Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 36
Rristbjörg mín, við skulum ekki tala um svona hluti á þessu heimili. Það er dálítið viðkvæmt eins og þú hlýtur að skilja. - Já, auðvitað. Við tölum ekki meira um það. Kristbjörg brosti kankvís. - Það er aldrei að vita nema maður komist á snoðir um einhverjar lautar- ferðir þetta árið. Ingibjörg dæsti. Mikið skelfing gat hún orðið þreytt á þessari konu. Það var víst að það fengi fæturna ef ein- hver pilturinn renndi hýru auga að ungri snót og Kristbjörg á Ytra - Hóli sæiþað. — Fáðu þér meira kaffi, Kristbjörg mín. Ingibjörg ýtti brúsanum í áttina til hennar og stóð upp. Hún hreinlega varð að komast burt frá þessari konu. Hana langaði síst af öllu til að heyra hvað hún hafði að segja um náung- ann. Næstur kom Andrés, elsti sonur Gangna - Sigga og Önnu. Foreldrar hans höfðu kvatt hann til að fara og skemmta sér með unga fólkinu í sveitinni. Þau vildu ekki að hann geldi þess að enn var skuggi yfir heimilinu og hjörtum þeirra. A hæla honum mættu bræðumir í Asdal og (Sjöundi hluti Sigurveig. Þeim var boðið í bæinn, enda 'trukkurinn ekki kominn. Þó hafði sést til ferða hans út við Dals- brúna svo ekki yrði langt að bíða hans. Aðkomufólkið heilsaði og Sigur- veig knúskyssti Heiðu. Kristbjörg starði undrandi á þær aðfarir. Henni hafði aldrei dottið í hug að fína tengdadóttursefnið í Árdal þekkti kanabarnið sem var kaupakona á Hóli. Ja, heimurinn var skrýtinn hugsaði Kristbjörg. Árni gekk líka til Heiðu og heils- aði. Hann þrýsti hönd hennar þétt og hún roðnaði þegar hún horfði í brúnu augun sem störðu í hennar. Handtak- ið var eitthvað mikið meira en hand- tak og Heiða vissi ekki hvernig hún átti að taka því. Sigurveig vakti óskipta athygli. Hún var stórglæsileg. Ljóst hárið lá laust á bakinu, og rauð buxnadragt gerði hana enn meira áberandi. Það duldist engum á hvað piltarnir horfðu. En allir vissu þeir að nú mátti bara gjóa augunum, hún var heit- bundin Páli í Árdal. Hann var lukk- unnar pamfíll drengurinn sá. Lárus á Fossi féll í stafi er Sigur- veig gekk inn. Hann þorði varla að trúa sínum eigin augum. Þessi stúlka var það glæsilegasta sem hann hafði augum litið. Hann gat ekki annað en starað. Þessa stúlku yrði hann að dansa við. Hún var að vísu lofuð, en hann var ekki vanur að láta það standa í vegi fyrir sínum gjörðum. Lárus brosti í kampinn. Hann var föður sínum verulega þakklátur fyrir að hafa skikkað hann til að fara í sveitina. Sveitin, þar mátti finna gull- mola ekki síður en annars staðar. Hann leit á Heiðu. Hún var falleg, in- dæl, en Sigurveig hún var sannkölluð heimskona, glæsileg. Trukkurinn var kominn. Þetta var sami bíllinn og sótti mjólkurbrúsana í sveitina. Eldri maður, sat undir stýri. Það var Karl mjólkurbílstjóri, fjöl- skyldumaður frá Óseyri. Karl hafði lengi sótt mjólkina í þessa sveit og hann taldi það ekki eftir sér að sækja unga fólkið í sveitinni og aka því á ball. Karl var afar vel liðinn. Fólkið kunni vel við hann og oft kunni hann frá ýmsu að segja sem var að gerast í næstu sveitum eða á Óseyri. Karl var að vísu stundum dálítið lengi í mjólkurferðunum, því allir buðu 236 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.