Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 35
ríki Jón, hélt því fram, að það væri til lítils gagns. Einar hreppstjóri þagði meðan þeir létu það álit sitt í ljós. Svo tók hann til máls á ný, og byrsti sig nú nokkuð. „Annars finnst mér,“ sagði hann, „að þið gætuð sjálfir lagt til sendimann, þar eð málið varðar ukkur fyrst og fremst, eins og þið hafið réttilega tek- ið fram.“ Tvímenningarnir litu hvor á annan. Það var nokkuð til í þessu hjá hreppstjóra. Og er ekki að orðlengja það, nema ríki Jón bauðst til þéss að fara með bréfið sjálfur og það strax í kvöld. Hafði hann og við orð, að ekki myndi spilla, þótt hann fylgdi því úr hlaði, það vel þekkti hann umboðsmann. Þar með var þessum fundi slitið. Um miðaftan sama dag þaut Jón á Skarði með tvo til reiðar fram hjá Syðri-Völlum. Kjartan Magnússon bóndi var úti staddur á hlaði, en leið lá þar fyrir neð- an tún. Hann þekkti gerla mann og hesta. Hann horfði um stund á ferðamanninn, rétt eins og hann byggist við að geta séð á honum í hvaða erindagerðum hann væri, eða fengið einhverja skýringu á asa þeim hin- um mikla, sem á honum var. Leið ekki á löngu áður en ljós rann upp fyrir Kjartani, svo hann þóttist eygja ástæðuna fyrir þessari ofsareið. Brynjólfur Nikulásson á Efri-Völlum var nú 25 ára og trúlofaður Kristínu Kjartansdóttur á Syðri-Völlum. Hafði trúlofun þeirra verið gerð opinber haustinu áð- ur. Kom það sumum á óvart. Ekki af því að þau væru taiin því mótfallin sjálf, menn höfðu einhverja hug- mynd um, að þau hefðu verið að draga sig saman undanfarið. Ekki heldur af því, að nokkur efaðist um það svo sem, að jafnræði væri með þeim. Að vísu var Syðri-Vallaheimilið talið fremra, meiri myndarbragur þar á öllu. Eldri systur Kristínar höfðu auk þess gifzt stórgiæsilegum mönnum, Guðný Friðriki Marteins- syni óðalsbónda á höfuðbólinu Borgum í næstu sveit fyrir vestan Miklahrepp, en Ragnhildur séra Ingi- mundi Þorkelssyni á Laugum, ekkjumanni, rúmlega miðaldra, sóknarpresti þar í hreppi og prófasti. — Aft- ur á móti voru þeir á Efri-Völlum komnir af prestum í ættir fram — og jafnvel enn meiri höfðingjum — en ekki var það vitað um þau á Syðri-Völlum. Svo þetta vó nokkuð hvað upp á móti öðru. Þó litu margir svo á, að Kjartan bæri af öðrum bændum í hreppnum að vitsmunum og allri þrautseigju, er mest á reyndi, eins og bezt hafði sýnt sig á meðan á Eldinum stóð og öll- um þeim hörmungum, sem honum fylgdu. Þá hafði Kjartan verið fremstur að undanskildum prófastinum sáluga. Þó var það nú tekið nokkuð af fyrnast. Nei, en það sem marga undraði í sambandi við það, að trúlofun þeirra Brynjólfs og Kristínar var opinber- uð í haust sem leið, var annað. Það var sem sé það, að menn vissu ekki til, að nein jörð væri þar nálægt laus til ábúðar. Mönnum fannst það undarlegt, að Kjartan skyldi samþykkja þennan ráðahag meðan enginn vissi, hvort Brynjólfur gæti náð sér í jörð. Þó voru nokkrir, sem sögðu sem svo, að Kjartan karlinn hlyti að hafa eitthvað í huga. Brynjólfur var aftur á móti ekki áhyggjulaus um framtíðina. Það var ekki einu sinni svo gott, að Niku- lás faðir hans hefði ástæður til að taka hann í hús- mennsku svona til að byrja með. Eldri bróðir Brynjólfs var þegar farinn að búa á jörðinni með föður þeirra og jörðin bar ekki fleiri. Brynjólfi hafði oftar en einu sinni dottið í hug að fara þess á leit við tilvonandi tengdaföður að fá að setjast í húsmennsku þar á Syðri- Völlum. En kjarkinn hafði brostið til þess, er á átti að herða. Hann vissi, að Kjartan vildi ekki hafa hús- mann á jörðinni. Hann vissi, að Kjartan ætlaði Syðri- Vellina Ólafi syni sínum, sem nú var tvítugur. Það var langt frá því, að Brynjólfi fyndist útlitið glæsilegt. Svo var það um jólin þá um veturinn, að Brynjólf- ur var staddur á Syðri-Völlum að vanda hjá unnust- unni. Kjartan var þá ofurlítið við skál. Einhver kunn- ingi hans hafði heimsótt hann og þeir höfðu fengið sér eitt eða tvö staup frammi í stofu. Nú var kunning- inn farinn og hafði Kjartan að sjálfsögðu fylgt hon- um úr hlaði. En er hann kemur heim aftur og ætlar inn í bæjardyrnar, kemur Brynjólfur út og er þá á leið heirn til sín að Efri-Völlum. Mætast þeir í bæjar- dyrum. Snýr Kjartan Brynjólfi við og leiðir hann í stofu. Kjartan var nú venju fremur skrafhreifinn og segir við Brynjólf: „Jæja, drengur, ertu búinn að fá þér nokkurn jarð- arskika? “ Nei, Brynjólfur var ekki búinn að því og átti ekki von á, að sér tældst það að sinni. Nú gaf Kjartan honum eitt staup af brennivíni og fékk sér annað sjálfur. Svo settust þeir niður á stóru kistuna, sem stóð út við hægra vegginn, rétt hjá stofu- borðinu. Þetta var í Ijósaskiptunum. Úti var heiðríkt og fullt tungl. Það skein inn um gluggann. Þeir sátu um hríð þegjandi. Því næst tók Kjartan til máls og sagði: „Eitthvað verðurðu að taka til bragðs. Ekki dugir að deyja ráðalaus. Þú átt nógu mikinn bústofn, að minnsta kosti með því, sem ég mun leggja Kristínu minni til. Þú verður að ná þér í jarðnæði.“ Brynjólfur þagði. Enn hvarflaði að honum að minn- ast á húsmennsku á Syðri-Völlum. Af hverju gat hon- um ekki dottið neitt annað í hug? Eitthvað, sem þýddi að tala um! Bezt að steinþegja og vita, hvað tengda- pápi hefði að leggja til málanna. Eftir nokkra þögn tók Kjartan aftur til máls: „Ég hef nokkuð hugsað þitt ráð undanfarið, Brynj- ólfur, og ég sé ekki ástæðu til að leyna fyrir þér leng- ur því, sem mér hefur til hugar komið. Ég þekki þig frá því þú varst lítill snáði og mér hefur ekki dulizt, að þú ert um margt efnispiltur. Ég held mér sé því óhætt að treysta þér til að framkvæma það, sem mér hefur dottið í hug.“ Framhald. Heima er bezt 103

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.