Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 23
M/s Eldborg. Eftir strand Laxfoss 1952, annaðist Eldborg ferðir milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness 1952- 1956. Skipið var smíðað í Noregi 1932, sem fiski- skip. Stœrð 280 brt., með leyfifyrir 200farþega í þessum ferðum. Ganghraði 9,0 sjómílur. Ahöfn 11 manns. Eigandi Eldborg hf. í Borgarnesi. Skipstjóri Gunnar Olafsson 1952-1956. Skipið var selt til Noregs 1956. Þessi sérstœða mynd er tekin á upp- stigningardag 1955, en þá fór fram knattspyrnuleik- ur IA við úrval úr Reykjavíkurliðunum. Greinarhöf- undur, sem var með í ferðinni, heyrði talað um 500 farþega íþessari ferð, og allir í mikilli sigurvímu. M/s Akraborg I. Farþega- og flutningaskip, smíðað í Danmörku 1956, fyrir Skallagrím hf, í Borgarnesi. Stœrð 358 brt., með rými fyrir 200farþega og 6 fólksbif- raðar. Ganghraði 11,0 sjómílur og 14 manna áhöfn. Skipstjórar Þórður Guðmundsson 1956-1965, Guðjón Vigfusson 1965-1972 og Halldór Guðmundsson 1972-1974. Akraborg I sigldi á milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness 1956- 1966 og milli Reykjavíkur ogAkra- ness til ársins 1974. Skipið hóf þessar ferðir 30. mars 1956 og til áramóta 1956-1957flutti það 33.965farþega í 570ferðum á 272 dögum milli þessara staða. Akraborg I var seld til útlanda 1974 og endaði sem skólaskip í Israel nokkru síðar. M/s Akraborg III. Farþega- og bílaferja, smíðuð í Noregi 1974. Stcerð 999 brt., með rýmifyrir 400farþega og 67 fólksbifreiðar. Ganghraði 14,5 sjómílur og 14 manna áhöfn. Skipstjórar Þorvaldur Guðmunds- son og Oskar Hrafn Ólafsson. Skallagrímur hf. keypti skipið frá Kanaríeyjum 1982. Akraborg III hefur alla tíð síðan verið í ferðum milli Akraness og Reykjavíkur. M/s Akraborg II. Farþega- og bílferja, smíðuð í Noregi 1966 og keypt þaðan af Skallagrími hf. 1974, til ferða milli Reykjavíkur og Akraness. Stœrð 681 brt., með rýmifyrir 268-440farþega og 41 fólksbifreið. Ganghraði 13,0 sjómílur og 13 manna áhöfn. Skipstjórar Þorvaldur Guð- mundsson og Óskar Hrafn Halldórsson 1974-1984. Seld til Panama í júlí 1984. Úrsvöl hafáttin getur stundum verið hressandi. Um borð í Akra- borgu II. Heima er bezt 223

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.