Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 15
urmorða, og spöruðu }n í matarforðann til hins ítrasta.
Skýli gerðu þeir sér á strandstaðnum úr tunnum, sem
þeir mokuðu sandi að, en oft lágu þeir úti á söndunum
og höfðu þá helzt skjól í melgígum, þegar þeir voru
að leita fyrir sér um að komast vestur yfir ósana. Mis-
sögn er hjá Koch (bls. 376) um afdrif þeirra, sem fór-
ust á sandinum. Stýrimaðurinn var einn á ferð, þegar
hann týndist og ætlaði hann að brjótast vestur yfir
Hvalsíki. Hina tvo kól í hel í síðustu för skipbrots-
manna vestur sandinn, annan þeirra rétt austan við
Hvalsíki en hinn í vatnaklasanum vestast í því.
Það var hinn 29. janúar, sem skipbrotsmennirnir
komust vestur að Hvalsíki með flekann, sem þeir að
lokum björguðust á. Sáu þeir þá til mannaferða fyrir
vestan síkið, en ekki gátu þeir vakið athygli á sér, enda
var vindur vestlægur, svo að útilokað var að köll þeirra
heyrðust til vesturs. Sennilega hefur þetta þó óbein-
línis orðið þeim til bjargar. Þeir hafa séð, að ekki
mundi nú óralangt til mannabyggða og það gefið þeim
nýjan þrótt. Víst er um það, að nú brutust þeir á
flekanum vestur yfir ósinn. Þar vestur á söndunum
komust þeir á slóð fjörumannanna og fylgdu henni til
bæjar. Eina nótt enn urðu þeir þó að liggja úti þar á
sandinum undir bátskrifli.
Hinn 30. janúar komust strandmennirnir loks heim
að Orustustöðum á Brunasandi. Þar var lítill bær og
fátækt fólk, sem tók hrakningsmönnunum með allri
þeirri alúð og hjálpsemi, sem íslenzk gestrisni getur
í té látið. Reynt var að þíða kalna limi skipbrotsmann-
anna í snjó og köldu vatni, og boð voru þegar gerð til
héraðslæknis og sýslumanns. Sýslumaðurinn, Guðlaug-
ur Guðmundsson, sat á Kirkjubæjarklaustri en héraðs-
læknirinn, Bjarni Jensscm, á Breiðabólsstað á Síðu.
Brugðu þeir skjótt við, og lét héraðslæknirinn flytja
alla skipbrotsmennina heim til sín að Breiðabólsstað
daginn eftir. Fjórir þeirra voru lítt skemmdir en hinir
voru allir stórmeiddir af kali, svo að ljóst var, að þar
þurfti mikilla aðgerða við, ef þeir ættu að halda lífi.
Það er missögn í þýðingu vegna óskírleika frum-
textans að fleiri hafi látizt skipbrotsmanna en þeir, sem
til urðu á sandinum. Hinir héldu allir lífi, þótt nærri
þeim væri höggvið. Var björgun þeirra slíkt afrek af
hálfu læknanna, sem þar unnu að, að vert er að rekja
þá sögu nánar.
Bjarna lækni var þegar Ijóst, að nauðsyn yrði mikilla
skurð aðgerða, til að bjarga hinum skaðkölnu mönn-
um. Varð það því ráð þeirra Guðlaugs sýslumanns að
senda hið skjótasta austur að Borgum í Hornafirði eftir
Þorgrími lækni Þórðarsyni, sem þar sat þá, en hann
var kunnur skurðlæknir. Var Stefán póstur Þorvalds-
son sendur í þá ferð, en þótt ferðamenn væru vaskir,
tók ferðin frá Borgum vestur að Breiðabólsstað 4 daga.
Dvaldist Þorgrímur læknir síðan á Breiðabólsstað fram
í aprílbyrjun, en þá voru sjúklingarnir úr allri hættu.
Svo er að sjá af blöðunum, að fjórir skipbrotsmanna
hefðu verið það lítt kalnir, að ekki kom til verulegra
læknisaðgerða á þeim. En um hina fimm segir svo: Af
einum manni voru teknir báðir fætur fyrir neðan hné,
af tveimur báðir fætur fyrir framan hælbein, og af
tveimur annar fótur fyrir frarnan hælbein. Auk þess-
ara stóru skurða þurftu læknarnir að gera fjölda minni
aðgerða vegna kalsára annars staðar. Alls þurfti að
svæfa sjúklingana 14 sinnum. „Allt tókst þetta framúr-
skarandi vel, ekkert bar út af og ekkert slys vildi til,“
segir í ísafold. Þorgrímur læknir framkvæmdi skurð-
aðgerðirnar en Bjarni læknir annaðist svæfingar. Til
aðstoðar fengu þeir Guðlaug Guðmundsson, sýslu-
mann, og prestana síra Magm'/s Bjarnarson, prófast á
Prestsbakka, og síra Svein Eiríksson í Ásum. Hjúkrun-
arstiirfin annaðist Ijósmóðir sveitarinnar, Guðríður
Jónsdóttir, mágkona Bjarna læknis. Vér getum naum-
ast gert oss nú í hugarlund hvílíkt þrekvirki þarna var
af hendi leyst. Fyrst það að Bjarni læknir tekur þenna
stóra hóp sárþjáðra manna á heimili sitt og breytir því
í sjúkrahús, síðan afrek þeirra læknanna við jafn erfið-
ar aðstæður og þarna hafa verið, en jafnframt snilli
þeirra má ekki gleyma allri þeirri fómfýsi, sem þeir
og hjálparfólk þeirra sýndi. Er það allt fagur vitnis-
burður um færni læknanna, menningu þeirra og allra,
sem þar lögðu hönd að verki. Vakti atburður þessi
mikla athygli í Þýzkalandi. Hlutu læknarnir prússneska
orðu, en Guðríður ljósmóðir var sæmd brjóstnælu.
Margt var um slysið og björgunina skrifað í þýzk
blöð, en skipbrotsmennirnir héldu uppi bréfaskiptum
við hjálparmenn sína. Síðasti skipbrotsmaðurinn, sá er
missti báða fætur sína, kom til Reykjavíkur 20. maí,
°g fylgdi Bjarni læknir honum þangað. Kom hann
ríðandi og voru þeir 7 daga á leiðinni.
Heimildir að frásögn þessari era greinar í ísafold
1903 og greinarstúfur í Morgunblaðinu sl. sumar.
Loks skal þess getið, að Sigurður Björnsson á Kví-
skerjum, hefur í bréfi til „Heima er bezt“ bent á, að
það sé misminni hjá Koch, er hann getur örkumla
manns í Svínafelli (bls. 376), að félagar hans hafi far-
izt. Maður þessi hét Þorsteinn Snjólfsson, og héldu
báðir félagar hans lífi. Von er til, að „Heima er bezt“
fái síðar þátt um hrakningasögu þeirra.
Ritgerð J. P. Kochs, sem hér hefur verið þýdd og
birt, var prentuð í Geografisk Tidsskrift 1905—1906,
1.—2. hefti. Fáir íslendingar munu hafa lesið hana, og
þar sem hún segir frá svo merkilegum þætti í rannsókn-
arsögu landsins, þótti mér vel fara á, að hún yrði
kynnt íslenzkum lesendum og tók hana því til þýðing-
ar. í henni kemur einnig fram hvílíkar breytingar hafa
orðið á samgöngum og högum vor íslendinga á þess-
ari öld.
BRÉFASKIPTI
Olga S. Thorarensen, Gjögri, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—18 ára.
Jakob J. Thorarensen, Gjögri, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára.
Gunnar Þórarinsson, Gjögri, Strandasýslu, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku á aldinum 16—17 ára.
Heima er bezt 87