Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 37
vafða innan í eitthvert hlýtt stykki og bollapör og kleinur í litlu fötunni, sem Ásdís þekkti svo vel. Þau setjast niður og drekka kaffi sárfegin. Hartmann gamli sagði vanalega: „Alltaf ertu jafnnotaleg við mig, Val- borg mín.“ Ásdís samþykkir það með því að segja: „Hún kann að hella á könnuna enn þá.“ Svo sældr hún klárinn, sem hún hefur skilið eftir utan girðingar, tínir fiskinn upp í poka og hengir þá á klakk, kveður svo gömlu kunningjana og þrammar af stað á vatnsstígvélunum, þyngslaleg í gangi. Hún er far- in að finna til þreytu, þó aldurinn sé ekki hár. Enda taka allir til þess hvað hún vinni mikið. Faðir hennar er orðinn lélegur til vinnu, en dætur hans bæta það upp, þær eru báðar heima og þykja duglegar þó þær séu ekkert svipaðar Ásdísi með vinnubrögðin. Hún stanzar inni á holtinu og fer úr vatnsstígvél- unum en lætur upp leðurskó. Þeir eru ólíkt léttari. Hún sér að Kristján er kominn ofan í fjöruna og far- inn að kasta fiskinum upp á bakkann. Hann hefur ekki verið langt burtu þó hann léti ekki sjá sig meðan hún var nálæg. Það var eins og allir væru samtaka með það að bjóða henni aldrei inn fyrir dyr á því heimili. Val- borg og Hartmann líka. Hún kom alltaf með góð- gjörðirnar ofan á fjörubakka. Kannske var húsmóðirin svo ráðrík við hana, að hún var ekki frjáls að því að bjóða manneskju inn. Hún er víst nógu merkileg með sig. Náttúrlega rígmontin af því að búa með Kristjáni. Hún ætlaði ekki að lá henni það. Hún stanzaði aftur uppi í Skessuskarði, eins og vana- lega, og leit heim að Bakka. Það var orðið fallegt tún- ið hjá Kristjáni bónda. Einu sinni hafði það verið henn- ar stóri draumur að pæla í því við hlið hans að slétta þetta tún. Henni fannst ótrúlega langt síðan það var. Bezt að gleyma því tímabili, en það var ekki auðvelt. Það var líka ánægjulegt að horfa heim af austari brún skarðsins og sjá litla, þrönga dalinn. Hann var fallegur þó fjallahringurinn væri þröngur. í þessum dal voru þó alltaf fegurstu endurminningarnar. Þar þekktust eng- in vonbrigði. Hún taldi víst að hún ætti þessa jörð ein. Þó mætti búast við að Ásgeir gerði einhverjar kröfur. Ekki vantaði ágirndina þar. Honum þykir alltaf þröngt um sig úti í torfunni þó allir segi að hann búi við ágætis kjör. Hann er orðinn þægilegri í viðmóti þá sjaldan hann kemur en hann var áður. Hann hefur það á orði hvað mikið sé búið að gera á Giljum. Það sé alltaf munur þegar maður eigi það sjálfur. Þá biður faðir hans hann að láta Ásdísi fá jörðina þegar þau falli frá. Hún sé búin að vinna hér svo mikið og þau séu að verða ómagar á henni. Það fannst honum hreint ekki. Hann gæti þó ekki látið sér detta í hug að hún fengi allt eftir þau, þó hún ætlaði sér það líklega sjálf. Það var svo sem auðheyrt hvernig hann mundi koma fram á skiptafundinum. Þá var að taka því. Kannske yrði þá sonur hennar orðinn svo stór að hann gæti stað- ið við hlið hennar. Ásgeir var hættur að líta hann horn- auga síðan hann varð faðir sjálfur og sá sonur var alltaf sjúklingsbjálfi. „Hann sækir það ekki í föðurætt- ina, barnið,“ sagði fjölskyldan á Giljum. „Líklega er Guðfinna komin út af einhverjum vesalingum.“ Asgeir þykir mikið til þess koma að sjá komin upp ný fjár- hús yfir allt féð, sem er þó orðið þó nokkuð margt. Ásdís ætlar sér ekki að leggja í það að rífa bæinn fyrr en Hartmann er orðinn sá maður að geta hjálpað henni. Við hann eru allar hennar vonir bundnar. Hann er það sem géfur hennar fábrotna lífi mest gildi. Hann á að fara á búnaðarskóla og koma þaðan aftur sprenglærð- ur og fínn maður. Þá yrði móðir hans talsvert hreykin af honum. Ekld var ómögulegt að faðir hans fengi slæma samvizku vegna framkomu sinnar við þennan myndarlega son, sem hann hafði forsmáð frá því fyrsta. En nú sæi hann það allt í einu að hann bæri af hinum börnunum, sem öll voru víst heldur lítilfjörleg. Kannske hann færi þá að heilsa honum á mannamótum og tala um að það væri orðið laglegt býli þarna hjá þeim mæðginunum, og líklega færi því ekki aftur þeg- ar lærður búfræðingur færi að hugsa um það. Kannske hún ætti það eftir að sjá Kristján Hartmannsson ríða í hlaðið á Giljum til að heimsækja hana og son þeirra. Hún skyldi fagna honum vel og allt sem áður hafði sært og grætt skyldi verða gleymt og grafið. Hún gat ekki látið drauminn verða lengri þó hann fagur væri. Hún var komin heim undir túnið og litli sonurinn kom hlaupandi á móti henni. Það yrði langt þangað til hann yrði orðinn lærður búfræðingur, bless- aður sólargeislinn hennar. Það er líka dásamlegt að eiga ungan son. E N D I R BREFASKIPTI Jörundur Guðjónsson, Kjörvogi, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—16 ára. Guðrún Rósa Lárusdóttir, Þverá, Svarfaðardal, Eyjafjarðar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12-13 ára. Lilja Olgeirsdóttir, Strandg. 45, Akureyri, óskar eftir bréfa- skiptum við fólk á aldrinum 17—22 ára. — Æskilegt að mynd fyígi. Kristin Jónsdóttir, Þórunnarstr. 121, Akureyri, óskar eftir brófaskiptum við fólk á aldrinum 25—32 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Helga Adólfsdóttir, Hlíðarg. 10, Akureyri, óskar eftir bréfa- skiptum við unglinga á aldrinum 13—16 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Þórunnborg Jónsdóttir, Múla, Álftafirði, pr. Djúpavog, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10— 12 ára. Auður Jónsdóttir, Múla, Álftafirði, pr. Djúpavog, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 17—25 ára. Erla Jónsdóttir, Múla, Álftafirði, pr. Djúpavogi, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15 ára. Katrín Ósk Jónsdóttir, Múla, Álftafirði, pr. Djúpavog, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12— 14 ára. Björn Jónsson, Múla, Álftafirði, pr. Djúpavog, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 15—18 ára. Heima er bezt 105

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.