Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 30
mínir að Álftamýri við Arnarfjöró og þar var ég hjá þeim næstu tvö árin. Á þeim árum sem hér um ræðir, var venja að börn færu snemma að vinna fyrir sér og þar sem ómegðin hjá foreldrum mínum var mikil, veitti ekki af að hvert tækifæri, sem gafst til ijáröflunar, væri nýtt, svo sem kostur væri á. Því fór ég, 15 ára að aldri, í mína fyrstu vist. Vist var í raun forveri þess sem í dag er kallað húshjálp. Þeir sem betur bjuggu og meir höfðu auraráðin, sóttust gjarnan eftir unglingum, einkum stúlkum úr sveit, til hjálpar við sitt húshald. Þetta átti bæði við um stórbýli sveit- anna og svo nefnd betri heimili þétt- býlisins. Þær stúlkur sem lentu á góðum heimilum, lærðu margt gott og gagn- legt sem þeim kom vel er þær hófu sinn eigin búskap. Fyrst var ég eitt ár í vist hjá Jens- ínu Jóhannsdóttur og Guðjóni Jóns- syni bankastjóra á ísafirði. Þar var mjög gott að vera og þau reyndust mér sem bestu foreldrar. Á þessum árum var það fátítt að karlmenn gæfu sig að húsverkum, svo sem eldhússtörfum. Þeir hafa ef- laust talið þau of löðurmannleg fyrir sína karlmannlegu ímynd. En hér kom Guðjón húsbóndi, með meiru, á hverju kvöldi fram í eldhús til mín, náði í eldhúshandklæði, batt það framan á sig og hjálpaði mér við uppvaskið, á meðan Jensína kom börnunum í rúmið. Já, á þessu heimili fékk ég mikla og góða tilsögn út í lífið, sem eins og allir vita er ekki alltaf dans á rósum, síst fyrir þá sem ekkert kunna fyrir sér. Auðvitað fer gangur lífsins mik- ið eftir því hvernig haldið er á spil- um og hver spilin gefur, en góð und- irstaða er þar sem annars staðar, gulls ígildi. Að loknu ári mínu hjá Jensínu og Guðjóni réðst ég í vist hjá Camillu Proppé og Ara Jónssyni togarskip- stjóra. Ekki var þessi vist síðri hinni fyrri. Camilla var með fádæmum góð kona. Vegna starfs síns var Guð- jón lítið heima, m.a. vegna þess að Kristjana með Pál, elsta barnið. þeir sigldu alltaf út með aflann. Hjá Camillu var því margt sem gera þurfti, hún var í eins konar einyrkja starfi í hússtjórn sinni, en alltaf var hún jöfn og söm við mig. Þau hjón fluttu frá Þingeyri til Reykjavíkur og vildu gjarnan fá mig með þangað en því hafnaði ég alfar- ið, suður vildi ég ekki fara. Þriðja og síðasta vist mín var svo hjá hjónunum Camillu Sigmunds- dóttur og Matthíasi Guðmundssyni vélsmið. Var ég þrjá vetur hjá þeim, en á sumrin var ég heima því ekki veitti af hjálp þar við heyskapinn. Er ég var í þessari síðustu vist kynntist ég verðandi mannsefni mínu, Elíasi Þórarinssyni og ári síðar giftumst við. Eg var þá tvítug. Við hófum búskap á jörðinni Hrauni í Keldudal við DýraQörð. Áður en ég lýk frásögn minni af vistinni hjá Camillu og Matthíasi vil ég geta þess að þar hafði ég verið í enn einni góðri vistinni. Ég þakka öllum þessum indælu vinnuveitend- um mínum samveruna, ég á þeim öllum mikið að þakka. Að Hrauni í Keldudal bjuggum við í 4 ár en þá losnaði jörðin Arnarnúp- ur í sama dal og þangað fluttum við. Hjónin, er áttu jörðina og höfðu búið á henni þar til nú, voru farin að heilsu og fluttu suður til Reykjavíkur. Þau buðu okkur Arnarnúpinn til Elías með Pál. kaups á það góðum kjörum að við töldum okkur ráða við kaupin og slógum því til og keyptum jörðina. Að Arnarnúpi bjuggum við í 12 ár og þá vorum við orðin ein í dalnum með börnin okkar, allt þar til að far- skóli lagðist þar af, en þá urðum við að yfirgefa dalinn okkar. Það sam- rýmdist ekki íjárhag okkar að ráða kennara fyrir börnin, né að koma ijórum þeirra til einhverra er nær skólanum voru. Við höfðum heldur ekki áhuga á að láta börnin frá okk- ur. Um það bil 4 kílómetrum innar í firðinum var jörðin Sveinseyri laus til ábúðar. Hún hafði staðið auð í 5-6 ár. Þessa jörð tókum við á leigu fyrir lágt afgjald. Þaðan voru aðeins 10 kílómetrar í skólann. Við fluttum þangað rúmum mánuði eftir að ég átti mitt áttunda og síðasta bam. Ég átti Hrafngerði 25. ágúst og fluttum við hingað 29. september. Ég verð að segja það, að sá vetur, sem nú fór í hönd, var ekki neitt sem maður hrópar húrra fyrir, en síðla þessa sumars, 1998, verð ég búin að eiga heima héma í 31 ár og nú finnst mér hvergi betra að búa en hér. I öll þessi ár höfum við leigt jörð- ina. Höfum við oft óskað eftir kaup- um á henni en það hefur aldrei geng- ið eftir. Síðustu 10 árin hef ég búið hér ein 230 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.