Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Page 20

Heima er bezt - 01.06.1998, Page 20
Guðmundur Sœmundsson: Reykjavík/Akranes/Borgarnes Nú þegar Akraborgin, sú þriója með því nafni, hættir ferðum vegna Hvalfjarðarganganna, er ekki úr vegi að rifja ofurUtið upp söguflestra þeirra báta og skipa í máli og myndum sem hafa annast áœtlunarferðir á þessari leið frá þvíþær hófust sumarið 1891. r ýmsu valt um flóabátsferð- irnar á bernskuskeiði þeirra hér við Faxaflóa, eins og reyndar víðar við landið. Það má með nokkrum sanni segja að með stofnun Skallagríms hf. 1932, kæmust þær fyrst í fastar skorður. Þeir eru trúlega fáir hér á landi sem ekki þekkja Akraborgina, ýmist af eigin reynslu eða afspurn og er greinarhöfundur meðal þeirra. Eftir að sérleyfisferðir áætlunarbif- reiða hófust hér árið 1935, urðu þess- ar ferðir flóabáta stór hluti af þjóð- vegakerfi landsmanna og raunveru- lega ómissandi þáttur í samgöngum þessa landshluta. Margir einstaklingar hafa lagt hér hönd á plóginn, en rúmsins vegna verður nöfnum þeirra, annarra en skipstjóranna, sleppt. Fleiri bátar og skip en hér hafa verið nefnd, koma við sögu þessara ferða. Af þeim ber helst að nefna e/s Skjöld, (64 brt.), sem var í ferðum 1918-1922 og m/s Víði (104 brt), 1944-1947. E/s Faxi. Arið 1891 keypti Sigfús Eymundsson o.fl., 20 lesta gufubát frá Skotlandi, sem hér hlaut nafnið Faxi. Fór hann nokkrar ferðir um sumarið á ýmsar Faxaflóahafnir, m.a. til Akraness og á Brákarpoll (Borgarnes). Þau urðu afdrif þessa fyrsta flóabáts við Faxaflóa, að hann sökk í aftaka- veðri á Reykjavíkurhöfn í nóvember 1891. Myndin er talin vera tekin um borð í Faxa í reynsluferð hér, sumarið 1891. 220 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.