Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 26
Þorsteinn á Bugðustöðum
Maðurinn, sem ég ætla að
segja dálítið frá, hét Þor-
steinn Jónsson og bjó á
Bugðustöðum í Hörðudal í Dala-
sýslu.
Ég var á þessu heimili eitt ár, frá
fjögurra til fimm ára aldurs. En ég
kynntist Þorsteini meira seinna og
þótti hann sérstakur maður að mörgu
leyti. Hann var stór og myndarlegur
og afar viðkunnalegur maður.
Hann var lengi oddviti í sinni sveit.
Var mér sagt að hann réði öllu sem
hann vildi ráða. Maðurinn var hörku-
greindur og viðræðugóður. Þó var
það eitt sem einkenndi hann frá öðr-
um. Það var kunnátta hans í tungu-
málum. Hann hafði aldrei farið í
neinn skóla, enda lítið um þá þegar
hann var að alast upp. Hann tók
menn heim til sín og kenndi þeim
framburð.
Sonur hans hét Guðjón, dáinn fyrir
tæplega tveimur árum. Hann var
sami snillingurinn og faðirinn. Hann
hafði ákveðið að fara til Þýskalands
en þá kom dauðinn og batt enda á öll
ferðalög.
Þorsteinn hætti að búa 1926 og fór
til Reykjavíkur. Ég man eftir að talað
væri um að hann hefði fengið afar
hátt verð fyrir jörðina og bústofninn.
En um haustið féll allt, svo sá, sem
keypti varð öreigi.
Þorsteinn kunni ekki við sig fyrir
sunnan og fór aftur í dalinn og bjó á
ýmsum stöðum. Kona hans hét Jóna
og með henni átti hann fimm börn.
Minningabrot
úr Dölunum
Þrátt fyrir mikla ómegð kom hann
þeim öllum upp.
Þorsteinn var afar skemmtilegur
maður og gaman að vinna með hon-
um. Hann var sífellt að segja sögur
og fræða aðra. Hann sagði stundum
við mig:
„Þú mátt ekki hætta að vinna þó ég
sé að segja þér sögur.“
Ég man t.d. eftir því að hann sagði
mér sögur úr Þúsund og einni nótt.
Hann sagði svo vel frá að unun var á
að hlusta.
Á Bjarnalandi bjó maður sem
Guðmundur hét Guðmundsson. Hon-
um var byggt út af jörðinni. Sveinn
gamli, sem síðan rak Söluturninn í
Reykjavík, hafði fengið jörðina.
Guðmundur var mættur fyrir utan
tún og bannaði honum að fara heim.
Hann tók búslóðina og lét ábreiðu
yfir. En hvert skyldi nú fara. Hann
var öllum ókunnur þar í dalnum. Það
varð úrræði hans að fara til oddvit-
ans, sem var Þorsteinn á Bugðustöð-
um. Þar var honum vel tekið og boð-
ið að vera yfir nóttina. Þar sagði
hann Þorsteini frá viðskiptum sínum
við bóndann á Bjarnalandi. Þorsteinn
glotti og sagði:
„Þetta er ágætis maður, en hann
hefur ekki athugað að þarna hefur
hann ekki lögin með sér. Ég skal tala
við manninn. Þá vona ég að þetta
fari vel og verði í lagi.“
Svona var Þorsteinn. Hann var
mannasættir, greindur og ákveðinn.
Ég man ennþá eftir mörgu sem hann
sagði mér, þó mörgu sé ég búinn að
gleyma. Ég man t.d. eftir því að
hann sagði mér að fylliróni í Reykja-
vík hefði ráðist á sig með miklum
bægslagangi og sagt:
„Andskoti ertu sveitalegur.“
Þetta var maður stór og sterklegur.
Þorsteinn svaraði:
„Það er ekki verra að koma úr
sveitinni en tukthúsinu.“
Þá réðst drukkni maðurinn á hann,
en Þorsteinn tók þá utan um hann og
henti honum í götuna og sagði:
„Þú ert svo mikill væskill að ég
nenni ekki að leysa niður um þig og
flengja. Ég sleppi þér, en ef þú ert að
flangsa utan í mig aftur þá flengi ég
þig-“
Löngu seinna hittust þeir aftur, þá
var kunningi hans ófullur. En hann
mundi þó eftir því að þeir áttust við,
þó margir mánuðir væru síðan. En
endurfundur þeirra hafði nokkra
þýðingu. Þorsteinn fékk manninn til
að hætta að neyta áfengis. Þorsteinn
var alltaf foringi, hvar sem hann fór.
Ég man að einu sinni kom hann að
Hörðubóli, seinni part dags um
haust. Þá sagði gamla konan:
„Það var gott að þú komst. Ég ætl-
aði að fara að senda eftir þér. Þú ert
líklega með byssu. Ég þarf að láta
skjóta hann Kát gamla. Hann er orð-
inn svo vesæll greyið.“
226 Heima er bezt