Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 27
Já, Þorsteinn sagðist vera með byssu. „Eg ætlaði að vita hvort ég sæi ekki rjúpu.“ Kátur lá úti á hól skammt frá bænum. Þorsteinn fór út í dyrn- ar, tók upp byssuna og skaut. Við gengum út á hólinn. Jú, þarna lá vinur okkar, steindauð- ur. Gamla konan rauk á Þorstein og þakkaði honum fyrir hvað þetta hefði tekist vel. Seinni hluta dagsins fórum við krakk- arnir og jörðuðum Kát gamla og settum spýtu á leiðið. Nærri 50 árum síðar kom ég að Hörðubóli. Datt mér þá í hug að ganga út á hólinn. Spýtan, sem við reistum sem minnis- merki, var þar ennþá. Þorsteinn fæddist 1874. Hann sagði mér að hann hefði engrar tilsagnar notið, nema örfárra tíma í framburðarkennslu hjá séra Jóhannesi i Kvennabrekku, en þótti snillingur í tungumál- um. Vegavinna Vorið 1930 hætti ég vinnumennsk- unni, sem betur fór, vil ég segja. Það var ekki eftirsóknarvert að vera vinnumaður, hér áður fyrr, jafnvel þótt hjá góðum húsbændum væri. Maður var svo ófrjáls. Ég seldi þessar 20 kindur sem ég hafði eignast þá um vorið. Það átti að heita að ég hefði kaup og það fór í að eignast þessar kindur. Ég var heppinn að selja strax þetta vor því verðhrunið mikla skall á þeg- ar um haustið. Maðurinn, sem hafði keypt af mér kindurnar, sagði mér síðar að ég hefði gert góð kaup við hann um vorið. Hann hafði átt 20 kindur fyrir og verðfallið var slíkt að hann hefði getað rekið sínar kindur yfir til mín og gefið mér þær, því allt hefði fallið um meira en helming. En hvað um það, allt greiddi hann mér með skilum og það reyndist mér góður styrkur á skólaárum mínum. Nú átti ég enga skepnu nema hann Rauð minn, 6 vetra gamlan fola. Ég hafði verið að vona að hann yrði góður reiðhestur, en því var nú ekki að heilsa. Hann var bæði sterkur og stór, en viljann vantaði. Ég hafði ráðið mig í vegavinnu norður á Holtavörðuheiði og lagði af stað á Rauð mínum síðast í maí. Jó- hannes Pálsson, þá í Pálsseli, bauðst til að fylgja mér suður í Norðurárdal. Guðjón Backmann var þá verk- stjóri á Holtavörðuheiði, búsettur í Borgarnesi. Hann var myndarlegur maður, hæglátur í framkomu en þó fastur fyrir. Ekki stjórnaði hann með neinni hörku heldur með íhugulli eft- irgrennslan. Hann gat verið meinleg- ur í tilsvörum ef honum þótti trassa- skapur og sviksamleg vinnubrögð ganga úr hófi fram. Þarna voru um 70 manns í vinnu. Það var ffemur kuldalegt á heiðinni í júníbyrjun, víða snjóskaflar og þokur tíðar. A stundum voru þær svo dimmar að gæta þurfti hesta á matmálstímum, annars gat orð- ið leit að þeim. Misjafnlega féll mér við fé- laga mína. Voru það einkum strákar úr Borgarnesi sem voru mér stundum til ama. Fram- koma þeirra og tal stakk mjög í stúf við allt það sem ég hafði áður heyrt. Ruddalegt tal, ertni og stríðni þeirra átti illa við mig, enda slíku óvanur. Mér fannst þeir alltaf vera að tala um einskisverða hluti. Ég reyndi því eftir megni að draga mig út úr þeirra félagsskap. Vinnan hófst klukkan 7 að morgni og unnið var í 10 tíma fram til klukkan 7 að kvöldi. Kaupið var 60 aurar á tímann um vorið en fór í 90 aura um sláttinn. Mötuneyti var sameiginlegt og kostaði fæðið 1 krónu og 29 aura á dag, og þótti alls ekki ódýrt. Fæðið var gott að öðru leyti en því, að mikið var borð- að af hrossaketi, en því var ég óvanur og féll ekki vel. Oft var veður leiðinlegt á heiðinni þetta sumar og varla get ég hugsað mér ömurlegri vinnustað í vondu veðri en Holtavörðuheiði. Allt var þarna unnið með frum- stæðum verkfærum, haka og skóflu, og allur ofaníburður fluttur á hest- vögnum. Hestar voru því ljölmargir og urðu þeir, sem smöluðu þeim, að fara á fætur klukkan ljögur á morgn- ana til þess að ná þeim saman í tæka tíð. Hestarnir voru aðeins notaðir ann- an hvern dag og greiðsla fyrir hest- inn var ein króna á dag. Ég kom Rauð mínum þegar í vinnu, þar sem allir draumar mínir um hæfileika hans sem reiðhests voru foknir út í veður og vind. En góður vagnhestur þótti Rauður. Við vorum vitanlega í tjöldum, þrír í hverju, sem mátti heita fullþröngt. Þurfti því að gæta þrifnaðar til þess að þessir verustaðir okkar litu sæmi- lega út. Mesta furða var hve vel Heima er bezt 227

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.