Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 6

Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 6
Eiðaskóli Við erum 5 systurnar. Elst er Oddný, svo kem ég, þá Guðrún, sem býr í Keflavík. Næstyngst er Asdís, sem býr í Bandaríkjunum og yngst er Hjördís, sem býr hér á Egilsstöðum en bjó áður á Eyrar- iandi í Fljótsdal. Við vorum heima hjá foreldrum okkar til átján ára aldurs en þá fórum við í Alþýðuskólann á Eiðum. Þetta var tveggja vetra nám og mjög góður skóli. Meðal kennaranna var Þór- oddur Guðmundsson, sem kenndi bæði náttúrufræði og íslensku. Hann var frábær kennari og ég gróf mig niður í náttúru- og plöntufræðina. Hún er þó svolítið Foreldrar Guðlaugar, Steinunn Guðlaugsdóttir og Sveinn Guðbrandsson. þurr, þegar maður hefur ekki blóm til að skoða en eftir fyrri veturinn bað hann okkur að útvega okkur Flóru íslands og safna plöntum. Þær áttum við að þurrka með rót og öllu saman, setja á blað, flokka í ættir og fylkingar og nafngreina. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú óskemmtilegt en vildi svo gjarnan gera þetta fyrir Þórodd, mér þótti svo vænt um hann. Flóruna fékk ég lánaða hjá búfræðingi í sveit- inni heima og byrjaði svo að safna. Fyrstu blómin voru auðvitað vetrarblóm og svo hélt ég áfram og þetta endaði með því að ég var alls ekki að gera þetta fyrir Þórodd heldur sjálfa mig, þetta var svo skemmtilegt. Eg var náttúrulega alltaf á eftir fé og hrossum og sígraf- andi niður í moldina eftir blómum. Þegar aðrir voru farnir að sofa á kvöldin sat ég yfir þessu og grúskaði. Þetta endaði með því að ég hafði 75 nafngreindar, þurrkaðar plöntur að sýna Þóroddi um haustið og þær voru flestar réttar hjá mér. Jafnréttisbarátta Meðan ég var á Eiðum vann ég á skólabúinu, var að vinna þar upp í skuld. Við vorum þar 4, tvær stúlkur og tveir piltar. Við vorum auðvitað að vinna sömu störfin og ég sá að við stúlkurnar vorum heldur duglegri en piltarn- ir, en þeir fengu nú samt hærra kaup. Þegar vinnudegin- um lauk hjá þeim var ætlast til að við stúlkurnar tækjum til hjá þeim og þvægjum fötin þeirra. Mér var nóg boðið og ég sagði þeim að þeir gætu bara gert þetta sjálfir, ég gerði þetta ekki nema fyrir kaup. Ég var auðvitað klöguð fyrir skólastjóranum og hann kom og sagði að þetta væri bara óskammfeilni og frekja. Ég var dauðhrædd en gaf mig ekki og því lauk þannig að ég fékk kaup fyrir þessa aukavinnu. Steinunn og Sveinn í garðinum að Sunnuhvoli Kennari Um haustið fór ég svo í Helgu- staðahrepp sem kennari. Ég var alltaf ákveðin í að halda áfram námi og ætlaði mér í Kennaraskólann. Mér fannst mikilvægt að geta orðið íjárhagslega sjálfstæð. I Helgustaðahreppi kenndi ég tvo vetur í farskóla. Mér líkaði vel að kenna og ég var afar hreykin þegar þrír af nemendum mínum tóku fullnaðar- próf og fóru síðan í Eiðaskóla og stóðu sig vel í íslensku þar. Ég lagði áherslu á íslenskuna og hafði haft svo góðan íslenskukennara sjálf á Eiðum, hann Þórodd. Ég var eini kennarinn og kenndi öll fög. Nemendurnir voru 8-10, góðir krakkar á aldrinum 10-14 ára. Kennaralaunin voru ágæt - eða a.m.k. þótti mér það og svo skipti það mig miklu máli að karlar og konur höfðu sama kaup. A þess- um tíma var fæði og húsnæði líka innifalið í launum. Sumarið eftir vann ég á Ketilsstöðum á Völlum. Þar var gistiheimili og greiðasala og oft mikið umleikis. Abúend- ur voru hjónin Sigríður Hallgrímsdóttir og Bergur Jóns- son. Stundum var ég send um alla sveit að safna saman lánshestum svo gestir gætu brugðið sér á hestbak. Þetta var mikil vinna en skemmtileg. Ári seinna var ég svo ráðskona hjá vegavinnuflokki á heiðinni, sumarlangt. 206 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.