Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 19
þeim þá fljótlega í hug að eitthvað
hlyti að vera að þessum manni og
fóru tafarlaust af stað honum til
hjálpar. Varð þeim annars hugar við
þegar þeir sáu að þetta var kona á
nærklæðum einum.
Töluðu þeir til hennar úr nokkurri
ijarlægð, vegna þess að þeir sáu að
hún varð ekki nálægðar þeirra vör.
Varð henni samt mjög hverft við. Bar
hvort tveggja til, að einveran og
þögnin var búin að vera löng og svo
það að hún sá þá ekki, fyrr en þeir
áttu aðeins fáa faðma eftir að komast
til hennar. Hafði hún heyrt í læknum
en ekki séð til að komast yfir hann.
Leiddu þeir félagar nú ferðamann-
inn á milli sín heim að Veturhúsum
og undruðust jafnfram hvað hún var
hress og gat sagt skýrt frá ferðum
sínum.
Gerði móðir mín að sári því sem
Jóhanna hafði fengið á höfuðið,
þvoði augu hennar, sem kominn var
gröftur í, veitti henni næringu og lét
hana síðan leggjast til svefns.
Varð móðir mín að breiða að
nokkru fyrir alla glugga á því her-
bergi, sem Jóhanna svaf í, vegna
augnveiki hennar.
Faðir minn hraðaði sér út á Eski-
fjörð og tilkynnti sýslumanninum,
Axel Tulinius, að stúlkan væri komin
fram.
Óskaði hún eftir lækni, en héraðs-
læknirinn, Friðjón Jensson, var þá á
ferðalagi norður í landi, svo sækja
varð lækni suður til Fáskrúðsfjarðar.
Gerði hann að höfuðsári Jóhönnu
og athugaði heilsu hennar. Komst
hann að raun um að hún var að öllu
leyti heilbrigð, nema hvað augun
snerti. Þarfnaðist aðeins hvíldar og
þurfti að liggja í hálfmyrkvaðri stof-
unni viku tíma, vegna snjóbirtunnar.
Bað sýslumaður nú föður minn að
fara næsta dag upp að Þuríðarstöðum
og tilkynna þar að stúlkan væri kom-
in fram. Hafði þá þegar verið hafin
leit að Jóhönnu, svo boðberanum var
vel fagnað. *
Hlaðvarpinn... Framhald af bls. 204
Og ég hygg að einn þáttur þess, sem búið hafi í gagn-
rýni títt nefnds aðila, hafi m.a. verið sá að þegar fólk seg-
ir „ég hef ekki tíma, það er svo mikið að gera núna,“ þá
sé það að kasta á glæ tækifæri. Enginn veit hvenær „kall-
ið“ kemur hjá hverjum og einum, og þá er kannski orðið
of seint að „grípa í rassinn,“ eins og sagt er. Auk þess
getur þetta verið spurning um að endurgjalda eldri kyn-
slóðinni einhverju af þeim tíma sem hún veitti viðkom-
andi þegar hann þurfti þess með. Nú kann að vera kornið
að henni að þarfnast einhvers af hans tíma.
Og þá komum við aftur að blessuðum tíðarandanum.
Þó að við, sem erum að lifa og hrærast í núverandi tíma
og tíðaranda, séum kannski ekki endilega farin að gera
okkur fulla grein fyrir því hvað það verður sem teljast
mun einkenni tíðarandans í dag, þegar við förum að rifja
hann upp í endurminningunni síðar meir, þá er ekki ólík-
legt að inn í þá upprifjun geti blandast ímynd tímaleysis
hjá mörgum, kapphlaupið við lífsins gæði og gnóttir,
kaupæði og ýmislegt annað þessu tengt.
Það er ekki víst að það þyrfti að vera það vitlausasta
sem fólk gerði að setjast niður stundarkorn með sjálfu sér
og íhuga það í hvers konar tíðaranda það sé að lifa og
hrærast og hvers það vildi helst minnast og ylja sér við
þegar það í fyllingu tímans, tekur að horfa tilbaka og rifja
upp minningar úr blóma lífsins.
Er líklegt að sjónvarpshorf, tölvuleikir, verslunarferðir,
klúbbastarfsemi, yfirvinna og stanslaust lífsgæðakapp-
hlaup, verði það sem best yljar og upp úr stendur?
Hvað heldur þú, lesandi góður?
Með bestu kveðjum,
Guðjón Baldvinsson.
Leiðrétting
í forsíðuviðtali síðasta blaðs misritaðist nafn eigin-
manns Heiðu B. Knútsdóttur í texta með mynd, en hann
heitir Ásþór Sigurðsson, ekki Ástþór eins og ritað var.
Einnig er rangt farið með í sama viðtali, þar sem sagt er
að Óskar Þorstcinsson frá Berustöðum, sé faðir Baldurs
rithöfundar. Hið rétta er að Baldur er systursonur Óskars.
I frásögnum Ágústs Vigfússonar, Litið til baka, féll nið-
ur að geta þess að 6 seinni kaflar greinarinnar, þ.e. Krist-
ján í Snóksdal, „Sá var nú ágætismaðurinn," Sögumar
áttu erindi við drenginn, Seinasta skiptið og Draumurinn,
voru allir skráðir af Hauki Sveinssyni frá Baldurshaga,
eftir frásögn Ágústs.
í ljós hefur einnig komið að mynd sú er birt var með
grein Benedikts Sigurjónssonar, Hvað hét hundur karls...,
mun vera frá Nesjum en ekki Mýrum, eins og sagði í
myndatexta, þ.e. næsta hreppi við Mýrar, eins og skipt-
ingin var fyrir sameiningu. Er hér um að kenna rangri
skráningu hjá viðkomandi ljósmyndara.
Biðjum við hlutaðeigendur að sjálfsögðu velvirðingar á
þessum misritunum.
Heima er bezt 219