Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 25
„Ég dansa aldrei, nema ég hafi gaman af því.“
„Og í kvöld hefirðu enga betri en mig,“ sagði hún.
„Nei, í kvöld er engin betri en þú, og er þó tölu-
vert úrval hér í kvöld, Ásta.“ Hann leit alvarlega á
hana.
„Reyndu nú að gléyma öllu leiðinlegu og hugsaðu
bara um, að þú ert ung og ákveðin í að skemmta þér í
kvöld — með mér,“ bætti hann við og tók fastar utan
um hana.
Hún harkaði af sér og brosti á móti, og í næsta
dansi, sem var tangó, gleymdi hún öllu nema þessari
svimandi sælukennd að líða áfram eftir hljómfallinu.
Ljósin voru deyfð, svo hálfrokkið var í salnum.
Ánægjukhður fór um dansfólkið.
Karlsen dró hana þétt að sér og lagði vanga sinn að
hennar, varlega fyrst, en þegar hún vék sér ekki und-
an, þá fastara. Hann fann að hún naut stundarinnar
ekki síður en hann sjálfur.
Allt í kringum þau kepptist fólkið við að sýna hvert
öðru ástarhót, sum pörin dönsuðu með aftur augun og
varirnar fast saman og virtust hvorki vita í þennan
heim né annan. Útgáfurnar voru jafnmargar og pörin,
aðeins eitt og eitt par dansaði opnum augum. Með fyr-
irlitningarsvip virtu þau alla þessa ástföngnu unghnga
fyrir sér, og mátti í svip þeirra lesa, að þau sjálf væru
hátt yfir allt slíkt hafin.
Þegar dansinum lauk, losaði Karlsen tak sitt, horfði
glettinn á rjóðan vanga Ástu, þrýsti henni svo fast að
sér aftur og hvíslaði í eyra henni:
„Þakka þér fyrir, Ásta mín,“ — eða sagði hann: „ást-
in mín?“ hún vissi það ekki.
Á heimleiðinni sungu þau í aftursætinu fullum hálsi,
en í framsætinu var hljótt. Karlsen hafði lagt handlegg-
inn um herðar Ástu, og hún sat með lokuð augu, hljóð
og á valdi drauma sinna.
Páll vildi endilega aka lengur og varð feginn, er þau
Karlsen og Ásta fóru úr á bryggjunni. Þá flutti hann
sig fram í og taldi nú miklar líkur til, að hann næði
sér í dömu, þar sem margt fólk, er verið hafði á dans-
leiknum, gekk enn fram og aftur um göturnar.
„Við skulum labba ofurlitla stund, ég get ekki farið
að sofa strax,“ sagði Karlsen.
Ásta bar ekki fram nein mótmæli. Hún var alltaf að
hugsa um, hvort hún ætti að bjóða honum borgun fyr-
ir aðgöngumiðann og bílsætið, en þorði það þó varla,
hann gæti orðið móðgaður, því í raun og veru hafði
hann boðið henni, og þó, hún vissi ekki nema það
væri ókurteisi af sér að bjóða ekki borgun?
Þau gengu hægt, hlið við hhð, og horfðu í búðar-
gluggana. í einni húsgagnaverzluninni var útstillt
hjónarúmi, við aðra hlið þess var bamarúm með stór-
um bangsa í, og hinum megin barnakarfa á hjólum.
Þau horfðu stundarkorn á rúmin, svo sagði Karlsen
lágt:
„Heldurðu að þessi karfa passaði ekki fyrir strák-
inn?“
Hún leit á hann, eldrjóð í kinnum, gekk síðan hratt
af stað niður götuna.
„Fyrirgefðu, Ásta mín,“ sagði Karlsen þegar hann
náði henni. „Ég ætlaði ekki að stríða þér, þetta álp-
aðist bara út úr mér, þegar ég sá þessa fallegu körfu.“
„Hver sagði þér það?“ spurði hún Iágt.
Karlsen hugsaði sig um, en sá svo að bezt væri að
segja henni sannleikann um, hvernig hann hefði komizt
að leyndarmáli hennar.
„Kerlingarbikkjan!“ sagði Ásta æst. „Hún gat að
minnsta kosti latið vera að ljúga, en hún þarf ekki að
vera hrædd um, að ég komi aftur eða reyni að hafa
samband við þau. Ég skal aldrei láta barnið mitt vita,
hver er faðir þess. Ég hata þau öll og vil aldrei sjá neitt
þeirra framar.“
„Hata er nú heldur stórt orð,“ sagði Karlsen sef-
Heima er bezt 93