Heima er bezt - 01.06.1998, Side 28
manni leið í þessum bústað uppi á
háheiði, og það í misjafnri tíð. Við
höfðum trépalla i tjöldunum og olíu-
vél til þess að hita upp ef kalt var.
Ekki man ég til þess að ég færi
neitt þetta sumar. Unglingum í dag
þætti þetta að líkum heldur tilbreyt-
ingarlítið líf. En ég eyddi heldur
engu og átti um 700 krónur fríar eftir
sumarið.
Einn af vinnufélögum mínum hét
Þorvaldur, rösklega miðaldra maður,
skuggalegur náungi og heldur tví-
ræður á svip. Ekki reyndi ég per-
sónulega neitt misjafnt af honum
framan af sumri, en síðar slettist dá-
lítið upp á vinskapinn og var tilefnið
sem hér segir:
Það mun hafa verið skömmu fyrir
réttirnar að ég var staddur úti við eft-
ir að vinnu var hætt. Þorvaldur kem-
ur þá til mín og er nú hinn vinsam-
legasti í viðmóti. Eftir nokkurt spjall
um almennt efni segir hann:
„Eg hef heyrt að þú ætlir að selja
hann Rauð.“
Eg kvað svo vera.
„Viltu selja mér hann?“ spyr Þor-
valdur.
Eg sá ekkert því til fyrirstöðu ef
saman gengi um verð, en það væri
140 krónur. Var það síðan fastmæl-
um bundið, að hann keypti Rauð og
greiddi mér næst þegar borgað yrði
út kaupið.
Eg tók eftir því að Guðjón verk-
stjóri stóð álengdar og horfði á okkur
Þorvald á meðan við töluðum saman.
Ég leit fremur á það sem tilviljun en
hitt að hann væri að hlera eftir því
sem við sögðum.
En þegar við Þorvaldur skildum
gekk Guðjón í veg fyrir mig og bað
mig að eiga við sig nokkur orð.
Ég varð hálf hissa á þessu. Vissi
ekki til þess að Guðjón ætti neitt
vantalað við mig, nema að hann ætl-
aði að fækka í vinnunni og segja mér
upp. Ég hafði þó ekki um það heyrt.
Er við vorum komnir inn í skúrinn,
þar sem Guðjón hafði aðsetur, sagði
hann eitthvað á þá leið að sig langaði
til þess að spyrja mig að einu, þó sér
kæmi það nú ekki við, en „var Þor-
valdur að biðja þig um að selja sér
hann Rauð?“
Ég kvað svo vera og væru kaupin
ákveðin.
„Jæja, vinur, þú fyrirgefur nú for-
vitnina,“ sagði Guðjón. Þagði síðan
litla stund en segir svo:
„Ég hélt að þér væri ekki sama
hvað um Rauð yrði og í hverra hönd-
um hann lenti.“
„Fer Þorvaldur illa með hesta?“
spurði ég.
„Ég myndi aldrei selja honum
hest,“ segir Guðjón með þunga.
Mér fannst ég nú vera kominn i
mikinn vanda, því vænt þótti mér um
Rauð, enda hafði ég þegið hann að
gjöf frá gömlu konunni á Hörðubóli,
fóstru minni, á fermingardaginn
minn. Mér fannst því eins og ég væri
að bregðast henni með þeirri ráðstöf-
un að selja Þorvaldi hestinn.
Guðjón mun hafa séð hve illa mér
leið. Allt í einu segir hann:
„Ég sé að ég hef valdið þér nokkru
hugarangri með þessum afskiptum
mínum. Það er því ekki nema skylt
að ég reyni að hjálpa þér út úr þess-
ari klípu, sem ég hef sett þig í. Ég
skal kaupa Rauð af þér, ef þú trúir
mér fyrir honum og heldur að honum
muni líða þolanlega hjá mér.“
Ég sagðist miklu heldur vilja vita
af Rauð í góðum höndum, „en Þor-
valdur verður reiöur og getur með
réttu kallað þetta svik, ef ég rifti
kaupunum.“
„Ég skil það vel,“ sagði Guðjón,
„að þú kvíðir fyrir að fara til Þor-
valds.“
Ég hugsaði mig um og sagði siðan:
„Það er best að ég fari strax til
hans og taki á mig ónotin og segi
honum að af þessum kaupum geti
ekki orðið.“
Guðjón kímdi og sagði:
„Ef hann spyr um ástæðuna segðu
þá að Guðjón Backmann hafi sagt
þér að hann færi svo illa með skepn-
ur, að það væri synd að láta nokkra
skepnu í hendurnar á honum.“
Það voru þung spor að fara til Þor-
valds og segja honum frá því að ég
ætlaði ekki að selja honum Rauð. Og
það var enginn „Jesúsvipur" á Þor-
valdi er ég tilkynnti honum þessa
ákvörðun mína.
„Já, það má nú segja að þú sért
ábyggilegur maður. Ég ansa ekki
svona ijarstæðu. Þú verður að standa
við það sem þú lofaðir. Þetta var af-
gert og ef þú stendur ekki við orð þín
þá fer ég í mál við þig. Eða hvaða
ástæður hefur þú fyrir þessu?“
Ég herti upp hugann og svaraði:
„Hann Guðjón verkstjóri sagði mér
að þú værir svo mikill skepnuníðing-
ur að enginn sem þekkti þig, seldi
þér skepnu, og það er honum að
kenna að ég rifti kaupunum, en ég
trúi Guðjóni.“
Þorvaldur varð öskugrár í framan
og hvæsti síðan:
„Það væri réttast að ég gæfi þér á
kjaftinn, andskotans hvolpurinn
þinn.“
Ég varð vissulega hræddur en
mannaði mig upp og sagði að Guð-
jón hefði sagt að það væri sér að
mæta ef einhver eftirmál yrðu út af
þessu.
Alltaf var Þorvaldur að hreyta í
mig ónotum öðru hvoru, það sem
eftir var sumars, en sem betur fór
vorum við ekki saman í vinnuflokki.
Svo liðu 15 ár og ég var löngu
fluttur til Bolungarvíkur. Þá fer ég
vestur í Dali og svo suður í Borgar-
nes. Sé ég þá ekki hann Rauð minn,
þá orðinn liðlega 20 ára. hann var
hinn vörpulegasti, en hvítur fyrir
hærum. Auðséð var að vel hafði ver-
ið farið með hann, enda var Guðjón
þekktur að því að vera sérstakur
dýravinur. Rauður var í eigu hans
alla tíð.
Ég steig út úr bílnum, gekk til
Rauðs og klappaði honum. Það var
mín síðasta kveðja til hans. Mér var
hugsað til þess að önnur hefði ævi
hans orðið, ef Guðjón hefði ekki
skipt sér af viðskiptum okkar Þor-
valds.
Ég er Guðjóni alltaf þakklátur fyrir
hans drengilegu framkomu í þessu
máli.
sQn
228 Heima er bezt