Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 27
hringa' sig saman í stólnum og lesa og hafa allar þessar bækur rétt við höndina. „Gerðu svo vel .og fáðu þér sæti,“ sagði Karlsen og benti á sófann. Sjálfur gekk hann um gólf, snerti við hlutunum, eins og hann væri að heilsa gömluhi vinum. „Þetta er mamma,“ sagði hann og tók stóru mynd- ina og fékk henni. Konan var mjög lík Karlsen. Hún hafði dökkt og mikið hár, sem var sett upp á annan hátt en Ásta hafði áður séð og vanizt. Henni fannst það gera konuna fram- andi og var fyrir fram viss um, að þessi kona myndi skilja hana. Karisen horfði á Astu, meðan hún skoðaði myndina. „Hvernig lízt þér á hana?“ spurði hann eftir nokkra þögn. „Vel. Þú ert mjög líkur henni.“ Hún leit á hann. Konan var bara ekki eins glettin og glaðleg á svipinn og hann. „Eigurn við ekki að vita, hvort við finnum ekki eitt- . hvað ætilegt í eldhúsinu?“ sagði hann og gekk fram í eldhúsið. Hún elti hann að dyrunum og horfði með aðdáun í kringum sig. Þetta var sannarlega drauma- eldhús, sem hver húsmóðir óskaði sér. Það var hvít- málað með rauðbleikum listum og hurðum. í því virt- ist vera allt það, sem til þæginda gat orðið í einu eld- húsi. í einu horninu stóð ísskápur. Þangað stefndi Karl- sen, settist á koll og tók að kanna matarbirgðirnar. „Ekki er mikið til núna,“ sagði hann, en tók þó fram mjólkurflösku með slatta í, brauð og smjör, ost og kexpakka. „Þú verður að liita kaffið,“ sagði hann við Ástu, sem stóð enn framrni við dyr. „Ég veit ekki, hvar neitt er til þess,“ svaraði hún vandræðalega. „Þarna á hillunni er kaffidósin, kannan er á vélinni, vatnið í krananum, og ketillinn þarna á borðshorninu,“ svaraði hann, án þess að líta upp úr bréfpoka, sem hann var að skoða í. Ásta gekk hægt inn að vélinni. Framan við hana var hekluð motta úr mislitu bandi, sem gaf eldhúsinu hlý-. legan og heimilislegan svip. Hún fyllti vatni í ketilinn og kveikti á plötunni und- ir honum. Hún var feimin við að snerta á þessum hlut- um, sem önnur kona átti. „Sykurinn er í þessum skáp,“ sagði Karlsen og benti með höfðinu í áttina til skáps uppi á vegg, „og þar finnurðu bollana líka.“ Ásta lagði á borðið, sem stóð undir glugganum með smáköflóttum dúk á. Vatnið sauð á katlinum, og hún renndi upp á könnuna og vonaði, að Karlsen líkaði kaffið. Karlsen var kátur og glaður eins og smástrákur í sumarleyfi. „Mér finnst alltaf jafngaman að koma heim,“ sagði hann. „Verst að mamma skuli ekki vera heima, hún hefur ekki búizt við skipinu svona snemma í kvöld.“ „Hvar vinnur mamma þín?“ „Hún er vökukona á sjúkrahúsi, vinnur frá 10—7 á morgnana. Ekki samt allar nætur, þær eru þrjár, sem skipta því á mili sín að vaka. Ég held að mömmu muni líka vel við þig, Ásta, og þér við hana. Hún er ekkert skass, þó hún segi mér stöku sinnum til syndanna.“ Hann teygði fæturna langt fram á gólf, meðan hann drakk kaffið, óg lét fara sem bezt um sig, en hún sat á stólbrúninni, kvíðin og áhyggjufull. „Er þér nokkuð verr við að ég reyki?“ spurði hann, um leið og hann tók upp pípuna. „Nei, nei,“ flýtti hún sér að svara. Til hvers var hann að spyrja hana, var hann ekki sá sem valdið hafði í þessu húsi, hugsaði hún um leið og hún fór að taka saman á borðinu. Hún þvoði, og hann þurrkaði. Hún minntist Frið- geirs. Það hafði stundum komið fyrir, að hann hafði hjálpað henni í eldhúsinu, þegar mamma hans var ekki heima, og ætlazt svo til að hún kæmi inn til hans á eftir. „Jæja, Ásta litla,“ tók Karlsen til máls, þegar þau voru aftur setzt inn í herbergi hans. „Nú er víst ekki hjá því komizt lengur að segja þér nokkur deili á mér.“ Ásta horfði á hann forvitin. „Ég heiti Karl Karlsson,“ hélt hann áfram, „en ekki Karlsen, eins og allir kalla mig. Það nafn festist við mig í Danmörku, en þar áttum við mamma heima í 16 ár, svo þú sérð að það er engin furða, þó ég sé danskur í málrómnum enn og bregði stundum fyrir mig dönsku, þegar mig vantar orð yfir það, sem ég þarf að segja.“ „Ég hef aldrei heyrt þig tala dönsku,“ sagði Ásta. „Þú átt eftir að heyra það. Því miður vantar mig oft orð, þegar ég þarf að lýsa einhverju. — Einu sinni átti mamma heima á Lágeyri eins og þú, og þar á ég föður og hálfsystkini.“ „Er það?“ sagði Ásta undrandi, hún var orðin spennt. „En ég veit ekki nema um tvo menn þar með Karls nafni, og annar er á svipuðum aldri og þú, en hinn yngri.“ „Mamma fullyrðir nú samt, að hann sé þar enn. Það stóð svipað á fyrir mömmu og þér, þegar hún fór frá Lágeyri, en hún var svo heppin að komast strax í vist hjá dönskum kaupmannshjónum, sem áttu eftir að reynast henni svo vel, að hún fór út með þeirn, þegar þau fluttu alfarin aftur til Kaupmannahafnar. Þá var ég á þriðja ári og kallaði þau alltaf ömmu og afa. Ég man aðeins óljóst eftir honum, en hún dó, þegar ég var 17 ára og var mér alltaf sem bezta amma. Hún arf- leiddi okkur mömmu að húsinu og öllu, sem þau áttu, því þau höfðu aldrei átt nein börn. Gamla konan var búin að vera rúmföst síðustu fimm árin, og mamma gerði allt, sem hægt var, fyrir hana til að létta henni lífið. Þó segir mamma, að skuld sín við hana verði aldrei greidd að fullu, hún er alltaf að hjálpa einhverj- um, sem bágt eiga, og þess vegna vissi ég að óhætt var að koma með þig hingað heirn. Ég veit að hún verður glöð að fá þig til sín, ég er svo lítið heima, og hún er þá alein í íbúðinni.“ Heima er bezt 95

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.