Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 12
Vort eigið pund.
Léttum blundi, leið er hál,
lífið stundarfrestur.
Finna pund í sjálfs síns sál,
sá er fundur beztur.
Hver er maðurinn?
(Skagfirzkur hagyrðingur.)
Stakan fléttuð ein og ein,
æskuglettur vekur.
Fugl sem léttur grein af grein
glaður sprettinn tekur.
Við sólarlag.
Brúnum fjalla bindur sveig,
braut þá kallar daginn.
Döggvar falla, dýra veig
drekkur allur haginn.
Jarðrcektarmaður.
Byrjar dag með bjartri sól
byltir, flagið sáir.
Þýfða kragann fortíð fól
fagran hagann þráir.
Þokan rauða.
Sál í nauðum, særa bönd,
sett er snauð í tötra.
Þokan rauð um lýð og lönd
leggur dauðans fjötra.
Undanhald.
Ellin sök á ýmsu ber,
eyðir spökum svörum.
Aðeins hrök á hendi mér,
hæpin rök á vörum.
Æskuómar.
Ómur skær og öðru meir
æsku hlær í móði.
Árdagsblær og anganþeyr
er í kæru Ijóði.
/ gróandanum.
Fjarri ama ástin grær,
og að framans hætti,
leika saman ljós og blær
lífsins gamanþætti.
Stakan heldur velli.
Þó að kveldi öld af öld,
öfgaveldi hrelli,
steypist eldhörð stjórnarvöld,
stakan heldur velli.
Gæjuleit.
Göngu þreytum þú og ég,
þrárnar heitar teyma.
Margur leitar langan veg
láns, sem veitist heima.
Dvínar náð.
Fölnar glóð og dvínar dáð,
dotta góðar vættir.
Kulnar blóð og brestur ráð,
blikna Ijóðaþættir.
ÚRSLIT
í Knittax
verðlaunagetrauninni
Alls bárust 875 svör við getrauninni, en fulltrúi sýslu-
manns á Akureyri dró umslag með réttri ráðningu sig-
urvegarans úr svörunum. „Heima er bezt“ óskar Árna
til hamingju með þessi glæsilegu verðlaun og þakkar
öllum áskrifendum „Heima er bezt“ sem tóku þátt í
getrauninni. Rétt ráðning á þrautunum er sem hér
ÞÁTTTAKAN í þessari skemmtilegu verðlaunaget-
raun var geysi mikil eins og við var að búast, því til
mikils var að vinna. Verðlaunin, sem eru nýjasta gerð
af hinum heimskunnu KNITTAX handprjónavélum
með sjálfvirkum mynztur-lykli, að verðmæti kr.
segir:
1. ÞRAUT. Vantar:
Glugga í bílinn með blæjuna, merkið hjá tjaldinu, handriðin á
brúnni, áætlunarbílinn efst til vinstri og manninn hjá hvíta bíln-
um lengst til hægri.
5.000.00, hlaut
ÁRNI M. RÖGNVALDSSON,
Goðabyggð 14, Akurevri.
2. ÞRAUT. Vantar:
Ferkantaðan hlut, ofarlega á húsinu lengst til hægri, aðra slána
í grindina upp við þakið lengst til vinstri, flaggstöngina á kaup-
félagshúsinu, gluggann á turnhúsinu lengst til hægri og strompinn
á húsinu lengra inn með götunni.
3. ÞRAUT. Vantar:
Síðasta stafinn í orðinu TOBIAS, einn |úlann í grindina uppi á
svölunum, skýhnoðrann, strikið á lugtina á pálmatrénu og aðra
slána í bakið á bekknum.
4. ÞRAUT. Vantar:
Hægri augabrúnina á strákinn, töluna 2 í hringinn, fótinn á
hægindastólinn, stútinn á lúðurinn og neðan á hægri skóinn hjá
stráknum.