Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 48
451. Glappaskot á ný! Og við hrind-
ingu mína bregzt skotmanni einnig jafn-
vægið, svo hann steypist endilangur ofan
í lónið. Eg tek sprettinn meðan hann er
að skríða upp úr aftur.
452. Mér dettur skyndilega bragð í hug:
Eg sný mér við, lyfti endum tveggja
plankanna og læt þá bomsa niður í lón-
ið . . . . Nú getur Þorpa-Línus ekki elt
okkur lengtir!
453. Að klukkustund liðinni er ég kom-
inn svo langt burt frá kofa Þorpa-Línus-
ar, að ég þykist algerlega öruggur fyrir
honum og tvíhleypunni hans. Síðan held
ég áfram eitthvað út í bláinn.
454. Mér dettur ekki í hug að snúa
lieim aftur til Hauks lögmanns og ráðs-
konu hans. Ég held áfram allan daginn.
Síðdegis spyr ég ungan bónda sem ég
hitti, hvort hann hafi ekki einhverja
vinnu handa mér?
455. Vinnu? Jú, ég hekl nú það, segir
bóndinn vingjarnlega. Hér er næg vinna
handa mörgum. — Svo sýnir hann mér,
hvað ég eigi að gera, og ég geng að vinn-
unni með glöðu geði.
456. Ég var víst búinn að vinna að hey-
hirðingunni tvo—þrjá tíma, er ég allt í
einu heyri hljóð og hróp neðan frá ánni
skammt frá bænuin. Ég heyri einnig í
Mikka ásamt þessum hrópum.
457. Hvað er nú um að vera? Ég hleyp
ofan að ánni og sé óðar, hvað skeð hef-
ur: Litla dóttir bóndans hefur laumast
til að skríða út á fjalafleka við árbakk-
ann, hann síðan losnað og rekur nú
hratt fyrir straumi ofan ána.
458. Hér er háski á ferðum! Skammt
fyrir neðan bæinn er allmikill foss í
ánni, sem enginn til þessa hefur farið
lifandi upp eða ofan fyrir. Er þá engin
björgunarvon fyrir telpuna litlu?
459. „Hvað sem það kostar, mun ég
reyna að bjarga henni," lirópar faðir
hennar. En er hann ætlar að varpa sér
í ána, grípa hann tveir menn nærstaddir.
Þetta væri hreint sjálfsmorð, segja þeir.