Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Side 31

Heima er bezt - 01.06.1998, Side 31
Hraun í Keldudal, íbúðarhúsið Björnshús. Þarna hóf Kristjana búskap sinn. með dóttursyni mínum, Michael Tamar, sem í dag, 7. maí 1998, er 12 ára. Það eru jafnmörg ár og liðin eru frá því að Elías maðurinn minn dó. Síðan drengurinn þurfti að fara að ganga í skóla hef ég haft þann hátt- inn á að ég bý að Sveinseyri sumar- langt en að Brekkugötu 14 á Þing- eyri yfir veturinn. Jörðin Sveinseyri er ekki kosta- mikil en góð til vetursetu og þar sem við áttum og ég á enn Arn- arnúpinn, var hægurinn á að hafa þar sumarbeit fyrir féð okkar. í dag eigum við dóttir mín 68 kind- ur, er við dundum við. Félagsstörf hef ég ekki mikið stundað, enda mestan hluta æv- innar verið á jaðri slíks munaðar, t.d. þann tíma er við bjuggum ein í heilum dal. Þó er það nú svo að ég var um tíma trúnaðarmaður verkafólks á vinnustað mínum. Það stóð samt ekki lengi. Mér fannst einfaldlega að ef eitthvað fór afvega eða náðist ekki, þá væri það lagt manni til lasts, en ef hins- vegar eitthvað náðist fram þá þótti það svo sjálfsagt að ástæðulaust væri að bera lof á það, svo ég gafst ein- faldlega upp á þrasinu og hef síðan haldið mig utan slíkra mála. Áhugamál mín eru ekki neitt af- brygðileg, ég hef einfaldlega gaman af flestu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég hef t.d. mjög gaman af lestri góðra bóka, þó einkum ljóðabóka, ljóðin segja oft stórar sögur, en því miður oftar en ekki raunalegar. Mesta uppáhaldskvæði mitt til þessarar stundar er og hefur verið „Þorgeir í Vík“ eftir Ibsen. Þá kemur „Helga Jarlsdóttir“ ásamt mörgum kvæðum og stökum, sem ekki er unnt að telja upp hér, en hvað hús- ganga varðar þá stendur vísan „Þó að kali heitur hver...“ eftir Vatns- enda-Rósu upp úr. Ég hygg að mér finnist ekkert há- tignarlegra en að labba um lágnættis- bil í ljúfu veðri um ijöruborð og hlusta á lognölduna gjálfra við ströndina. Hér við Dýraijörð er mjög fallegt Með börnunum, talið f.h.: Eyjólfur og Ottó Guðjónssynir, sumardrengir. Gunnhildur með Valdimar, Kristín, Þorgerður, Skúli, Hjördís Jóhannes- dóttir sumarstúlka. Aftari röð f.h.: Pcill, Elías Þórarinsson og Kristjana með Hrólf Arnþór. hvert sem litið er. I mínum huga er Arnaríjörður þó fallegastur ijarða, svo einfalt er nú það. Guðbjartur Árnason afi minn í móðurætt, var sonur tveggja breiðfir- skra harðjaxla er miklar sögur fóru af á sinni tíð, en þau voru Árni og Húisið á Sveinseyri og bátur sem Elías M. V. Þórarinsson smíðaði. Guðbjörg, og þar sem ég veit að tími og rúm þess- arar frásagnar er senn á enda, tel ég mig ekki geta staðist þá raun að segja eina frægðarsögu af þeim og ég get bætt því við að af rnörgu er að taka á þeim miðum. Eitt sinn voru þau hjónin að flytja lýsiskagga út í Flatey og þurfti að lyfta honum upp úr ára- bátnum er þau höfðu sem farkost. Er þau voru að lyfta kagganum upp á uppfyllinguna missti Guð- björg hendi af sínum enda, svo að kagginn valt aftur ofan í bátinn. Þá sagði Guðbjartur við konu sína: „Hvers konar einspinnuloppur eru þetta á þér kona!“ Sýslumaður var þarna viðstadd- ur og stóð á uppfyllingunni. Sneri hann sér að Guð- björgu og spyr: „Ertu eitthvað lasin, Guðbjörg mín? Mér sýnist þú svo lotleg.“ Guðbjartur svarar fyrir konu sína og segir: „Það er ekkert að henni Guðbjörgu minni, hún ól bara barn í morgun.““ Hér lauk Kristjana Sigríður Vagnsdóttir fróðlegri frásögn sinni. Mér finnst hins vegar ekki hægt að ljúka þessum þætti án þess að minnast á að mér er fullkunnugt um að gegnum tíðina hefur Kristjana fengist við ýmis konar yrkingar, allt frá vísukorni til heillrar drápu. Það, að ég lét ekkert af kveðskap hennar fylgja hér kom einfaldlega til af því að ekki var pláss fyrir meira skrifað mál í þættinum að sinni. Nokkrar vísna hennar munu í stað- inn birtast í vísnaþætti blaðsins á næstunni. Heima er bezt 231

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.