Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 31
EIRÍKUR SIGURBERGSSON
FYRSTI HLUTI
T ú Á dögum er oft talað um gamla og nýja
tímann svokallaða. Er menn eru komnir á
efri ár og um [>á birtist afmælisgrein í ein-
hverju dagblaði, er aðaluppistaðan hinn
gamli og nýi tími. Gamalmennið segir frá æsku sinni
og blómaskeiði — þá var gamli tíminn, önnur veröld.
Þá var engin brú á neinni á, enginn vegur, enginn bíll.
Og í sumum byggðarlögum háttaði þann veg til, að
ef menn þurftu að skreppa í búð, þá tók það hálfan
mánuð. Já, eða jafnvel meir. Viðkomandi þurfti
kannske að fara yfir eyðisanda og jökulvötn, sem oft
voru ófær, venjulegu fólki að minnsta kosti. Og eigi
kom það sjaldan fyrir, að menn drukknuðu í þessu
ferðalagi, jafnt æðri sem lægri, ekki farið í mann-
greinarálit með það. Flutningatækin voru hrossin, ára-
bátar og maðurinn sjálfur. Ekkert íslenzkt skip. Engin
áhöld, nema orf og hrífa, páll og reka. Ekkert raf-
magn, jafnvel ekki olíulampi. Almenningur varð að
láta sér nægja lýsislampa eða kolu, höfðingjarnir tólg-
arkerti.
Nei, þá var ekki Ijósadýrðinni fyrir að fara! Enda
voru þá vissar persónur, sem nú þekkjast lítt, þeim
mun hnakkakerrtari. Voru þær af ýmsum uppruna,
sem kunnugt er. Svo bar við, til að mynda, að ein-
staka maður vildi ekki una sér í gröfinni, þurfti endi-
lega að sinna einhverju ofanjarðar. Var þá eins gott að
standa ekki í vegi fyrir þeim hinum sama meðan hann
var að atihafna sig, því hann gat verið snöggur í snún-
ingum og allt annað en mjúkhentur, enda harður við-
koniu og kaldur og með glóandi glyrnur. Svo að fang-
brögð hans og hans nóta voru eltki neitt eftirsóknar-
verð. Voru þessir herrar ótrúlega lífseigir á sína vísu
og gátu haldið áfram iðju sinni í marga mannsaldra,
svo gamalmenni þeirra tíma kunnu sitthvað af þeim að
segja. Var aldrei að vita, hvar þeir birtust, er rökkva
tók. Gat jafnvel verið vafamál í fljótu bragði, hvort
þessi eða þessi maður var lifandi eða dauður, þótt á
ferðinni væri, bezt að viðhafa alla varíið, svona undir
vissum kringumstæðum.
Já, þá var önnur veröld.
Ekkert útvarp, enginn póstur, engin dagblöð. Svo
fréttamenn urðu að gera sér lítið fyrir og leggja land
undir fót og koma á hvern bæ til þess að segja tíðind-
in. Enda var þá mikið um förumenn, sem gegndu þessu
mikilvæga starfi, auk annarra, sem höfðu það í hjá-
verkum. Ráfuðu umrenningar um landið fram og aft-
ur vetur, sumar, vor og haust, einkum þó á sumrin.
\ oru þeir sízt eftirbátar fréttamanna nýja tímans með
að færa í stílinn og krydda sögur sínar svo að þær
yrðu bragðbetri og áheyrilegri. Var þá ekki alltént
hægt að horfa í það, þótt sannleikurinn yrði fyrir
nokkrum skakkaföllum í meðförunum.
Á margt fleira mætti drepa. Þá var stíað, þá var
fært frá og mjólkin sett upp í trog eða bala, því engin
var skilvindan, uss, mikil ósköp! Ekki fyrr en löngu
seinna.
Nú, það kemur þa allt í einu upp úr kafinu í þessum
afmælisgreinum gamla fólksins, að gamli tíminn sjálf-
ur hafi, þegar öllu er á botninn hvolft, átt sinn nýja
tíma. \ íst var það. Til dæmis þegar fyrsta klukkan
kom í hreppinn eða fyrsti olíulampinn, þessi fallegi
tíu línu lampi! Þá kom nýr tími. Að maður tali nú
ekki um fyrstu eldavélina eða skilvinduna. Og svo
mætti lengi telja....
Eftirfarandi saga er minningarrit um gamla tímann.
Ekki tæmandi, eins og nærri má geta, heldur ágrip eða
brot. Til dæmis má líta svo á, að undirstaða sögunnar
hvíli á nýbýlabyggingu. Það kann að þykja furðulegt,
því ekki fór þá mikið fyrir nýbýlasjóðum og öðru
þess háttar. Engu að síður er það staðrevnd, að þá
voru byggð nýbýli, en fátítt var það.
Með því að gamli tíminn er þrátt fyrir allt nokkuð
Heima er bezt 99