Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Side 9

Heima er bezt - 01.06.1998, Side 9
Annað hjónaband Ég gifti mig fljótlega aftur. Maðurinn minn hét Þorsteinn Jó- hannsson og var frá Eyrarlandi í Fljótsdal. Flann vann hjá Kaupfé- lagi Héraðsbúa og við kynntumst fljótlega eftir að ég kom hingað og eignuðumst tvíbura 1955; Berg- ljótu og Jóhann. Það var mikil ábyrgð fyrir ungan mann að axla, að taka að sér konu með fjögur lít- il börn. Þorsteinn var 6 árum yngri en ég. Hann átti ákaflega góða fjölskyldu, sem ég hafði rnikið samband við. Þorsteinn dó 1975 eftir mikil veikindi. Hann var kransæðasjúklingur í mörg ár og það var erfitt. Þetta er vondur sjúkdómur. Geðklofi er líka vondur sjúkdómur Þegar Gunnlaugur sonur minn var rúmlega tvítugur og nýútskrif- aður tæknifræðingur fékk hann al- varlegan geðsjúkdóm. Við tóku mjög erfið ár. Sjúkdóm- urinn reyndist ólæknandi og litla aðstoð var að fá. Samfé- lagið hafnaði geðsjúku fólki, stofnanir voru vanbúnar og of fáar og bætur undir sultarmörkum. Hann fékk ekki vinnu og ef hann reyndi að sækja um vinnu þegar honum leið betur, var honum hafnað vegna sjúkdómsins. Þannig mæta geðsjúkir oft meiri fordómum en þeir sem eru sjúk- ir á líkama. Ég reyndi að hjálpa honum eins og ég gat og meðal annars reyndi ég að beita mér fyrir úrbótum, bæði með blaðaskrifum og með þátttöku í ýmis konar ráðstefn- um og fundum. Gunnlaugur dó 1993 og það varð mér mjög erfitt. En ég vann mig út úr sorginni með því að skrifa niður tilfinningar mínar og lýsingar á vanlíðan, reiði og sorg. Þegar ég var búin að þurrausa sjálfa mig með þessum hætti brenndi ég blöðin og það var mikill léttir. Þá gat ég haldið áfram með lífið mitt. Ljósmóðurstarfið Ljósmóðurstarfið er stórkostlegt og mér þykir mjög vænt um það. Það er alltaf jafn merkilegt að taka á móti barni, alltaf nýtt lífsundur, ný upplifun. Mér finnst þetta ákaflega heillandi starf og í gegnum það kynntist ég mörgu góðu fólki. Ég var héraðsljósmóðir, eins og það var kallað, 1953-1968. Það starf fól í sér talsvert meira en bara að taka á móti börnum. Oft var leitað til héraðsljóðs- mæðra ef veikindi steðjuðu að á heimilum, til að hjúkra sjúkum, baða gamalmenni, gefa sprautur og svo framvegis. Þessi störf voru venjulega ólaunuð og ljósmæðra var vitjað hvort sem var á nóttu eða degi. Þetta var erfitt starf og ábyrgðarmikið, miklar næturvökur og oft lélegar aðstæð- ur, langt fá læknum og sjúkrahús- um. Þá hafði maður ekki á neinn að treysta nema sjálfan sig og eig- ið innsæi. 1968 var ég fastráðin ljósmóðir við sjúkraskýlið á Egils- stöðum og þar voru líka sjúklingar sem þurfti að sinna, þannig að við þurftum að vera allt í senn: ljós- mæður, hjúkrunarkonur og læknar. Oft var bara ein ljósmóðir og við vorum á bakvakt alla daga, allan sólarhringinn. Það gat verið erfitt að fara frá börnunum á hátíðisdög- um og þetta loðir enn við mig. Laugardags- og sunnudagsmorgna vil ég eiga fyrir mig og ekki gera neitt. Mér finnst svo yndislegt að þurfa ekki út í vinnu, vera ekki skyldug til að fara eitthvað. Ég starfaði sem ljósmóðir til 1985, í 38 ár. Á þessum tíma urðu miklar breytingar á þessu starfi og við fengum mikið af nýjum og góðum lyíjum og tækjum. Á þessum tíma fór ég 3-4 sinnum á námskeið til Reykjavíkur, einu sinni varði ég sumarfríinu mínu á sjúkrahúsinu á Akranesi, því ég hafði heyrt að þar væri góður spítali og mig langaði að læra eitthvað nýtt - og einu sinni leysti ég af á Seyðisfirði. Tekið á móti barni í leiðinni Meðan ég var uppi í Skriðdal með börnin þurfti ég einu sinni að fara með Svein, son minn, til læknis á Egilsstöð- um. Ég fór með hann á hesti út í Stóra-Sandfell og Björn bóndi flutti okkur með bíl þaðan. Þegar erindinu við lækninn var farsællega lokið fórum við aftur inn í Sand- fell en þá var orðið framorðið og þau vildu ekki sleppa mér á hestinum með barnið heim. Það varð því úr að ég gisti um nóttina. Drengurinn sofnaði strax en ég lá og gat ekki sofnað og skildi ekkert í þessu, því það fór ágætlega um mig. En eftir stutta stund er þankað. Þá er það bónd- inn og biður mig að koma og aðstoða sig, því konan sé komin að því að fæða. Hún hafði ætlað út í Egilsstaði daginn eftir og bíða eftir fæðingu þar en svo vildi barnið ekki bíða lengur. Þetta var fyrsta barnið sem ég tók á móti á Héraði og gekk vel. Nú er ég búin að taka á móti barni hjá þessu barni. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir og Guðlaug uppáklæddar við vígslu héraðsheimilis- ins Valaskjálfar á Egilsstöðum 1966. Þar sungu þœr í blönduðum kór, sem settur var á fót af þessu tilefni. Heima er bezt 209

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.