra á bernskudögunum og þeim tíma, sem þá var. Að ýmsu leyti voru þá tímamót, veðra- brigði í lofti. Ymsar breytingar voru í aðsigi eða komnar á, miðað við fyrri tíma. Nýjar hugmyndir að skjóta upp kollinum, jafnvel í réttarfari. Þá voru ýms- ir upplýstir menn farnir t. d. að efast um, að það væri sumu fólki til sáluhjálpar að láta drekkja sér eða festa sig í gálgann. Eða hvort bæri að harma það, að brenni- merkingar þjófa voru afnumdar, enda þótt þær hefðu tíðkazt að minnsta kosti annað veifið aftan úr grárri forneskju — og þótt hagkvæmar. Vissulega voru veðra- brigði í lofti. I. Það mun hafa verið í fjórðu viku sumars 1816, að tveir smalamenn frá Vallabæjum í Skarðssveit voru sem endranær að snúast í kringum lambærnar. Sauðburður var nýbyrjaður, og rigning eins og oft vill verða á suð- austur ströndinni. Og með því að smalarnir voru frem- ur verjulitlir, er óhætt að segja, að þeir hafi verið all- mikið blautir. — Menn þessir voru þeir Steini frá Sel- inu og svokallaður Möngu-Gvendur. Hafði Steini ver- ið vinnumaður á Syðri-Völlum síðastliðið ár, en Gvendur á Efri-Völlum. Lenti þeim oft saman við lambféð, viljandi og óviljandi, enda geklc féð saman af báðum bæjunum. Það stytti stundirnar að talast við. Raunar var sjaldnast um mikið samtal að ræða, heldur köll og nokkrar upphrópanir. En hvað um það. Og fyrir kom, að úr samtalinu tognaði. Syðri-Vellir lágu í þjóðbraut, þar var miklu gestkvæmara en á efri bæn- um. Svo Steini var stundum fréttafróður. Frá Efri- Völlum sást prýðilega til mannaferða, það var líka allt og sumt. í sjálfu sér er allfróðlegt að sjá mann á ferð, en ekki er það nóg. Fróðleiksfýsn manna er ekki sval- að með því. Menn þurfa að fá að vita, hver var á ferð, hvað maðurinn hét, hvaðan hann var, hvert hann ætl- aði og hvaða nauðsyn rak hann í ferðalag. Nú, og allt þetta er aðeins byrjun. Menn þurfa að vita meira um manninn. Var hann kvæntur? Var hann ríkur, kannske einhver heldri maður eða sendimaður einhvers stór- höfðingja, kannske sjálfur sýslumaðurinn? Hvað sagði maðurinn í fréttum? Þeir félaíiar strituðust við að halda fénu sem mest á þurru og nýbornu ánum í skjóli. Var það ekki alltaf auðvelt veríc. Ærnar sem-sé hugsuðu fyrst og fremst um munn og maga. í mýrinni og bleytunni var nóg af grængresi, ilmandi og sætu á bragðið. A rimum og bökkum var enn lítið að hafa. Svo æmar ruddust út í mýri, án þess að athuga, hvernig ástatt var fyrir þeim. Þær athuguðu það ekki fyrr en um seinan. Allt í einu þurftu þær að leggjast niður, þar sem þær vora stadd- ar og ala afkvæmið. Þá gat svo farið að fyrsta ganga þess hér í heimi lægi beina leið ofan í vatnspoll. Sú ganga varð ekki lengri. Lambið króknaði áður en það komst á löpp. Það er eins gott að hafa augun hjá sér, Steini. Það stóð til, að báðir þessir smalamenn hefðu vista- skipti þá um vorið, annar að öllu, hinn að hálfu. Það stóð til. Það stóð svo mikið til! Hvað sem úr því yrði. Báðir voru í aðra röndina vantrúaðir á, að neitt yrði úr neinu. „Ég held þetta verði aldrei annað en ráða- gerðin hjá honum Brynjólfi,“ hrópaði Gvendur. Steini heyrði ekki fyrir rokinu. Hann var dálítið frá að stumra yfir nýborinni tvævetlu, sem kunni ekki að vera móðir. Gvendur hrópaði í annað sinn, enn þá hærra. Það var ekki nema fyrir raddmenn að tala í þessu veðri. Og Gvendur var enginn raddmaður. Hann hafði ekki eins djúpa rödd og nafni hans í Hvammi. Það var næstum því eins mikill munur á röddum þeirra nafna og virðingu þeirri, er þeir nutu í þjóðfélaginu. Seint um kvöldið lygndi og stytti upp. Allt í einu komin blessuð blíða. Þeir hóuðu fénu upp á þurra bakka og héldu heim. Þeir þurftu að flýta sér í háttinn, því fara þurftu þeir á fætur í fyrramálið á undan hrafn- inum. Á heimleiðinni gátu þeir talað skikkanlega saman. Þeir höfðu séð mannaferð um daginn. Fyrir hádegi fóru þrír menn út úr og riðu mikinn. Þeir komu sér saman um hverjir þar hefðu verið á ferð. Það voru ekki menn þaðan úr hreppnum. Áreiðanlega hafði' þar farið Ketill Bjömsson, sýslumaður. Hann hafði farið austur morguninn áður og ætlað þá austur í Gnúpa- sveit. Sýslumaður var sem-sé orðinn gamall, hann var að láta af embætti, hann var að kveðja. Sýslumenn eld- ast eins og aðrir menn. Þeir voru að ræða um það, Gvendur og Steini, hvort samferðamenn sýslumannsins hefðu báðir verið, fylgd- armenn hans, eða aðeins annar. „Og hvað var þá hinn? Veiztu það ekki, Steini? Og þó voru þeir hjá ykkur í fyrrinótt.“ „Ég spurði ekkert að því,“ sagði Steini. „Spurðir ekkert að því,“ endurtók Gvendur. Hon- um fell ekki þetta svar. Hann hafði sem oftar gengið um hlaðið á Syðri-Völlum, þegar hann kom frá fénu í fyrrakvöld. Voru þá ferðamennirnir komnir fyrir góðri stundu. Gvendur hafði skroppið inn til þess að fá fréttir, en staðið stutt við. Er heim kom var hann inntur eftir því af mikilli nákvæmni, hverjir með sýslu- manni hefðu verið. Hrúguðust á Gvend svo margar spurningar í sambandi við það, að honum varð að vörmu spori svarafátt. Fóru þá sumir að hlæja, en þykkjusvipur kom á aðra. Einhver sagðí, að Gvendur væri svo mikill rati, að hann kynni ekki að spyrja frétta. Nú vildi Gvendur ekki láta það ásannast. Þá fór það svona. Steini var ekkert betri. Eina bótin, að mikil samganga var á milli bæjanna, Brynjólfur á Efri- Völlum var t. d. daglegur gestur á syðri bænum, af góðum og gildum ástæðum. Þó hafði hann ekki komið þar í gær. Hann hafði verið fyrir sunnan hraun að 100 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.