Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Side 12

Heima er bezt - 01.06.1998, Side 12
Ljósmœður. Skólasystur Guðlaugar úr Ljósmæðraskólanum heimsóttu hana í tilefni einkasýningar hennar í Eden, Hveragerði. fallegt mynstur varð ég að eignast það og sauma og ég saumaði marga dúka. Þetta var mjög skemmtilegt. En svo var auðvitað mikið að gera og ég prjónaði á krakkana og saumaði. Þegar þeir stækkuðu hjálpuð- umst við að við að búa til jólagjafir, kannski úr skeljum og steinum eða slíku. Einu sinni fór ég á kennaranámskeið á Seyðisfirði og hjá Vigdísi Kristjánsdóttur veflistarkonu. Hún kenndi málun og teikn- un og það var í fyrsta sinn, sem ég snerti vatnsliti. Þetta var eitthvað sem mig lang- aði til að gera en það varð að bíða enda í nógu öðru að snúast. Það var svo ekki fyrr en ég fór til Noregs að ég hélt þessu áfram. Þá fór ég á námskeið í rósamálun. Það byrjaði nú ekki vel. Þetta var kvöldnám- skeið og ég fór þangað þreytt eftir vinnuna og fannst ekkert ganga. Kennarinn sinnti mér ekkert og við sátum þarna, tvær eða þrjár, og fannst við afskiptar. En eitt kvöld fannst mér þetta ganga svo ljómandi vel og ég málaði og málaði. Kennarinn kom ekki en mér fannst þetta þrælgott hjá mér. En þegar tím- inn var búinn kom kennarinn og sagði þetta gersamlega ómögulegt. Þá fauk í mig, ég tók terpentínu og tusku og þurrkaði allt út. Hann maldaði eitthvað í móinn en ég sagðist vera farin, ég hefði enga tilsögn fengið og svo hefði hann sagt þetta ómögulegt. Og ég gekk heim í myrkri, rigningu og roki, þreytt og leið og enginn bauð mér far. En þegar ég kom heim tók ég eftir því að ég hafði týnt besta penslinum mínum, mjóum og fínum og ægilega dýrum. Fyrst hugsaði ég með mér að það gerði þá ekkert til fyrst ég væri hætt á en svo kom kergjan upp og ég ákvað að fara og leita og ef ég fyndi pensilinn héldi ég áfram á námskeiðinu en annars ekki. Svo gekk ég nið- ur brekku, yfir brú og enginn pensill. Eg var komin lang- leiðina niður í skóla aftur þegar ég sá hann liggja eins og puntstrá í vegkantinum. Svo ég hélt áfram á námskeiðinu og kennarinn var eins og smjör og rjómi eftir þetta. Þegar ég kom heim fór ég að mála á lurka og ýmislegt og svo fór ég á námskeið í vatnslitamálun og síðan hef ég haldið þessu áfram. Ég hélt fyrstu einkasýninguna þegar ég varð sjötug. Krakkarnir öttu mér út í þetta. Mér fannst ég ekki hafa neitt að sýna en þau létu sig ekki. Síðan hef ég haldið fleiri sýningar og tekið þátt í samsýningum. Þetta er al- veg óskaplega skemmtilegt og skemmtilegast finnst mér að skipta milli aðferða; mála stundum með olíu og svo með vatnslitum eða krít og svo framvegis. Ég hef farið á nokkuð mörg námskeið af ýmsu tagi, t.d. í tréskurði og glerskurði. Svo finnst mér óskaplega gaman að vinna úr leir og vefa. Einn vetur var ég í Myndlistarskóla Reykja- víkur og það varð mér mjög notadrjúgt. Svolítið hef ég selt af verkum en mér finnst það ekkert atriði. Mér finnst alltaf erfitt að láta frá mér verk, sem ég hef verið að vinna lengi með. Þetta er auðvitað eigingirni, en það er svolítill partur af manni sjálfum í þessum verkum. Sextán ára barnabarn mitt var alveg hissa þegar fréttist að ég hefði pantað mér myndbandstæki og spurði hvort amma ætlaði nú að leggjast í videó. En ég komst að því að það er hægt að panta breskar spólur með myndlistarnám- skeiðum og það ætla ég að gera. Svo hef ég auðvitað gert ýmislegt fleira. Ég á t.d. mikið af slípuðum smásteinum úr borgfirsku fjörugrjóti. Ég fékk mér slípivél svo ég gæti töfrað fram fegurðina í steinunum og ég á mikið af óslípuðum steinum hér úti í garði. Ég á eftir að finna út hvað ég ætla að gera við þá en mér hefur dottið í hug að gera eitthvað úr þeim og leir saman eða setja þá inn í vefnað - eða þá inn í gler. Það eru svo margir möguleikar. Starfslok Ég hætti að vinna ári áður en 95 ára reglan leyfði. Ég fékk brjósklos í bak eftir alltof mikla vinnu. Þrjóskan var svo mikil að ég hætti ekki fyrr en ég gat ekki lengur gengið. Þá fór ég á Reykjalund og var þar í 4 mánuði. Ég fékk gríðarlega góða þjálfun þar og var svo þrjósk sjálf að ég hamaðist áfram, ég ætlaði sko ekki að verða öryrki. Ég náði mér ágætlega en gat ekki starfað áfram sem ljós- móðir, ég má ekki standa hálfbogin. Ég var reyndar lengi slæm í baki á eftir. Mér fannst ekki erfitt að hætta að vinna. Ég hefði kannski haldið lengur áfram ef ég hefði átt þess kost en mér fannst stórkostlegt, þegar ég hafði náð mér af þess- um veikindum, að geta snúið mér að öðru og gert það sem ég vildi sjálf. Ég sagði lækninum það, þegar hann vildi vorkenna mér að þurfa að hætta svona snemma að vinna, að þótt ég yrði 100 ára sæi ég ekki út úr öllu sem mig langaði til að gera. Og þannig er það. Ég hef svo 212 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.