Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 13
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
MÆLDUR ÖRÆFAJÖKULL
Vihaukar og leihréttingar
A rið 1900 hófu Danir landmælingar hér á landi.
/ Byrjað var á Suðausturlandi, og mun mestu
/hafa ráðið um, að sá landshluti var valinn,
hversu tíð skipströnd voru þar á söndunum
skaftfellsku, og var því meðal annars kennt um, hve
illa ströndin væri mæld og uppdrættir ónákvæmir.
Byrjað var austur í Hornafirði og haldið vestur eftir,
mun jafnvel hafa verið í ráði fyrst, að láta staðar num-
ið, þegar lokið væri mælingu Skaftafellssýslna, en úr því
varð eigi, sem kunnugt er. Sumarið 1904 voru Skeið-
arársandur og Oræfajökull mældir, og er óhætt að full-
yrða, að það var fullkomið þrekvirki, eins og allar
aðstæður voru um samgöngur og annað. í undanfar-
andi ritgerð er starfi þessu lýst, og skal því ekki fjöl-
yrt um það, en hins vegar vil ég gera hér nokkra grein
fyrir mönnum þeim, er við söguna koma, svo og at-
burðum, sem lýst er stuttlega og leiðrétta smávegis
missagnir.
Greinarhöfundurinn og fyrirliði mælinganna á þessu
svæði var Johan Peter Koch. Hann var fæddur 1870
og því rúmlega þrítugur, þegar þetta gerðist. Hann
hlaut menntun í foringjaskóla danska hersins, en starf-
aði þar aðallega í landmælingadeild, og er hér var
komið sögu var hann premierlautinant í hernum. Hann
tók þátt í könnunarleiðangri til Grænlands árið 1900,
svo að hann var ekki óvanur harðræðum, er hann réð-
ist til íslenzku landmælinganna árið 1902, en að þeim
starfaði hann í þrjú sumur, svo að mæling hans á
Oræfajökli og nágrenni hans varð síðasta afrek hans í
íslenzkum landmælingum. Á árunum 1906—1908 tók
hann þátt í leiðangri til austurstrandar Grænlands und-
ir forystu Mylius-Erichsens, var sá leiðangur kenndur
við skipið Danmark er flutti leiðangursmennina. í þeim
leiðangri sýndi Koch óvenjulegan dugnað og þrek í
hinni óralöngu sleðaferð til nyrzta odda Grænlands,
en með henni var lokið við uppdrátt af strönd Græn-
lands. í leiðangri þessum fórst Mylius-Erichsen og fé-
lagar hans tveir, og tók Koch þá við forystu leiðang-
ursins. Var leitin að Mylius-Erichsen gerð undir stjórn
hans og síðan heimförin til Danmerkur. Gat Koch sér
mikinn orðstír af framgöngu sinni allri.
Mesta frægð gat Koch sér þó fyrir hinn mikla Græn-
landsleiðangur, er hann stjórnaði yfir þveran Græn-
landsjökul á árunum 1912—1913. í þeirri för var ís-
lendingurinn Vigfús Sigurðsson, og íslenzka hesta hafði
Koch til flutninga yfir jökulinn. Er sennilegt að kynni
hans af þeim í mælingaferðunum, hafi ráðið úrslitum
um þá ákvörðun. Til undirbúnings Grænlandsferðinni
fór Koch með hesta sína yfir Vatnajökul þveran fram
og aftur vorið 1912. Var lagt af stað í þá ferð frá Ak-
ureyri, og farið síðan upp úr Bárðardal inn yfir öræf-
in og sömu leið til baka. Að lokinni Grænlandsförinni
var Koch talinn í hópi hinna fremstu heimskautalanda-
fara sinnar samtíðar. Ferðasaga hans um Grænland hef-
ur verið þýdd á íslenzku, og einnig hefur Vigfús Sig-
urðsson gefið út sögu um þá ferð. Hvort tveggja hinar
ágætustu bækur.
Frá árinu 1917 var Koch yfirforingi flugliðs Dana.
Hann andaðist 1928. ~~
Koch gat sér hinn bezta orðstír meðal íslendinga, þau
sumur, sem hann dvaldist hér á landi. Þótti þeim hann,
sem von var, djarfur og úrræðagóður og harður í
hverri raun. Hlífði hann sér og lítt, var hispurslaus í
framkomu og mun hafa kunnað að semja sig að hátt-
um landsmanna og skilið kringumstæður þeirra. í
Fjallkonunni 16. des. 1904 er grein, þar sem segir frá
mælingaleiðangri þeim, sem hér hefur verið lýst. Heim-
ildarmaður blaðsins er Sigurður Símonarson frá Miðey
í Rangárvallasýslu, en hann var fylgdarmaður mæl-
ingamannanna þetta sumar. Segir blaðið, að auðfundið
sé, að Sigurður hafi bæði vinarþel og virðingu til mæl-
ingamannanna. Sigurður var einn þeirra Islendinga,
sem aðstoðaði við mælingarnar á söndunum. Af frá-
sögn hans má marka, að ekki voru erfiðleikarnir minni
en Koch lýsir þeim í grein sinni. í einu illviðrinu, sem
þá geisaði og ætlaði að gera út af við menn og skepn-
ur, segist Sigurður hafa tekið það til bragðs hestunum
til bjargar, að hann vafði boldangi utan um búkinn á
tveimur þeirra, en batt hinn þriðja í skjóli þeirra
tveggja. Leið þeim nokkru skár eftir slíkar aðgerðir.
Um Koch segir Sigurður, að ferðir hans um sandana
hafi verið „sífelldar glæfraferðir, en hann sýndi jafnan
fyrirtaks vaskleika og kjark“.
Til dæmis um hispursleysi Kochs og að hann lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna segir Sigurður þessa sögu:
Þeir komu nokkrir að Skeiðará í vexti. Frost var þá
og norðanrok. Fylgdarmaður var með þeim innan-
sveitar. Hann fór á undan þeim út í ána, og skall hún
Heima er bezt 85