Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 40
46. Þetta bragð mitt hafði tilætlaðan
árangur. Mér tókst að láta karlinn fá
annað að hugsa um en gamla fangann
sinn. Og eftir örskamma stund sá ég
hann koma út í kofadyrnar.
47. Ég skauzt í skjól og faldi mig á
bak við runna skammt frá aftanverðu
húsinu, áður en karlinn nálgaðist með
digurt prik í hendi. Hann glápir í allar
áttir til að gá að friðrofanum.
48. Vinstra megin við húsið er grasi-
vaxinn geymsluhóll fyrir jarðarávexti.
Þangað stefnir nú karlinn og lieldur ber-
sýnilega, að ég hafi falið mig þar. Hann
opnar hurðina og smýgur inn.
49. Nú dettur mér nokkuð í hug: Án
þess að hugsa um hættuna, hleyp ég yfir
að jarðhúsinu, skelli aftur hurðinni og
tvílæsi henni síðan og flýti mér svo á
burt þaðan.
50. Meðan karlinn er í jarðhúsinu og
hamast við að lemja á hurðina með alls
konar bareflum, flýti ég mér yfir að
bruggunarhúsinu til þess að losa gamla
manninn úr böndunum.
51. „Þakka þér kærlega fyrir,“ tautar
gamli maðurinn, þegar ég leysi af hon-
um böndin. „En þú leggur þig í mikla
hættu. Fúsi flakkari er ekki lamb að
leika við. Nái hann þér, fer illa!"
52. „Það er engin hætta á því,“ segi
ég hlæjandi. „Fúsi flakkari er nú í ör-
uggri geymslu. Ég lokaði hann inni í
jarðhýsinu. Komclu nú, vinur... Við
verðum að flýta okkur að fela okkur,
áður en..."
53. Ég er ekki lengra kominn, þegar
við heyrum hávaða og gauragang hand-
an frá jarðhúsinu. Auðheyrt er, hvað nú
er á ferðum. Fúsi flakkari hefur brotið
upp skrána og opnað dyrnar. Og nú
heyrum við að hann kemur hlaupandi.
54. „Við fáum ekki tíma til að fela
okkur fyrir utan," hvísla ég. „En við
verðuin auðvitað að fela okkur hérna
inni. En híðum nú annars við: Ég fel
mig, en þú læzt ennþá vera I böndun-
um... “
108 Heima er bezt