Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 13
mikið að gera að ég kemst aldrei yfir það. Ég sæki mér orku út í náttúruna. Ég fæ mér gjarnan göngutúr og helst innan um tré og annan gróður. Svo sest ég eða leggst bara niður og hugsa um að ég fái orku. Stundum fór ég líka niður á Borgarijörð og lagðist í ijöruna og hlustaði á öld- uniðinn og fuglasönginn og þá leið mér eins og ég væri hluti af ijörunni. Það var alveg sama hvað ég fór þreytt, ég kom alltaf til baka eins og ég væri að koma úr tveggja daga fríi. Fyrst gerði ég þetta ómeðvitað en svo fann ég hvað gerðist og þá fór ég að gera þetta meðvitað. Sérstak- lega finnst mér gott að fara upp til fjalla, niður í fjöru eða inn í skóg. En það var einkennilegt hvað ég sótti mikið til Borgarfjarðar. Ég skildi ekkert í þessu en svo kom í ljós að forfeður mínir eru þaðan, þeir frægu Hafnarbræður og Þorleifur sterki í Höfn. Kannski ég fái styrk þaðan - þetta voru rosalegir karlar. Ferðalög Ég hef ferðast talsvert um Island en á þó mikið eftir og sérstaklega uppi á hálendinu. Ég hef líka ferðast talsvert til annarra landa, líklega hef ég heimsótt 13-14 lönd, allt í allt. Þetta hefur allt gerst eftir að ég hætti að vinna og varð ein. Ég hef verið æðandi um allt. Fyrst fór ég á skógræktarnámskeið í Noregi og var þar í hálfan mánuð. Það var óskaplega skemmtilegt. En þetta var meðan ég var í vinnu og hafði ijölskylduna heima svo ég skildi bara allt eftir. Stelpurnar voru líka orðnar stórar og gátu séð um heimilið. Þegar ég var sjötug fór ég svo til Ameríku að heimsækja systur mína. Börnin mín gáfu mér það í af- mælisgjöf. Ég var úti í mánuð og gerði heilmikið á þeim tíma, heimsótti stóran, geysilega fallegan þjóðgarð og skoðaði málverkasöfn og ýmislegt fleira. Ég var ekki mjög hrifin af Ameríku en kannski sá ég bara dökku hliðarnar. Þar sem systir mín býr sáust aldrei börn utan dyra. For- eldrarnir eru svo hræddir um að þeim verði rænt, þeim er ekið til og frá skóla og allt sem þau þurfa að fara. Engir barnavagnar utan dyra en ægileg umferð. Þetta finnst mér ömurlegt. Ég er hins vegar afskaplega heilluð af Grikk- landi og Spáni og vildi gjarnan fara þangað aftur. Það var líka stórkostlegt að fara til Equador og Galapagos eyj- anna en þangað fór ég í vetur. Ég hef líka heimsótt öll Norðurlöndin nema Finnland. Ég hef komið til Færeyja og til Englands, Skotlands og írlands. Svo hef ég farið á sólarstaði eins og Mallorca, Kanarí, Benedorm og Tenerife og nú fer ég til Portúgal í sumar. Framtíðin Fjölskyldan mín, börnin, tíu barnabörn og eitt langömmubarn, býr öll í Reykjavík og vissulega hefur hvarflað að mér að flytja. Það er bara svo erfitt að slíta sig burtu frá náttúrunni hérna. Ég er tvístígandi í þessu. Stundum, yfir dimmustu mánuðina, finnst mér erfitt að vera ein og ég ætla ekki að vera heima á þeim tíma næsta vetur. Kannski fer ég í skóla. En ég get ekki hugsað mér að eiga ekki gróið land til að stíga á, gróið land, sem ég á sjálf. Þess vegna keypti ég mér sumarbústað við Álfta- vatn í Grafningi. Þar er alveg yndislegt og þá get ég stigið á mitt eigið gróna land ef ég ákveð að flytja héðan. Ég hef áhuga á öllu mögulegu sem tilheyrir lífinu og náttúr- unni. Ég hafði óskaplega gaman af að hugsa um gamla fólkið á sjúkrahúsinu. Það var svo gefandi og ég á þaðan góðan endurminningar þótt ég sakni ekki starfsins. Ég er sátt við að vera búin með það og takast nú á við annað. Það þýðir ekkert að horfa mikið um öxl og hugsa „ef.“ Maður verður bara að horfa fram á veginn. Kraftur hugsana Ég er sátt við lífið og tilveruna. Oft hefur verið erfitt en erfiðleikar eru til að vinna úr þeim og vandamál til að leysa þau. Mín skoðun er sú, að tækifæri til þroska sé falið í hverju vandamáli, sem maður á við að stríða og að það feli í sér dýrmætt frækorn og tækifæri til að breyta tapi í ávinning - ef maður ber gæfu til að vinna þannig úr því. Með hugsunum sínum, orðum og gerðum held ég að maðurinn skapi að mörgu leyti framtíð sína. Því skyldi maður vera varkár í dómum sínum og gæta að hugsunum sínum. Hugsanir hafa mátt. Ég og lífið Ég hef alla mína ævi verið haldin sterkri þrá til að skoða fjarlæg lönd og framandi þjóðir og kynnast háttum þeirra. Þess var enginn kostur meðan ég hafði stórt heim- ili og útivinnu. Ég varð að láta mér nægja að lesa um lönd og þjóðir og það gerði ég. Eftir að ég hætti að vinna úti og varð ein, hef ég ferðast mikið og notað hvert tæki- færi til að sjá og kynnast öðrum löndum, en hvert sem ég fer og hvar sem ég dvel er landið mitt, Island, alltaf feg- urst og best í mínum huga. Ég lít á það sem einstaka nátt- úruperlu í Ijölbreytni sinni og einstakri fegurð, sem við verðum að varðveita eins og kostur er. Hugsa sér að geta dregið að sér hreint loft og drekkkið ferskt og hreint vatn úr hverjum fjallalæk, geta farið frjáls ferða sinna um fjöll og óbyggðir - og svo er þessi einstaki tærleiki loftsins, sem gerir alla útsýn svo heillandi. Okkur finnst þetta allt sjálfsagt af því að við höfum alist upp við það, en þetta er alls ekki sjálfgefið. En vegna þessa er Is- land mitt land. Þá er það þessi undarlega þörf til að skapa, sem hefur fylgt mér þessa löngu leið. Ég held að ástæðan sé einmitt tilraun og löngun til að túlka þá fegurð, sem ég sé og skynja. Og svo endalaus þrá til að læra og þroskast. Heima er bezt 213

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.