Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 21
gjöf til að vinna gegn lostinu, svo og um morfín. Kviðarholið var þanið og stinnt og mjög viðkvæmt." Bill Rufus spurði: „Léztu taka mynd af brjóstholi?" „Nei, mér sýndist sjúklingurinn of langt leiddur til þess, að farið væri með hann í myndatöku. Eg var sammála þeirri upp- haflegu sjúkdómsgreiningu, að um magasár væri að ræða, og af- réð að framkvæma aðgerð tafarlaust.“ „Alls engar efasemdir, ha, læknir?“ Það var Pearson, sem greip fram í. .Meinafræðingurinn hafði verið að athuga skjöl sín fram að þessu. Nú sneri hann sér að Bartlett og horfði á hann. Bartlett hikaði andartak og Lucy hugsaði: Eitthvað er í ólagi; sjúkdómsgreiningin var röng, og Joe Pearson bíður nú færis á að láta til skarar skríða. Þá minntist hún þess, að Bartlett hafði að líkindum verið viðstaddur líkskurðinn. Flestir samvizkusamir skurðlæknar gerðu það, þegar sjúklingur þeirra andaðist. En eftir stutta þögn hélt ungi maðurinn áfram kurteislega: „Maður er alltaf í nokkrum vafa gagnvart sjúklingum, sem þarfnast skjótrar aðgerðar, Pearson. En ég komst að þeirri niður- stöðu, að öll sjúkdómseinkenni réttlættu tafarlausa könnunar- aðgerð.“ Bartlett þagnaði stutta stund. „En ckki reyndist vera um magasár að ræða, og sjúklingurinn var fluttur í sjúkrastof- una aftur. Ég hringdi til Toynbees læknis til að ráðgast við hann, en áður en hann kom, var sjúklingurinn látinn.“ Gil Bartlett lokaði minnisbók sinni og leit á menn umhverfis borðið. Sjúkdómsgreiningin hafði þá verið röng, og Lucy vissi, að þrátt fyrir ytri rósemi þjáðist Bartlett nú að líkindum af ákafri sjálfsgagnrýni. Þó var vel hægt að halda því fram með nokkrum rökum, að réttlætanlegt hefði verið af honum að grípa til aðgerðar vegna sjúkdómseinkennanna. O’Donnell sneri sér að Joe Pearson. Hann spurði kurteislega: „Viltu gjöra svo vel að sltýra okkur frá niðurstöðum krufning- arinnar.“ Lucy hugsaði, að yfirlæknir handlækningadeildarinnar vissi tvímælalaust, hvað koma myndi. Það var eðlilegur gangur mála, að yfirmenn deilda í sjúkrahúsinu litu á krufningsskýrslur, er snertu aðgerðir undirmanna þeirra. Pearson blaðaði eitthvað í skjölum sínum, en valdi síðan eitt. Hann leit snögglega á menn umhverfis borðið. „Eins og Bart- lett læknir sagði ykkur, var ekki um magasár að ræða. Kviðar- holið var raunar alheilbrigt.“ Hann þagnaði, eins og til að auka áhrifin, en hélt síðan áfram: „Hins vegar var um fyrsta stig lungnabólgu að ræða. Vegna þess hefur vafalaust verið um sáran brjósthimnubólguverk að ræða.“ Þannig lá þá í þessu. Lucy rifjaði það upp, sem sagt hafði verið áður. Rétt var það, út á við myndu sjúkdómseinkennin í báðum tilfellum vera hin sömu. O’Donncll spurði: „Vilja mcnn ræða þetta?“ Nú varð óþægileg þögn. Mistök höfðu átt sér stað, og þó var gáleysi ekki um þau að kenna. Flestir í herberginu vissu mæta- vcl, að þvílíkt og annað eins gat komið fyrir þá, og það fór dálítið um þá við tilhugsunina. Það var Bill Rufus, sem tók til máls: „Þar sem sjúkdómseinkennin voru eins og lýst hefur verið, tel ég að rannsóknaraðgerð hafi verið réttlætanleg." Pearson beið eftir þessu. Hann tók til máls eins og hann væri dálítið hugsi: „Nú, ég veit nú ekki.“ Svo sagði hann næstum hirðuleysislega, eins og liann kastaði sprengju fyrirvaralaust: „Okkur er öllum ljóst, að Bartlett sér sjaldnast annað en kviðar- holið.“ Svo spurði hann Bartlctt hiklaust, meðan allir þögðu forviða: „Framkvæmdir þú enga skoðun á brjóstholi?" Ummælin og spurningin voru hneykslanleg. Jafnvel þótt þörf væri á að setja ofan í við Bartlett, átti O’Donnell að gera það, ekki Pearson, og ávítur átti að veita í einrúmi. Því fór fjarri, að Bartlett hefði fcngið orð fyrir hirðuleysi. Þeir, sem starfað höfðu með honum, vissu að hann var mjög samvizkusamur, og hjá honum varð jafnvel vart ofgætni, ef að einhverju mátti finna hjá honum. Að þessu sinni hafði hann bersýnilega staðið frammi fyrir því, að hann varð að taka ákvörðun í sltyndi. Bartlett spratt á fætur, stóllinn þeyttist frá honum og hann var eldrauður í andliti. „Vitanlega skoðaði ég brjóstholið!" Hann hrópaði þetta næstum, og skeggið bærðist ört. „Ég hef þegar getið þess, að ásigkomulag sjúklingsins hafi verið þannig, að ekki var hægt að taka mynd, og jafnvel þótt það hefði verið hægt...“ „Rólegir, fundarmenn!" sagði O’Donnell, en Bartlett vildi ekki láta segjast. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á, eins og Joe Pearson notar hvert tækifæri til að minna okkur á.“ Charlie Domberger bandaði með pípu sinni, þar sem hann sat handan við borðið. „Ég held, að Pearson hafi ekki ætlað...“ Bartlett greip reiðilega fram í fyrir honum. „Vitanlega heldur þú það ekki! Þú ert vinur hans. Og hann á ekki í hjaðninga- vígum við fæðingarlækna.“ „Nei, heyrið þið nú! Nú er nóg komið.“ O’Donnell hafði sprottið á fætur og barði í borðið með fundarhamrinum. Hann hleypti í axlimar og gnæfði eins og aflraunamaður yfir borðið. Lucy hugsaði: Þvílíkt karlmenni, hver þumlungur. „Bartlett, viltu gera svo vel að setjast?" Hann beið standandi meðan Bartlett settist. Reiðin sauð í O’Donnell, eins og sjá mátti á svip hans. Joe Pearson hafði enga heimild til að koma fundinum þannig í upp- nám. O’Donnell vissi, að nú ætti hann ekki annars kost en að slíta þessum umræðum, í stað þess að halda þeim áfram rólega og hlutlægt. Hann varð að beita sig hörðu, til að lesa ekki Joe Pearson pistilinn þá þegar. En hann vissi, að ef hann gerði það, myndi það aðeins gera illt verra. O’Donnell hafði ekki verið sömu skoðunar og Bill Rufus, að ekkert væri við Gil Bartlett að sakast varðandi andlát sjúkl- ingsins. O’Donnell hafði tilhneigingu til að vera öllu gagnrýnni. Aðalatriði málsins var, að mynd hafði ekki verið tekin af brjóst- holi. Ef Bartlett hefði látið taka brjóstmynd, þegar sjúklingurinn kom í sjúkrahúsið, hefði hann getað svipazt um eftir gasmynd- unum fyrir ofan lifrina og undir þindinni. Þær hefðu verið ör- ugg sönnun magasárs, og því hefði Bartlett mátt fara að hugsa, cr engin gasmyndun hefði sézt. Röntgenmynd hefði ef til vill einnig sýnt ský við lungun, sem hefði verið ábending um lungna- bólguna, sem Joe Pearson hafði síðan komizt að við líkskurð- inn. Annað hvort þessara atriða hefði auðveldlega getað fengið Bartlett til að breyta sjúkdómsgreiningu sinni og aukið mögu- leikann á að sjúklingurinn héldi lífi. Bartlett hafði vitanlega haldið því fram, hugsaði O’Donnell, að sjúklingurinn hefði verið of veikur fyrir myndatöku. En ef maðurinn hafði verið HEIMA ER BEZT PÓSTHÓLF 45 AKUREYRI

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.