Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 5
Inga Rósa Þórðardóttir „Ég sæki mér orku ut í náttúruna" Rætt við Guðlaugu Sveinsdóttur Ijósmóður á Egilsstöðum. Með fyrsta langömmubarnið í fanginu, Telmu Dögg Grétarsdóttur. gfœddist að Hryggstekk í Skriðdal 11. ágúst 1924. Foreldrar mínir voru Stein- unn Gunnlaugsdóttir og Sveinn Guðbrandsson. Þau voru úr Breiðdal, en þegar þau voru að hefja búskap, var enga jörð að hafa þar. Þau fréttu af þessari jörð í Skriðdal og fóru þangað án þess að kynna sér málið, nema bara af afspurn. Hryggstekkur var rýr jörð, sennilega rýrasta jörðin í dalnum, svo efnin voru ekki mikil. Þegar foreldrar mínir komu þangað var allt í niðurníðslu en þau byggðu upp nýtt íbúðarhús eftir tvö ctr eða svo. Það hús stóð enn þegar þau fóru þaðan þrjátíu árum síðar. Það var hlaðið upp úr torfi og grjóti, baðstofan þiljuð innan og járn á þaki. Þetta var blandaður búskapur, aðallega þóféen2 kýr og 3 hestar. Það var yndislegt að alast upp í sveit og fá að kynnast þannig náttúrunni. Neðan við bœinn var stórt vot- lendi og ekki vinsœlasti staður til heyskapar en það var svo mikið fuglalífþar. Stundum þegar ég kom út á morgn- ana að vorlagi ómuðu heilu symfoníurnar. Kyrrðin var dásamleg og það raitk upp úr reykháfum bœjanna í sveit- inni. Eg held að áhugi minn fyrir náttúrunni hafi verið mér eðlislœgur, ég var dálítill einfari og mikið úti. Eg var svo heppin að það var færtfrá og ég sat yfir eittsumar, þá 7 ára gömul. Mérfannst óskaplega gaman að sitja úti með hundinum og grúska í blómum og náttúrunni. Stund- um var þetta þó svolítið erfitt, helst þeg- ar kindurnar tóku upp á því að rása þá leið sem þær máttu ekki fara. Þá hljóp ég eins hratt og ég komst, fyrir þær, en þá voru þœr svo klókar að þær skiptu sér í 2 hópa og svo hljóp ég sitt á hvað þangað til ég gafst upp og fór að skœla. Heima er bezt 205

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.