Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 34

Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 34
vestast, í Clifden í Connemarahéraði. Skeytið barst alla leið á tæpum 2 mín- útum. Það var kveðja til blaðs í Dyflinni, Dublin Evening Mail, fyrsta blaðsins, sem hagnýtti þráðlaus skeyti, fyrir 9 árum, segir þar. Þetta var snemma morguns, og var síðan haldið áfram lofrituninni milli fyrr nefndra stöðva um daginn, send 40-50 orð á mínútu. Um miðjan dag fékk eitt meðal helstu blaða í Lundúnum, Daily Mail, samfagnaðarskeyti ffá blaðinu Times í New-York, loftleið til írlands og þaðan með ritsíma. Fáeinir stórhöfðingjar fengu að loft- rita hjá þeim Marconi þann dag. En almenningi ekki ætlað að komast að fyrr en eftir 8-10 daga. Stórtíðindi þessi flutti enskur botn- vörpungur hingað í gær, í Lundúna- blaði frá 18. og 19. f.m. The Daily Mirror, er ísafold hefur fengið í hend- ur fyrir góðvild Mr. Newmans Marconistöðvarvarðar hér. Ritsíma- skrifstofunni dönsku, Ritzaus Bureau, hefur ekki þótt þau frásagnar verð! * Hálfa leið um Atlantshaf tókst fyrir nokkrum misserum að koma loft- skeytum reglulega og að staðaldri, en ella ekki nema orði og orði, er vel stóð á, fyrr en nú. Þeir hafa, Marconi og hans félagar, verið að berjast við það alla tíð síðan, að koma á greiðum, reglulegum og áreiðanlegum skeyta- sendingum þá leið alla. Vald. Poulsen hinn danski, kom með í fyrra, sína nýju umbót á loffrituninni og hugðist mundu skjóta Marconi langt aftur fyr- ir sig. En svo hefur ekki orðið. Þetta gerir stórkostlega byltingu í öllum þeim hinum mikla ritsímaat- vinnurekstri og bakar sjálfsagt öllum ritsímafélögum í heimi geysitjón. Er því meira en skiljanlegt að þeim sé ekki vel við þessa nýjung. Enda tekur Marconi eða hans félag ekki nema 38 aura (5 d.) á orðið, en ritsímafélögin 90 aura (1 sh.) milli Englands og Am- eríku. Hlutabréf Marconifélagsins gerðu meira en tífaldast í verði fyrsta sólar- hringinn, sem haldið var uppi loftritun um þvert Atlantshaf. Stöðvarnar sendust þá á 14.000 orðum. *** Næsta þrekvirkið í þessu er það, er Marconi tók að senda hingað að stað- aldri og reglulega, skeyti með ótak- mörkuðum orðafjölda, snemma sum- ars 1905, frá Poldhu á Englandi syðst, 1120 mílur enskar, sem hann heldur enn áfram, og fær stöðvarvörður hans hér löng skeyti þaðan daglega, en má ekki láta nokkurn mann af þeim vita, vegna einkaréttar Ritsímafélagsins norræna! 19.júli 1918. „Á ferð og flugi" „57 eru bifreiðarnar (hraðreiðamar) og bifhjólin (hraðhjólin) hér í Reykja- vík orðin. Og þó nokkuð margar eiga heima í Hafnarfirði.“ Fróðleik þennan má lesa í Morgun- blaðinu 12. júlí. Myndu ekki fáir hafa trúað slíku fýrir svo sem 10 árum, hvað þá heldur ofurlitlu fyrr? Það þótti einu sinni þurfa rannsókna við, hvort hraðreiðar kæmust um land- ið, hvort villijörð vor gleypti ekki þessi hraðfara menningarfæri með kviku og dauðu, er í þeim væri. Það er nú sýnt, að þær verða hvorki uppnumdar eins og vagn Elíasar, né sökkva í jörðu niö- ur, líkt og að orði er komist í einni smásögu Einars Hjörleifssonar. En slæmir eru vegirnir. Það er stundum ógaman að ferðast í hrað- reiðum, t.d. á Hellisheiðarveginum og víðar. Svo mjög hristast farþegar í þeim, sökum illra vega. Eg var nýlega á ferð með manni, sem fékk höfuðverk af hristingi í hrað- reið. Það tálmar og drjúgum hraðreið- arferðum, hve vegimir eru mjóir. Þá er þær mæta ferðamönnum, sem off vill verða um þetta leyti árs, fer langur tími í að komast framhjá þeim. Og hestunum gengur illa að venjast þeim. Þeir vilja fælast er ljónið kemur brunandi og blásandi móti þeim. Einn hinn allra besti hraðreiðarstjóri hér, er hefur dvalið langvistum í Vestur- heimi, segir að þetta komi til af því, hve íslenskir hestar séu illa tamdir. „Það færi ekki vel þar vestra,“ segir hann, „ef hestar þar væm eins hrædd- ir við vélknúða vagna og þeir eru hér.“ Tamningamenn hér austan fjalls verða að venja fola sína við hraðreið- ar, kenna þeim að mæta á fömum vegum þessum vélfákum, ólmum og hámásandi, með sömu ró sem þeir mæta ríðandi mönnum eða hestum í lest. Hestarnir verða að semja sig eftir nýjum siðum og farartækjum. Það er í rauninni mesta furða að slys hafa ekki orðið af hræðslu hesta við hraðreiðar. Það er merkilegt að jafnaðarmenn hafa ekki krafist þess að íslenska rík- ið ætti hraðreiðar eða hefði meira eft- irlit með þeim en það hefur. Það væri ekki óeðlilegra að það ætti þær en það á skip og síma. Og það er að sumu leyti mesta ólag á hraðreiðaferðum. Helst ættu að vera reglubundnar ferðir til helstu staða hér nærlendis, þangað sem hraðreiðar komast. Og verðið á ferð í þeim er harla misjafnt, sumir eigendur þeirra og stýrimenn, okra á þeim, aðrir eru sanngjarnir. Fyrir rúmum hálfum mánuði þurfti einn bæjarbúa að fá sér hraðreið suður á Seltjamarnes, þurfti að láta aka sér og fjölskyldu sinni fyrri hluta dags suður að Mýrarhúsum, en sækja sig að kvöldi að Nýjabæ, sem er nokkru fjær Reykjavík en Mýrarhús. Það atvikað- ist svo, að honum tókst fýrr að ná í hraðreið til að sækja sig að staðnum er lengra er til héðan úr bæ, að Nýja- bæ, heldur en að flytja sig að bænum, sem nær er, Mýrarhúsum. Samdist svo, að hraðreiðarstjórinn, hr. Jón Ólafsson, sækti hann að Nýjabæ fyrir 9 kr. Síðan bað hann annan hraðreið- arstjóra að flytja sig að Mýrarhúsum. Sá kvaðst fást til þess, en vildi hafa 12 kr. fyrir ferðina, 3 kr. meira en hr. Jón Ólafsson heimtaði fyrir mun lengri leið. Með því að hraðreiðarþurfi kunni illa við að láta okra á sér, þá leitaði 234 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.