Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 34
með niðurlag ræðu sinnar. „Ég endurtek,“ segir hann,
„að svona frekja hefur ekki þekkzt hér í sveit síðan
fyrir Eld. Mér finnst óverjandi að láta hann komast
upp með þetta, þótt aldrei nema hann sé tilvonandi
tengdasonur hans Kjartans á Syðri-Völlum — já, mér
finnst það óverjandi!“ Og til þess að gefa orðum sín-
um meiri áherzlu sló ræðumaður krepptum hnefa í
borðið svo að staupin hoppuðu í loft upp og voru
nærri rokin um koll.
Maðurinn, sem svona talaði skörulega, var enginn
annar en signor Jón Bárðarson hinn ríki á Skarði, að
öðru nafni Salti-Jón eða Jón salt.... Eftir að hafa
þagað augnablik svo að orð hans hefðu sem mest áhrif,
tók hann aftur til máls og leit snöggt á hreppstjórann,
sem sat beint á móti honum hinum megin við borðið:
„Og ég verð að segja það, að ég er meira en lítið hlessa
á hrepjasyfirvaldinu, að það skuli ætla að líða svona
yfirgang.“
„Hvaðan hafið þér það, að ég ætli að láta þetta af-
skiptalaust? “ svaraði hreppstjóri. „Ég býst við, að ég
geri það, sem duga muni til þess að Brynki komi ekki
þessum órum í framkvæmd.“ Og hreppstjóri tók staup-
ið sitt, lagði aftur augun, bar staupið upp að vörunum
og hvolfdi úr því upp í sig, setti það aftur á borðið,
opnaði augun og ræskti sig.
„Þetta er auðvitað mál, sem varðar alla sveitina, en
þp einkum okkur hér, þessa tvo bæi, sem land eiga svo
gott sem, að mér skilst, þarna fyrir sunnan Bruna. Og
með því að við teljum, að hreppstjóri hljóti að láta sig
varða þetta mál, samanber instruxið svokallaða, sem
hreppstjóri síterar jafnan í, þótti okkur hlýða að fara
fram á það við yfirvaldið að ræða þetta mál hér í dag
heima á Melum í framhaldi af því, sem við höfum
talað um áður, til þess að komast að einhverri niður-
stöðu, niðurstöðu, sem við gætum sætt okkur við.“ Nú
var það signor Guðmundur Þórðarson í Hvammi, sem
orðið hafði. „Er óþarfi að fara um það mörgum orð-
um,“ hélt hann áfram, „hve mikill styrkur okkur báð-
um, sem hér erum nú staddir, hefur að því verið mörg
undanfarin ár að geta haft fé þama syðra og farið
þangað til sláttar á sumrin, eins og þar er grasgefið.
Við vitum það allir, að þar fær maður eftir sig þrjá
bagga meðan maður urgar saman í eina sátu hér upp
með fjallinu, og þar að auki er hey þar syðra miklu
betra til gjafar fyrir fé, heldur en elftingin hér upp
frá. Nú, ef ungur maður ætlar að fara að setast að
þarna suður frá og reisa þar bæ og bú, þá sé ég ekki
annað, en við missum mikið af þeim hlunnindum, sem
við höfum haft með því að nota okkur iand þetta
ásamt hinni fomu Bakkafjöru. Og það gæti verið, að
Einar hreppstjóri ætti eftir að sannfærast um, að
hreppnum væri ekki meiri akkur í þessum nýja ábú-
anda heldur en að láta okkur njóta þeirra landgæða,
sem þar eru og við höfum notið. Vænti ég, að hrepp-
stjóri minnist þess, að sveitarfélaginu hafi verið eigi
svo lítil stoð að okkur félögum undanfarin ár. Það væri
kannske ekki mikill hagur fyrir hreppinn, að okkur sé
misþyrmt og að okkur þjarmað. Því að auðvitað yrði
það til þess, að við yrðum að draga saman seglin, og
gætum þar af leiðandi ekki lagt jafn mikið af mörkum
til hrepps og kóngs og verið hefur.“
Guðmundi lá lágt rómur, eins og fyrr er að vikið.
Hann talaði hægt og með áherzlum. Var auðséð á
Skarðs-bóndanum, að ihonum hafði geðjazt vel að tölu
hans. Og að líkindum fór það ekki fram hjá Guð-
mundi. Svo mikið er víst, að hann tók aftur til máls
og hækkaði nú róminn: „En ef hreppstjórinn er búinn
að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja, að Brynjólfur
komi þessum rangindum fram við okkur, þá virðist
mér óþarfi að ræða þetta mál nánar. Mig langar þá
aðeins til að spyrja hreppstjóra, hvað hann hafi gert
eða hvað hann hugsi sér að gera í þessu máli.“ Og nú
litu þessir tveir merkisbændur á hreppstjórann, yfir-
valdið í Miklahreppi.
Hreppstjóri svaraði ekki alveg strax. Svo sagði hann
nokkuð dræmt: „Tja, ég hef skrifað umboðsmanni
bréf og skýrt fyrir honum alla málavexti og mitt sjón-
armið. Og mitt sjónarmið er það, að það sé móti hags-
munum hreppsins að leyfa ungum manni, óreyndum,
að hefja búskap þarna langt frá annarri byggð. Það
gæti endað illa. í því sé lítil fyrirhyggja, og svo fram-
vegis. Ég sé ekki ástæðu til að lesa fyrir ukkur bréfið.
En ég er ekki í vafa um, að umboðsmaður muni taka
rök mín til greina og senda Brynka frá sér við svo
búið.“
Mennirnir voru auðsjáanlega ánægðir með þessa
greinargerð hreppstjóra. Guðmundur spurði þó, hvort
langt væri síðan hann hefði sent umboðsmanni bréfið.
En svo var ekki, bréfið var meira að segja ófarið enn.
„Þá er betra að senda það sem fyrst,“ sagði Guðmund-
ur, „því mér er tjáð, að Brynjólfur ætli vestur til um-
boðsmanns næstu daga. Ég vildi því leggja til, að þetta
bréf yrði sent áleiðis í dag.“
Undir það tók Skarðs-bóndinn. „Eða er manninum
nokkuð að vanbúnaði?“ spurði hann.
„Ekki annað en það,“ svaraði Einar hreppstjóri, „að
ég hef engan mann til að senda í dag. Vinnumenn mín-
ir eru tveir á fjöru með flest hrossin, en einn er við
lambærnar.“
„En í fyrramálið?“ spurði Jón.
„Ég veit ekki, hvort þeir koma heim af fjörunni í
kvöld. Þeir eru nýfarnir og þið vitið, að leiðin er löng.
Þeir gerðu ráð fyrir að gista í nótt suður á bæjum.
Enda var ég því samþykkur. Það er auðvelt að ofbjóða
hrossum svona snemma vors; þau hafa ekki öll verið
svo alin í vetur.“
„En sá, sem er við féð?“
„Hann kemur ekki heim fyrr en í nótt og þarf að
fara strax í fyrramálið aftur til lambánna. Manninum
veitir ekkert af að vera við þær um sauðburðinn og
dugar ekki til; það vitið þið ekki síður en ég, — þótt
ekki væri nema til þess að fæla í burtu bévítis tófuna.“
„Ég sé ekki til hvers er verið að skrifa bréf, ef ekki
á að senda það,“ sagði Guðmundur. Undir það tók
102 Heima er bezt