Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 23
DÆGURLAGAfiáttWUX* Jónas Jónasson, hinn þjóðkunni útvarpsmaður, hefur sungið inn á hljómplötu nýtt ljóð eftir Sigurð Þórarins- son, jarðfræðing, sem nefnist Spánarljóð. Hefur þetta lag og ljóð orðið mjög vinsælt. Og hér birtist ljóðið: Nú vil ég greina í litlu ljóði frá landi herlegu, Spáníá, þar kostar álíka ldára vínið og kranablávatnið okkur hjá. Og senjoríturnar suður á Spáni þær syngja um ástir með ljúfum hreim pálmanna strönd þegar merlar máni, en mikið er varasamt að treysta þeim. í Barcelóna var Iagleg hnyðra með limi netta og svarta brá hún uppvartaði á einum barnum og átján sumra var hringagná, því senjóríturnar . . . Hún brosti þegar ég bað um wiský því brosi er virtist svo laust við tál og var svo kankvís og hýr og hnellin, að hjartakornið mitt fór í bál, því senjóríturnar . . . Ég rann í skyndi til ræðismannsins og rjúka vildi í að gifta mig en dusilmennið, það mælti drýldið ég myndi láta hana eiga sig, því senjóríturnar . . . Á dansstað hugðist ég drekkja raunum og dreif mig þangað, en rakst þar á, þá litlu svarteygu, sem ég unni við slána ljótan hún var að kjá, því senjóríturnar . . . Svo hlessa bæði og hryggur varð ég, að hálfa flösku í einu drakk, þá greip mig bræði, ég gekk að kauða og gaf á kjaft svo að vörin sprakk, því senjóríturnar . . . En róninn dró þá upp rýting stóran og rak á kaf í minn hægri arm, svo blóðið sprautaðist yfir okkur en einkum kvinnunnar falska barm, því senjóríturnar . . . í mánuð lá ég í mínum sárum og miklum kvölum, ó þvílíkt stand með skuldir stórar og skútan farin, en skjátan komin í hjónaband, því senjóríturnar . . . Því segi ég piltur, ef suður ferðu og sælu býður þér pía slík, þá gættu að þér, það gefst oft betur að giftast stelpu úr Reykjavík, því senjóríturnar . . . í nokkrum bréfum til þáttarins undanfarandi ár hef- ur verið óskað eftir að birt væri ljóðið Spunakonan eftir Guðmund skáld Kamban. Þetta ljóð birtist fyrst í vikublaðinu ísafold árið 1911 og vakti athygli. Er ég ekki frá því, að miðaldra mönnum og þeim, sem eldri voru á þeim tímum, hafi þótt nokkurt nýjabragð að kvæðinu. Verður þetta kvæði birt hér samkvæmt beiðni. SPUNAKONAN í jarðbrjóstin rennur regnið vægt, og rósbörnin sjúga í sig þrótt. Rökkrið er brumað, og hægt og hægt úr húmknappnum útsprungin rauða-nótt. Nú smáþagnar rokksins bí-bí og blaka, þeir blunda, sem vaka, þeir þegja, sem kvaka: og það gerir hljóðið svo hljótt. Alín örlaga nótt? Ég þekki þig! Og það eftir sextán ár! Þá var það, hann kom og kvaddi mig, hann kraup mér í skaut og ég strauk hans hár. Ævilangt gat ég lagt ást hans í hlekki, ég átti sverðið, — en brá því ekki: innibyrgð, ógrátin tár. Hafið þið séð hvernig sælan er lit? Þá sáuð þið augun hans. Heyrt varir gefa’ orðunum vængjaþyt, veikt eða sterkt: það var röddin hans. Og líkt eins og hvítbráðið steypustálið, sem storknar við deigluna’, ef slökkt er bálið: svo fundust mér faðmlögin hans. Ég hef elskað mig fríða við andlit hans, ég hef elskað svo loftið varð heitt. Ég kunni ekki gang, heldur dillandi dans, og dagarnir, vikurnar liðu ekki neitt. Og nú var allt glatt, sem var grátið áður, og gildi heimsins var meira en áður: að elska — var lífið eitt. Það ástalíf varð honum lifandi lind, sem list hans drakk kraft sinn úr. Og ég sá hann hefja sig tind af tind’ sem taminn örn hefði sprengt sitt búr. Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.