Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 35
hann annarra hraðreiða. Lokst tókst
að ná í annan hraðreiðarstjóra, er
hafði tíma til að skreppa suður að
Mýrarhúsum. Hann setti upp 6 kr. fýr-
ir ferðina þangað.
Þetta sanna og litla dæmi sýnir að
hraðreiðarstjóra vantar fargjaldaskrá
eða hafa ekki komið sér saman um
hana. Og það sýnir líka, að sumir
þeirra hafa einurð á að nota sér sjálf-
ræði það og stjórnleysi, sem ríkir í
þessum efnum sem flestum öðrum.
Og það er auðsætt að menn, sem ligg-
ur á hraðreiðum, geta komist að mis-
jöfnum farkjörum, og að hér rikir mis-
rétti er leiðrétta þarf, þó að í litlu sé.
Og þessi smásaga sýnir meira. Hún
er eitt dæmi þess, meðal fjölmargra
stærri, hvílíkur okurandi hefúr dafnað
og magnast með oss á ófriðarárunum,
nú í sjálfri dýrtíðinni, er oss reið mest
á, að þessi þjóðfjandi væri kveðinn
niður, lengst niður í undirsjúpin, það-
an er hann kæmi aldrei aftur.
Enginn ætti að láta okra á sér, þó að
hann hafi efni á, því að þá elur hann
þessa herjans ófreskju, sem fitnar og
stækkar í hvert skipti sem eftir henni
er látið, líkt og púkinn á blótsyrðum
tjósamannsins forðum.
„Fagurt er á fjöllunum"
Heilnæmt er að ferðast um heiðar
og sveitir vors kalda og fagra fóstur-
lands.
Flestir vita, hve ferðalög eru holl og
nauðsynleg innisetumönnum, og bæj-
arbúum, skrifstofulýð og búðaliði,
kennurum og prenturum, öllum, er
fást við kyrrláta vinnu inni við, hvers
eðlis sem hún er. En í rauninni þarfn-
ast allir þess, að komast nokkurn tíma
úr venjulegum skorðum, varpa af sér
hversdagslegum áhyggjum og um-
hugsunarefnum, hvíla þau starffæri
líkama og andar, er tíðast eru mædd,
en reyna á önnur, sem rýma ætla af
notkunarleysi.
Og ferðalög auka viðkynningu
fólks. Og til eflingar samúðar og blíðu
eru þau vel fallin. Þá er gesti ber að
garði fara menn líkt að og þá er þeir
láta taka mynd af sér: Þeir fara í spari-
fötin, snurfusa sig og snotra. Þeir
sparibúast ekki einögnu líkamlega,
heldur andlega. „Öllum stundum ár
og daga,“ verja margir aðeins til að
afla sér fjár og matar, hugsa ekki, lifa
né starfa fyrir annað en sig og fjöl-
skyldu sína. En þá er gestir og einkum
sjaldsénir langferðamenn knýja hurðir
eða guða á glugga, gerist á þeim og í
þeim, undursamleg stórbreyting: Þeir
gleyma sjálfum sér og sínum með
öllu, og hyggja nú ekki á annað en
vellíðan gesta sinna. eiginhyggju
þeirra er veitt hin þarfasta hvíld. Þeir
verða eintóm greiðvikni, alúð og sam-
úð, gerast ótrúlega getspakir um þarf-
ir gesta sinna. Það er ekki furða, þótt
kaupstaðabúum þyki notalegt að
koma í sveit.
Bændur og sveitamenn láta því ekki
sitt eftir liggja til að laða bæjabúa til
ferðalaga.
En hvað gerir ríkið?
Eg fæst ekki um það, að hvergi í
veröldinni er víst svipað því eins dýrt
að ferðast landveg og hér á landi, að
minnsta kosti ekki í siðmenntum
heimi. Því veldur fátækt vor og fá-
menni, er leiðinlega oft er vitnað í til
afsökunar mörgu, er í ólagi fer vor á
meðal. En ríkið gæti þó gert meira en
það gerir til þess að létta ferðalög,
sýnt vegfarendum nærgætni meiri en
það gerir. Ég nefni eitt atriði, er skýrir
mál mitt.
Þá er menn ferðst um sveitir Dan-
merkur, sjá þeir við hver vegaskil
leiðarvísa, þar sem sýn er til hvaða
þorps eða bæjar hver gata liggi.
Liggja götur þessar þó um þéttbýl
héruð, þar sem æ er hægurinn hjá að
spyrja til vega með lítilli fyrirhöfn.
Hér á landi er ekki haft fyrir slíku
nema á vörðuðum fjallvegum. En all-
víða vantar vörður á þá, og þá ekki
allfáfarna, suma. Syðst á Kaldadals-
veginum, rétt áður en komið er ofan á
Þingvallaveginn, slitnar vegurinn t.d.
með öllu. Bót er það í máli að í björtu
má sjá veginn í nokkurri fjarlægð. Ef
þoka er, sést hann alls ekki. Er ferða-
mönnum einatt ekki lítil óþægindi að
slíku. Það gerir þá óörugga og þeir
tefjast á því. Vansalaust er það tæpast
að greinilegur vegur, sem engin leið
er að villast á, liggur ekki að einu
helsta höfuðbýli landsins, Hvanneyri.
Ókunnugir leika sér ckki að því að
komast þangað fylgdarlaust, á suma
vegu að minnsta kosti. Ætti þó landið
að hlynna að því, að sem flestir sæju
það, sem þar er eða hefur verið starf-
að. Ekki er ólíklegt, að margur bóndi
græddi á því þó að hann líti það ekki
nema snöggvast og á langferð.
Einhver þingmanna vorra ætti á
næsta þingi að beita sér fyrir því að
leiðarvísar yrðu reistir sem allra víð-
ast á landi hér og ætti þá að byrja á
fjall- og heiðavegum.
Mér hefur verið sagt að fyrrverandi
landsverkfræðingi, hr. Jóni Þorláks-
syni, hafi dottið í hug að láta reisa
slíka leiðarvísa, sem hér er minnst á,
en hann hafi horfið ffá því sökum
þess að hann óttaðist að þeir yrðu óð-
ara brotnir og skemmdir. Gagnið yrði
því lítið eða ekkert, en landinu bakað-
ur kostnaður. Hr. J. Þ. dvelst ytra um
þessar mundir, svo að ég hef ekki get-
að spurt hann um hvort satt væri. En
ég sé ekki að saki þótt frá þessu sé
sagt opinberlega. Vel getur verið að
fyrrverandi vegamálastjóri yrði sorg-
lega sannspár um skemmdir á væntan-
legum leiðarvísum fyrst í stað. Síma-
staurar og símalínur sættu í fyrstu
nokkrum skemmdum. Nú fá síma-
staurar að standa óáreittir meðfram
vegum öllum. Og á líka leið færi von-
andi um þá leiðarvísa er hér er farið
frarn á að reisa. Það dugir og ekki með
nokkru móti að láta hina svívirðileg-
ustu skemmdarfysn tálma þörfúm
framkvæmdum. Með slíku er flagði
því gert skaðlega hátt undir höfði.
Annars er torvelt að hugsa sér viti
firrtari náttúru og óskapfelldari en þá
að hafa gaman af að spilla eign al-
manna eða ónýta það, sem reist er á
kostnað vor allra, vér allir eigum og
getum allir haft gagn af. Slíkt er rán-
um og þjófnaði verra. Rænt er og
stolið einhveijum til gagns og gróða.
Enginn græðir á að símalínur séu
klipptar í sundur, en allir bíða tjón af
slíkum og líkum handarvikum.
Heima er bezt 235