Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 4
Agœtu lesendur.
Ég hef stundum minnst á tímann í þessum pistlum
mínum og hans merkilegu rás, sem ekkert fær stöðvað
eða nokkur fengið grundvallar skilning á.
Margt er það sem tímanum tengist og eitt af því sem
upp í hugann kemur er hinn svo kallaði „tíðarandi,“ þetta
sérstaka kennimerki hverrar tíðar. Erfitt er að segja
hverju sinni hvar mörk hans liggja, þau eru jafnan nokk-
uð óskýr en þó þykir fólki oft frekar auðvelt að greina
þau þegar horft er tilbaka. Þá
kemur lika oft í ljós að ein-
hverjir þjóðfélagsatburðir,
einstaklingar eða hópar er
það sem einkenndi viðkom-
andi timabil og er þá kannski
hugnast til þess að kenna eða
afmarka hvert tímabil tíðar-
andans við það skeið sem
viðkomandi áhrifavald bar
hæst á. Mér kemur t.d. í hug
rokktímabilið, þegar rokk-
stjörnurnar, svo sem eins og
Elvis Presley, Fats Domino,
Little Richard og fleiri slíkir
réðu ríkjum í skemmtana-
heiminum á sjötta áratugnum og höfðu áhrif á heila kyn-
slóð ungs fólks. Síðan komu Rolling Stones, og Bítlarn-
ir, svo einhverjir séu nefndir. Mætti ekki t.d. segja að
þeir hafi breytt enn yfirbragðinu frá því að rokkarar
sjötta áratugarins voru upp á sitt besta. Ahrifavaldarnir
eru auðvitað margir fleiri og af ýmsu tagi þó þessir einir
séu nefndir hér.
Inn í þetta spilar líka tískan stóru hlutverki, einnig
tækniþróunin, svona a.m.k. þegar fólk hugsar tilbaka og
rifjar upp tíðarandann og aðstæðurnar sem sköpuðu
hann.
Viðhorf fólksins hefur líka sitt að segja í þessum efn-
um og það mótast auðvitað að talsverðu leyti af um-
hverfi, aðstæðum og þeim möguleikum sem fyrir hendi
eru.
Fyrir ekki ýkjalöngu síðan heyrði ég t.d. rætt um tíma-
leysi núverandi kynslóðar. Sá, sem það ræddi, taldi að
kynslóðin í dag hefði svo lítinn tíma fyrir fólkið í kring-
um sig, jafnvel sína nánustu, að það kynni ekki góðri
lukku að stýra, eins og stundum er sagt.
1 þessari umræðu kom meðal annars fram að einn aðili
hennar, maður á aldrinum milli þrítugs og fertugs, það
ég best veit, hafði ekki haft tíma til þess að heimsækja
ömmu sína á afmælisdaginn hennar, sem hafði verið
nokkrum dögunr áður. Sá aðilinn, sem benti á þetta og
gagnrýndi jafnframt, kvað afsökun fólks fyrir þvi að
vanrækja tengslin við kynslóðina á undan, þá sem nú er
komin á sin efri ár, væri sú, að það hefði ekki tíma. Það
þyrfti að gera þetta og það þyrfti að gera hitt. Jafnframt
vildi þessi aðili meina að sú kynslóð, sem nú væri orðin
öldruð, hefði ALLTAF haft tíma og lagði hann áherslu á
orðið „alltaf.“
Og ég er ekki frá því að í þessu atriði hafi þessi ágæti
aðili haft nokkuð til síns rnáls. Og gæturn við ekki
einmitt tengt það tíðarandanum, sem þetta eldra fólk ólst
upp við. Það hafði ekki þá
tækni sem allsstaðar er í
dag, eða það gífúrlega úrval
afþreyingar sem yfir alla
hellist nú orðið. Þá var
„maður manns gaman,“ í
orðsins fyllstu merkingu,
fólkið gaf hvert öðru tíma í
meira mæli en nú þekkist,
og það hafði meiri tíma til
þess.
Og ef við förum lengra
aftur í tímann þá sjáum við
fljótt hversu mikið fólk lagði
upp úr heimsóknum. í því
efni nægir að vísa í efnis-
liðinn „Af blöðum fyrri tíðar,“ en þar segir m.a. á einum
stað í þætti frá árinu 1918:
„Og ferðalög auka viðkynningu fólks. Og til eflingar
samúðar og blíðu eru þau vel fallin. Þá er gesti ber að
garði fara menn líkt að og þá er þeir láta taka mynd af
sér: Þeir fara í sparifötin, snurfusa sig og snotra. Þeir
sparibúast ekki eingöngu líkamlega, heldur andlega.
„Öllum stundum ár og daga,“ verja margir aðeins til að
afla sér fjár og matar, hugsa ekki, lifa né starfa fyrir ann-
að en sig og fjölskyldu sína. En þá er gestir og einkum
sjaldsénir langferðamenn knýja hurðir eða guða á
glugga, gerist á þeim og í þeim, undursamleg stórbreyt-
ing: Þeir gleyma sjálfum sér og sínum með öllu, og
hyggja nú ekki á annað en vellíðan gesta sinna. Eigin-
hyggju þeirra er veitt hin þarfasta hvíld. Þeir verða ein-
tóm greiðvikni, alúð og samúð, gerast ótrúlega getspakir
um þarfir gesta sinna.“
Margt er nú breytt síðan þessi tíðarandi ríkti og firring
dagsins í dag er alltaf að verða meiri og meiri, fólkið
fjarlægist hvert annað, tími þess fyllist af notkun tilfinn-
ingalauss tækjabúnaðar, hvert sem litið verður. Og varla
getur það verið til góðs ef slíkt á að koma í stað tengsl-
anna og timans sem fólk hafði fyrir hvert annað, dags
daglega hér áður fyrr.
Framhald á hls. 219
204 Heima er bezt