Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 14
Bjarki Bjarnason:
„Ég, sem fæ ekki sofið..."
UM LÍFSGÖNGU ATÓMSKÁLDS FYRIR HÁLFRI ÖLD
r Upphrópunarmerki í næturkyrrðinni
„Eg geng í hring í kringum allt, sem er.“ Þannig orti
Steinn Steinarr í ljóðabók sinni Ferð án fyrirheits sem
kom út árið 1942. I lann hafði þá þegar skipað sér í fram-
varðarsveit íslenskra skálda og reyndar varð bókin sú
seinasta frá hans hendi ef undan er skilinn ljóðabálkurinn
Tíminn og vatnið (útg. 1948).
A 5. áratugnum urðu vatnaskil í íslenskri Ijóðagerð.
Hefðinni var sagt stríð á hendur og ung skáldakynslóð
haslaði sér völl. Smám saman fengu skáld þessi samnefn-
ið atómskáld en Halldór Laxness notaði orðið fyrstur
manna í skáldsögu sinni Atómstöðinni (útg. 1948). Orðið
var skammaryrði í fyrstu en það breyttist í tímans rás.
í hópi atómskáldanna var Hannes Sigfusson (1922-
1997) og árið 1948 var lífsganga hans sannarlega ferð án
fyrirheits. Hann gerði sjálfur grein fyrir þessum tíma í
endurminningarbókinni Framhaldslíf förumanns sem
kom út árið 1985.
Hannes segir svo frá að að hann hafi dvalið í Reykjavík
um þær mundir og lifað heldur óreglusömu lífi. Hann var
í nokkru vinfengi við Stein Steinarr á þessum árum sem
þótti ekki lítil upphefð fyrir ungskáld. Steinn var eldri en
hin eiginlegu atómskáld, hann var þeirra fyrirmynd og
stundum nefndur guðfaðir atómbyltingarinnar.
Einn góðan veðurdag síðla sumars árið 1948 vita þeir
skáldþræður ekki fyrri til en þeir eru komnir til Grinda-
víkur! Ferðin var án takmarks og tilgangs - ferð án fyrir-
heits. Hannes segir í endurminningum sínum:
- Þetta er Staðarhverfið, sagði Steinn mér til fróðleiks.
Hér býr víst enginn. En í þessu húsi þekkti ég einu sinni
stúlku.
Og hann gekk að dyrum og barði á hurðina tvö högg
eins og til að fullvissa sig um að fortíðin væri liðin.
Síðan héldum við áfram og þræddum troðninga í svörtu
hrauni. Það var orðið skuggsýnt og sumstaðar slitnuðu
troðningarnir og við héldum áfram í blindni. En ævinlega
fundum við troðningaslitrin aftur.
- Hvert erum við að fara? spurði ég.
- Ætli við séum ekki á leiðinni út að Reykjanesvita,
svaraði Steinn. Þó má ijandinn vita hvort við villumst
ekki.
Síðan gengum við enn um stund.
Þá opnaðist okkur snögglega útsýn yfir grænar mosa-
breiður slungnar svifandi gufuslæðum frá heitum lindum.
Ofar þeim hillti undir hvít hús með rauðum þökum, og
ofar húsaþökunum gnæfði vitinn eins og upphrópunar-
merki í næturkyrrðinni. Við stungum við fótum og horfð-
um lengi á þessa óvæntu sýn sem orkaði á okkur líkt og
vitrun.
Það var liðið að miðnætti, en svo undarlega brá við að
vitavarðarhjónin sátu að kaffidrykkju í eldhúsinu þegar
við komum, eins og þau hefðu átt von á okkur. Þau fögn-
uðu okkur hjartanlega. Steinn var málkunnugur þeim, og
það kom í ljós að vitavörðurinn var góðkunningi minn frá
vetrarvertíðinni í Grindavík fyrir rúmum tíu árum. Hann
hafði jafnvel tekið þátt í kröfugöngunni frægu.
Við höfðum setið um stund og spjallað við þau hjónin
þegar Steinn færði í tal hvort Sigurjón vitavörður þyrfti
ekki á aðstoðarmanni að halda á komandi vetri. Hann
hefði hér í för með sér bráðefnilegan ungan mann sem oft
hefði tekið að sér að vera matvinningur í sveit. Hann gæti
fengið mig fyrir lítið. Sigurjón hló að spaugsyrðunum og
lét líklega við uppástungunni, en varð dálítið undirfurðu-
legur þegar í ljós kom að mér þótti Steini hafa dottið
snjallræði í hug: Ég vildi ólmur ráða mig sem matvinn-
ung að vitanum frá komandi hausti. En ég verð að fá aura
fyrir tóbaki, bætti ég við.
Aður en við fórum var ráðning mín fastmælum bundin.
„Ég, sem fæ ekki sofið..."
Hannes söðlaði nú um, sneri baki við slarksömu líferni
höfuðborgarinnar og gerðist aðstoðarvitavörður á Reykja-
nesvita hjá Sigurjóni Sigurðssyni. Starfið sjálft reyndist
hvorki tímafrekt né erfitt en það var annað sem tók huga
hans allan: ritstörfin.
Hannes var 26 ára gamall þegar hér var komið brokk-
gengri lifsgöngu hans. Hann hafði fengist við ritstörf en
ekki enn sent frá sér bók. Nú hafði hann hins vegar gott
næði og nógan pappír en orðin létu á sér standa í fyrstu.
214 Heima er bezt