Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Side 37

Heima er bezt - 01.06.1998, Side 37
honum kaffi og kepptust við að fá hann inn. Eftir að hafa þegið góð- gerðir á Hóli að þessu sinni var hald- ið af stað. Fólkið flýtti sér upp á bíl- pallinn, allir voru í besta skapi. Hug- myndin var að keyra út sveitina og taka uppí þá sem vildu koma með. Það var glaður hópur sem stóð á pallinum hjá Karli og fljótlega fór unga fólkið að syngja. Söngurinn ómaði um dalinn og allir sungu af hjartans list “Kátir voru karlar”. Asta og Þorsteinn stóðu úti á hlaði og horfðu á eftir bílnum. Þorsteinn tók utan um axlirnar á konu sinni og horfði brosandi á hana. - Það er ekki langt síðan við vor- um í þessum hóp. Ásta hló. - Mig langar ekki núna vinur. Nú höfum við að minnsta kosti ástæðu til að vera heima. - Mér fannst það gaman þá og ég get vel unnt unga fólkinu því að skemmta sér. Ásta stundi við. - Eg vona bara að allt fari vel fram. Eg er nú líka að hugsa um hana Heiðu okkar. - Hún Heiða er góð stúlka og lætur ekki plata sig. Hafðu ekki áhyggjur góða mín. Komdu nú inn, það er ein- hver að kalla á mömmu sína. Hjónin horfðust í augu og ástin skein úr augnaráðinu. Það var orðið margt um manninn á Oseyri þegar ferðalangarnir úr Ár- dalshreppnum komu þangað. Kven- félagsballið var ein vinsælasta skemmtun ársins. Fólk frá Óseyri og sveitunum í kring hópaðist í sam- komuhúsið til að skemmta sér. Kven- félagskonur seldu veitingar í tjaldi við hliðina á samkonuhúsinu. Þar voru borð og stólar þar sem fólk gat setið og spjallað,meðan það fékk sér hressingu, án þess að vera í öllum hávaðanum í samkomuhúsinu. Inni í húsinu voru íjórir harmon- ikkuleikarar sem spiluðu til skiptis. Aldrei var gefið upp og alltaf var fullt af fólki úti á gólfi að fá sér snúning. í einu horninu voru seldir gosdrykkir, súkkulaði og sígarettur. Um allt mátti sjá glaðleg andlit á öll- um aldri, eftirvæntingarfull á svip. Sumir karlmennirnir voru með vasa- pela til að hýrga sig. Upp við hús- vegg mátti oft sjá menn á tali að gefa hvor öðrum snafs og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Fólkið úr Árdalshreppnum hoppaði niður af pallinum og þakkaði Karli fyrir. Ákveðið var að hann legði af stað heim um ljögur leytið um nótt- ina en þá var hætt að spila. Stúlkurn- ar flýttur sér inn í kvenfélagstjaldið til að laga á sér hárið og setja varlit á varirnar. Kvenfélagskonurnar hugs- uðu fyrir öllu. I einu horni tjaldsins var afdrep, þar sem konur gátu geymt kápur sínar og speglar til að kíkja í og bæta útlitið. Heiða og Veiga urðu samferða þangað inn. Veiga var brosmild og stakk hendinni undir handlegginn á Heiðu. - Heiða mín, er mágur minn til- vonandi eitthvað að sverma fyrir þér? Hann hafði ekki augun af þér alla leiðina á ballið. Heiða roðnaði. Hún þoldi ekki hvað henni var gjarnt til að roðna. - Það held ég varla. Veiga skellihló. - Það skildi þó aldrei verða að við giftumst bræðrum. Ekki þætti mér það neitt verra. - Láttu ekki svona, hvað heldurðu að hann hafi áhuga á mér. Veiga lét ekki slá sig út af laginu. Hún var í sólskynsskapi. Dvölin í sveitinni hafði verið heldur tilbreyt- ingarlaus fyrir hennar smekk svo að þessi ballferð var afar kærkomin. - Þú ert alveg jafn góð og hver önnur. Leyfðu mér að losa þessa fléttu þína. Þú ert enn fallegri með slegið hárið. Gerðu það? Heiða lét undan. Hún varð að við- urkenna að Veiga hafði rétt fyrir sér. Auðvitað langaði hana til þess að líta vel út, en hún vildi samt ekki vera hégómleg. Veiga losaði fléttuna og greiddi hárið. Hún leit ánægð á verk sitt. - Heiða, ég held að við verðum lang fallegastar hérna. Þú svona dökk og ég svona ljós. - Veiga þó... Veiga skellihló. - Ekki vera svona viðkvæm. Hver er annars þessi Lárus? - Hann er læknissonur úr Reykja- vík, en er kaupamaður á Fossi. -Nú... Heiða leit rannsakandi á Veigu, en hún yppti öxlum. - Eg bara spurði. Hann er býsna skemmtilegur. En komdu nú, ballið er byrjað. Veiga hafði rétt fyrir sér. Þær stöll- ur vöktu óskipta athygli þegar þær komu inn í samkomuhúsið. Þarna var margt um manninn og mikil gleði. Páll kom strax og dreif Veigu út á gólfið. Árni fylgdi á hæla honum og Heiða sveif af stað í fanginu á hon- um. í fyrstu var hún dálítið óörugg og feimin en það lagaðist fljótt. Henni fannst mjög gaman að dansa. Þau dönsuðu hvern dansinn á fætur öðrum og Heiðu fannst hún alsæl. Harmonikkuspilararnir voru fjörugir og fólkið fékk ærna ástæðu til að hreyfa sig á gólfinu. Þegar Heiðu fannst nóg komið um stund kom hringdans og þau voru drifin í hann. Fólkið hoppaði af stað og fjörið var mikið. Ungir maður frá Óseyri lenti á Heiðu og þau dönsuðu af stað. Skyndilega sá Heiða hvar Veiga og Lárus voru að dansa. Þau virtust mjög glæsilegt danspar, en Heiða hugsaði ekkert um það. Hringdansinn hélt áfram og nú fékk Heiða Karl á mjólkurbílnum sem dansherra. Hún hafði varla skemmt sér svona vel áður. Þegar hringdansinn var á enda flýtti Heiða sér að bekknum og fékk sér sæti. Hún mátti til með að ná and- anum. Enn svifu Veiga og Lárus um gólfið en hún sá ekki Árna eða Pál. Heiða gat ekki annað en munað orð Lárusar. Hvar var nú maðurinn sem ætlaði að dansa við hana hvern ein- asta dans? Líklega hafði hann séð eitthvað fallegra og gleymdi loforð- um sínum. Hún hristi höfuðið. Það var að mörgu leyti ágætt. Lárus var skemmtilegur en það var líklega lítið á hann að treysta. Heima er bezt 237

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.