Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 11
Mœðgurnar Steinunn og Guðlaug í garðinum á Sunnuhvoli. kvenna fæðingardeild. Ég var þarna í rúmt ár og hefði gjarnan viljað vera lengur. Þetta var óskaplega skemmtilegur tínri. Ég eignaðist góða vini og gat ferðast talsvert urn Noreg. Það er gott að ferðast um Noreg, bæði bátar og bílar og hvergi neitt að óttast. Þarna er hægt að ganga upp á hæðir og fjöll og fólk er allt svo vingjarnlegt. Það er ákaflega fallegt í Noregi og vonandi á ég eftir að fara þangað aftur. Ég vann líka með góðu fólki þar, þó með einni undantekningu. Undantekningin Þar var einn læknir, sem mér líkaði ekki mjög vel við, og það var ástæða fyrir því. Einu sinni var ég að taka á móti barni og það gekk ekki mjög vel. Það var þarna yfirlæknir, ný- kominn og leit stórt á sig. Vinnufyrirkomulag- ið var þannig að læknar voru ekki viðstaddir fæðingar nema eitthvað sérstækt kæmi upp á og þá gat auðvitað skipt sköpum að hann væri fljótur að bregðast við. I þetta skiptið var konan óskaplega lengi og ég lét kalla til lækni. Það kom til greina að taka barnið með sogklukku en svo kom það í hendurnar á ínér þegar ég var búin að klippa. Ég sagði lækninum að hann yrði að hjálpa mér, því ég gæti ekki bæði blásið lífi í barnið, sem var helblátt og sinnt konunni, sem blæddi, en hann hélt nú ekki, það væri ekki í sínum verkahring og svo fór hann bara. Mér fannst það hræðilegt og það var annað hvort að láta blóðið renna úr konunni eða lífga barnið við. Ég varð auðvitað að blása lífi í barnið og þetta fór allt vel - en mikið óskaplega varð ég reið og hrædd. Ég þori, get og vil - og trúi Kjarkleysi heftir mig ekki, ég hef nógan kjark og hef þurft á honum að halda. Amma mín var kjarkmikil kona og ég held að ég hafi kjarkinn frá henni. Hún hét Guðrún Ingibjörg og ég ber hennar nafn: Guðlaug Ingibjörg. Hún var óskaplega trúuð og góð kona og kenndi mér að lesa og sauma. Afi minn, Guðbrandur, var berklaveikur. Amma mín var mjög dugleg og gekk út og heyjaði og vann mikið að búinu á sama tíma og hún var að eiga sín mörgu börn. Þau voru síðar á Hryggstekk hjá foreldrum mínum þar til ég var ellefu ára en þá dó afi minn og amma flutti suður til Hornaijarðar. Eftir það sá ég hana bara einu sinni. En hún kenndi mér sálma og bænir og ég á enn bókina, sem hún notaði til að kenna mér að lesa. Mér fannst ekki alltaf skemmtilegt að sitja inni í sólskini og stagla á bók en ég gerði þetta fyrir ömmu rnína, hún var mikið góð manneskja. Það var gott bókasafn á næsta bæ við okkur og þvílík ógn og kynstur sem við vorum búin að lesa af bókum. Við vorum örugglega búin að lesa safnið upp til agna. Það var enginn sími í sveitinni og ég var oft send milli bæja ef þurfti. Þá notaði ég tækifærið og fékk lánaðar bækur og skilaði þeim sem ég var búin með. Einu sinni var ég að riija inni á túni í glampandi sólskini og þegar ég var búin að snúa í flekknum þurfti ég að bíða meðan þornaði og þá Iá ég þar á meðan og las í bók. Ég er enn sami bókafíkillinn og les mjög mikið, mest fræðibækur og myndlistarbækur. Þær eru í röðum hér uppi i hillu ásamt ferðabókum, fræðibókum og ljóðabók- um. Svo safna ég málsháttum og vísum og meðan ég vann á sjúkrahúsinu náði ég mörgum málsháttum hjá gamla fólkinu, sem kannski eru ekki víða til. Listin Ég man eftir því einu sinni þegar ég var krakki, að ég og systir mín áttum að þvo egg, sem pabbi ætlaði að selja. Allt í einu fannst mér tilvalið að búa til andlit. Formið á egginu kallaði á það. Ég fékk mér einhverja liti, sjálfsagt export til að gera rautt og svo gerðum við blá augu og eplakinnar og máluðum mörg egg vandlega og skemmtum okkur konunglega. Eftir að pabbi var farinn fór ég svo að hugsa að nú hefði ég gert eitthvað sem ég mátti ekki, nú yrði hann reiður. Daginn eftir kom pabbi heim og ég sat milli vonar og ótta og vonaði eiginlega að enginn hefði tekið eftir neinu. En hann brosti og sagði að allir hefðu viljað kaupa hlæjandi egg og þeim verið stillt út í búðarglugga. Þá glaðnaði nú yfir mér. Þegar ég var krakki vorum við alltaf að búa til lista- verk. Við klipptum myndir út úr blöðum og límdum og máluðum og lituðum. Á Eiðum byrjaði ég svo að sauma út og gerði gríðarlega mikið af því á næstu árum. Ef ég sá Heima er bezt 21 I

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.