Heima er bezt - 01.06.1998, Side 15
Aðstoðarvitavörðurinn ungi hafði
skáldsögu í huga en vökunæturnar í
vitanum leiddu annað af sér. Hann seg-
ir svo frá:
... vökunætur mínar í vitanum leystu
úr læðingi undarlega runu orða og
setninga sem oftast virtust vera úr
samhengi eins og þegar talað er upp úr
svefni. Hún hófst á orðunum: „Ég,
sem fæ ekki sofið ... “ og hélt áfram að
detta niður á pappírinn eins og dropar
úr lekum krana. Brátt varð ég gripinn
nokkru andríki af þessum dryplanda,
enda var hann háttbundinn eins og ljóð
ef hlerað var eftir. Loks varð mér ljóst
að ég var byrjaður á löngu kvæði. Það
hófst á persónulegum raunatölum, en
íþættist fljótlega öðrum þráðum ömur-
legrar lífsreynslu af almennari toga, nefnilega mannkyns-
ins, meðbræðra minna á stríðshrjáðum hnetti sem aftur
höfðu skipað sér í andstæðar fylkingar og undirbjuggu
nýja styrjöld eftir stutt hlé. Það kom á daginn að ég var
dálítið óráðinn hvað gera skyldi og snerist ókvæða við
áróðri - kaus helst að loka augum fyrir skelfingunni og
vona hið besta:
O veröld byrgðu saklaust auglit þitt
á bak við blævæng þinna Ijúfu drauma
er vindar veifa
O vatn mitt liggðu kyrrt
Ég veit hún líður þessi vofunótt
Það var líkt og stífla hefði brostið: á tæpum þremur
vikum yrkir Hannes þrjá ljóðabálka sem hann er býsna
ánægður með. Hann ákveður að halda til Reykjavíkur og
sýna Steini vini sínum verkið. Steini líst vel á ljóðin og
stingur upp á að Hannes bæti nokkru við og hyggi á út-
gáfu. Hannes heldur aftur í vitann og fulllýkur handritinu.
Síðan sagði hann upp stöðu aðstoðarvitavarðar með
skömmum fyrirvara og steðjar á ný til Reykjavíkur. Það
var miður janúar árið 1949.
Þú þarft að gera betur
Leiðir voru ekki greiðar fyrir lítt þekkt ljóðskáld í
Reykjavík árið 1949. Almenningur hafði horn í síðu
atómskáldanna, taldi þá óvini íslenskrar ljóðagerðar og
niðurrifsmenn, jafnvel kommúnista. Ekkert þeirra hafði
gefið út ljóðabók þegar hér var komið sögu ef undan er
skilinn Stefán Hörður Grímsson sem gaf út sína fyrstu
bók 1946, Glugginn snýr í norður.
Það reyndist einnig þrautin þyngri fyrir Hannes Sigfús-
son að fá bók sína setta á þrykk. Meira að segja Ragnar í
Smára sagði nei við útgáfuhugmynd-
um: „Þetta er ekki fullunnið hjá þér,
góði minn. Þú þarft að gera betur,“
sagði hann.
Þegar Ragnar í Smára segir nei er
fokið í flest skjól. En Hannes gripur þá
til nokkuð óvenjulegra ráða: hann
ákveður að safna áskrifendum og gefa
kverið út á eigin kostnað í fjögur
hundruð eintökum.
Þessi vetur var átakavetur í íslensk-
um utanríkismálum. Islenskir stjórn-
málamenn samþykkja aðild að At-
lantshafsbandalaginu og almenningur
mótmælir kröftuglega við Alþingis-
húsið þann 30. rnars. Lögreglan beitir
táragasi og skáldið, sem á litla ljóða-
bók í prentun uppi á Grettisgötu, leitar
skjóls hjá vini sínum Steini Steinari og konu hans Ast-
hildi Björnsdóttur sem búa við Lækjargötu.
Þá er eins og renni upp fyrir honum ljós. Þær ógnir sem
voru honum yrkisefni í ljóðabálkinum voru þá engir hug-
arórar heldur blákaldur veruleikinn.
Eitt andartak sér hann eftir að hafa ekki kveðið fastar
að orði í ljóðum sínum, en því er of seint að breyta, bókin
var komin í prentun. En það var eitt sem vantaði enn:
nafnið á bókinni. Skyndilega lýstur því niður í huga hans;
Dymbilvaka: þegar klukkukólfurinn vakir.
A lokadaginn, þann 11. maí, kemur Dymbilvaka eftir
Hannes Sigfússon út og líkt og íslenskir sjómenn skálar
hann í brennivíni þennan hátíðisdag. Aflinn var rýr ef
talið er í blaðsíðum, aðeins 54 gleiðprentaðar síður. En
hvert orð var dýrt og hér var komið út ljóðverk sem átti
eftir að verða tímamótaverk i íslenskri ljóðagerð.
Tímamótaverk
En hvers vegna má kalla Dymbilvöku tímamótaverk í
íslenskri ljóðagerð? Ekki er það beinlínis vegna form-
leysis Ijóðanna því skáldið notar öll formeinkenni ís-
lenskrar ljóðlistar, s.s. rím, ljóðstafi og ákveðna hrynj-
andi þó með nýstárlegum hætti á köflum:
Ur djúpi hafsins risu sköllótt sker
og skuggafingrum sóru djúpsins vættir
við sótflug himins vors að granda þér
Sérstakrar athygli virði er hvernig hann beitir braglið-
um í mörgum ljóðlínunum. Þær byggjast iðulega upp á
fimm bragliðum þar sem sá fyrsti er þríliður en hinir rétt-
ir tvíliðir:
Andlit sem hylst að hálfu í dimmum skugga
hattur sem drúpir, hönd sem hvergi leitar
Hannes Sigfússon á yngri árum.
Heima er bezt 215